Ein stærsta stjarna háskólaboltans tileinkar Kobe Bryant tímabilið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2020 15:00 Sabrina Ionescu er frábær körfuboltakona. Getty/Joe Scarnici Körfuboltakonan Sabrina Ionescu hefur verið að gera einstaka hluti með Oregon í bandaríska háskólaboltanum og hefur heldur betur komið skóla sínum á kortið. Sabrina Ionescu og félagar hennar Oregon þurftu að spila leik í gær skömmu eftir að þær fréttu af því að Kobe Bryant og dóttir hann hefðu dáið í þyrluslysi. Sabrina Ionescu þekkti vel Kobe Bryant og dóttur hans Giannu en feðginin voru höfðu mikinn áhuga á hennar leik enda hefur hún allt til alls að verða ein besta körfuboltakona heims. “This season’s for him.” https://t.co/6PGYg7SGXD— USA TODAY Sports (@usatodaysports) January 27, 2020 Sabrina Ionescu gaf kost á stuttu viðtali í leikslok. „Allt sem ég geri það geri ég fyrir hann. Hann var mjög náinn vinur. Þetta tímabil er fyrir hann,“ sagði Sabrina Ionescu. Þjálfari Sabrina Ionescu hjá Oregon segir að hún og Kobe hafi verið í miklu samskiptum og oft haft samskipti nokkrum sinnum í viku. Kobe Bryant og Gianna komu síðast á leik með henni á móti USC í janúar í fyrra þar sem hann talaði við liðið í klefanum eftir leik. Þrátt fyrir áfallið segir þjálfarinn, Kelly Graves, að það hafi aldrei komið til greina hjá Sabrinu að spila ekki leikinn. „Þá þekkir þú Sabrina ekki nógu vel. Hún veit líka að Kobe hefði viljað að hún hefði spilað. Hann sjálfur hefði spilað þennan leik,“ sagði Kelly Graves. Sabrina Ionescu var stigahæst í sínu liði með 19 stig og Oregon vann Oregon State 66-57 Sabrina Ionescu ákvað að spila lokaár sitt með Oregon þrátt fyrir mikinn áhuga frá liðum í WNBA-deildinni. Hún er sú körfuboltakonan sem hefur náð flestum þrennum í sögu háskólaboltans en þær eru núna orðnar 22 eftir að fjórar hafa bæst við í vetur. Sabrina Ionescu er með 15,6 stig, 9,0 fráköst og 8,8 stoðsendingar að meðaltali í leik með Oregon liðinu í vetur og hefur sett stefnuna á að vinna háskólatitilinn í fyrsta sinn í mars. Það þykir afar líklegt að hún verði valin fyrst í næsta nýliðavali WNBA. Sabrina Ionescu mourns her friend Kobe Bryant ahead of her game against Oregon State. pic.twitter.com/urdYuFSNW5— espnW (@espnW) January 26, 2020 Oregon's Sabrina Ionescu was crying before the start of Sunday's game as she mourns the loss of her friend Kobe Bryant https://t.co/D1grMFFz0i— Sports Illustrated (@SInow) January 26, 2020 Sabrina Ionescu has "Forever 24" and "24" written on her shoes. All of the Oregon players have similar writings on their shoes, showing their love for Kobe Bryant. pic.twitter.com/JcTvbbhMoQ— Ethan Wyss (@WyssEthan22) January 26, 2020 Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Körfuboltakonan Sabrina Ionescu hefur verið að gera einstaka hluti með Oregon í bandaríska háskólaboltanum og hefur heldur betur komið skóla sínum á kortið. Sabrina Ionescu og félagar hennar Oregon þurftu að spila leik í gær skömmu eftir að þær fréttu af því að Kobe Bryant og dóttir hann hefðu dáið í þyrluslysi. Sabrina Ionescu þekkti vel Kobe Bryant og dóttur hans Giannu en feðginin voru höfðu mikinn áhuga á hennar leik enda hefur hún allt til alls að verða ein besta körfuboltakona heims. “This season’s for him.” https://t.co/6PGYg7SGXD— USA TODAY Sports (@usatodaysports) January 27, 2020 Sabrina Ionescu gaf kost á stuttu viðtali í leikslok. „Allt sem ég geri það geri ég fyrir hann. Hann var mjög náinn vinur. Þetta tímabil er fyrir hann,“ sagði Sabrina Ionescu. Þjálfari Sabrina Ionescu hjá Oregon segir að hún og Kobe hafi verið í miklu samskiptum og oft haft samskipti nokkrum sinnum í viku. Kobe Bryant og Gianna komu síðast á leik með henni á móti USC í janúar í fyrra þar sem hann talaði við liðið í klefanum eftir leik. Þrátt fyrir áfallið segir þjálfarinn, Kelly Graves, að það hafi aldrei komið til greina hjá Sabrinu að spila ekki leikinn. „Þá þekkir þú Sabrina ekki nógu vel. Hún veit líka að Kobe hefði viljað að hún hefði spilað. Hann sjálfur hefði spilað þennan leik,“ sagði Kelly Graves. Sabrina Ionescu var stigahæst í sínu liði með 19 stig og Oregon vann Oregon State 66-57 Sabrina Ionescu ákvað að spila lokaár sitt með Oregon þrátt fyrir mikinn áhuga frá liðum í WNBA-deildinni. Hún er sú körfuboltakonan sem hefur náð flestum þrennum í sögu háskólaboltans en þær eru núna orðnar 22 eftir að fjórar hafa bæst við í vetur. Sabrina Ionescu er með 15,6 stig, 9,0 fráköst og 8,8 stoðsendingar að meðaltali í leik með Oregon liðinu í vetur og hefur sett stefnuna á að vinna háskólatitilinn í fyrsta sinn í mars. Það þykir afar líklegt að hún verði valin fyrst í næsta nýliðavali WNBA. Sabrina Ionescu mourns her friend Kobe Bryant ahead of her game against Oregon State. pic.twitter.com/urdYuFSNW5— espnW (@espnW) January 26, 2020 Oregon's Sabrina Ionescu was crying before the start of Sunday's game as she mourns the loss of her friend Kobe Bryant https://t.co/D1grMFFz0i— Sports Illustrated (@SInow) January 26, 2020 Sabrina Ionescu has "Forever 24" and "24" written on her shoes. All of the Oregon players have similar writings on their shoes, showing their love for Kobe Bryant. pic.twitter.com/JcTvbbhMoQ— Ethan Wyss (@WyssEthan22) January 26, 2020
Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira