World Class færir sig inn í Kringluna Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. janúar 2020 15:00 Nýja stöðin verður í rýminu sem oftast er kennt við fataverslunina Next. Þar var leikfangaverslunin Kids Coolshop síðast. Vísir/vilhelm Vonir stjórnenda World Class standa til að ný líkamsræktarstöð keðjunnar opni í Kringlunni í lok sumars. World Class rekur nú þegar stöð í Kringlunni 1, andspænis verslunarmiðstöðinni, en til stendur að flytja þorra starfseminnar yfir götuna og í rýmið sem áður hýsti fataverslunina Next. Björn Leifsson, eigandi World Class, segir að nýja stöðin verði á báðum hæðunum í rýminu. Á neðri hæðinni verði tækjasalur og búningsherbergi en á þeirri efri verði komið upp leikfimi og teygju- og upphitunarsvæði. Björn Leifsson, annar frá hægri, ásamt Hafdísi Jónsdóttur við opnun World Class í turninum á Smáratorgi.World Class Þar að auki stendur til að opna útisvæði við stöðina, þar sem áður mátti finna vörumóttöku fyrir verslanir rýmisins. Björn áætlar að þar verði hægt að setja upp um 60 til 70 fermetra verönd, þar sem komið verður upp heitum og köldum pottum auk gufubaðs. Opnunartími til skoðunar World Class fær rýmið afhent um næstu mánaðamót og gerir Björn ráð fyrir að framkvæmdir hefjist skömmu síðar. Ætlunin sé að opna stöðina í lok águst. Stöðin í Kringlunni 1 sé þó ekki á förum strax. Fyrirhugað er að crossfit-kennslan verði áfram á sama stað og að leikfimisalurinn á efri hæðinni verði jafnframt lagður undir crossfit þegar fram líða stundir. Eftir opnun á nýja staðnum verði gamla tækjasalnum síðan breytt í lager. Til að komast inn í nýju stöðina segir Björn að stuðst verði við aðalinnganginn, þannig að ganga þurfi fyrst inn í verslunarmiðstöðina. Fyrirkomulagið verði þannig svipað og í stöð World Class í Smáralind. Aðspurður um hvort stöðin í Kringlunni verði áfram opin allan sólarhringinn segir Björn það vera til skoðunar. Hann útilokar ekki að ný stöð World Class í Vatnsmýri, sem vonir standa til að opni í vor, verði með sólarhringsopnun verði ekki hægt að hafa opið allan sólarhringinn í Kringlunni. Heilsa Neytendur Reykjavík Verslun Tengdar fréttir World Class í Vatnsmýrina Verður á jarðhæð í nýbyggingu Grósku í Vatnsmýrinni við hlið Háskóla Íslands 3. október 2019 16:33 Mest lesið Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
Vonir stjórnenda World Class standa til að ný líkamsræktarstöð keðjunnar opni í Kringlunni í lok sumars. World Class rekur nú þegar stöð í Kringlunni 1, andspænis verslunarmiðstöðinni, en til stendur að flytja þorra starfseminnar yfir götuna og í rýmið sem áður hýsti fataverslunina Next. Björn Leifsson, eigandi World Class, segir að nýja stöðin verði á báðum hæðunum í rýminu. Á neðri hæðinni verði tækjasalur og búningsherbergi en á þeirri efri verði komið upp leikfimi og teygju- og upphitunarsvæði. Björn Leifsson, annar frá hægri, ásamt Hafdísi Jónsdóttur við opnun World Class í turninum á Smáratorgi.World Class Þar að auki stendur til að opna útisvæði við stöðina, þar sem áður mátti finna vörumóttöku fyrir verslanir rýmisins. Björn áætlar að þar verði hægt að setja upp um 60 til 70 fermetra verönd, þar sem komið verður upp heitum og köldum pottum auk gufubaðs. Opnunartími til skoðunar World Class fær rýmið afhent um næstu mánaðamót og gerir Björn ráð fyrir að framkvæmdir hefjist skömmu síðar. Ætlunin sé að opna stöðina í lok águst. Stöðin í Kringlunni 1 sé þó ekki á förum strax. Fyrirhugað er að crossfit-kennslan verði áfram á sama stað og að leikfimisalurinn á efri hæðinni verði jafnframt lagður undir crossfit þegar fram líða stundir. Eftir opnun á nýja staðnum verði gamla tækjasalnum síðan breytt í lager. Til að komast inn í nýju stöðina segir Björn að stuðst verði við aðalinnganginn, þannig að ganga þurfi fyrst inn í verslunarmiðstöðina. Fyrirkomulagið verði þannig svipað og í stöð World Class í Smáralind. Aðspurður um hvort stöðin í Kringlunni verði áfram opin allan sólarhringinn segir Björn það vera til skoðunar. Hann útilokar ekki að ný stöð World Class í Vatnsmýri, sem vonir standa til að opni í vor, verði með sólarhringsopnun verði ekki hægt að hafa opið allan sólarhringinn í Kringlunni.
Heilsa Neytendur Reykjavík Verslun Tengdar fréttir World Class í Vatnsmýrina Verður á jarðhæð í nýbyggingu Grósku í Vatnsmýrinni við hlið Háskóla Íslands 3. október 2019 16:33 Mest lesið Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
World Class í Vatnsmýrina Verður á jarðhæð í nýbyggingu Grósku í Vatnsmýrinni við hlið Háskóla Íslands 3. október 2019 16:33