Enn margt á reiki varðandi meint flugslys Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. janúar 2020 14:52 Þessi mynd er sögð sýna brak vélarinnar sem sögð er hafa hrapað í Afganistan í dag. Vísir/AP Bandaríski herinn hefur blandað sér í rannsókn á flugslysi sem sagt er hafa átt sér stað í Afganistan í dag. Lítið sem ekkert liggur fyrir um afdrif flugvélarinnar. Málið þykir hið undarlegasta en farþegaþota á vegum Ariana, ríkisflugfélags Afganistans, er sögð hafa hrapað til jarðar skömmu eftir hádegi að staðartíma í morgun í Ghazni-héraði.Fréttir af málinu byggðu á staðfestinguþarlendra embættismanna en ríkisflugfélagið sjálft kannast ekki við að flugslys hafi orðið, allar þotur félagsins séu nothæfar og öruggar. Til þess að flækja málið hefur íranskur fjölmiðill birt myndband af flugvél sem haldið er fram að sé sú hin sama og hrapaði í Afganistan. Á myndbandinu má sjá að vélin er merkt bandaríska flughernum. Um er að ræða Bombardier E-11A þotu sem notuð er til að vakta rafræn samskipti.Ghazni-hérað er við rætur Hindu Kush-fjallgarðsins, þar sem veðuraðstæður geta oft verið óblíðar á þessum tíma árs. Brak vélarinnar hafnaði í hverfi sem AP og Reuters segja lúta stjórn Talíbana.Talsmaður bandaríska hersins segir að enn sé óvíst hvaða flugvél hafi hrapað auk þess sem að annar talsmaður hresins sagði að málið væri til rannsóknar, ekki væri hægt að staðfesta að um herflugvél bandaríska hersins væri að ræða.Þá segja flugmálayfirvöld í Afganistan að ekki sé vitað til þess að farþegaþota hafi hrapað. Afganistan Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegaþota sögð hafa hrapað í Afganistan Farþegaþota á vegum Ariana, ríkisflugfélags Afganistans, er sögð hafa hrapað til jarðar skömmu eftir hádegi að staðartíma í morgun. 27. janúar 2020 10:50 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Húsleit gerð hjá utanríkisþjónustu ESB vegna meints misferlis Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Bandaríski herinn hefur blandað sér í rannsókn á flugslysi sem sagt er hafa átt sér stað í Afganistan í dag. Lítið sem ekkert liggur fyrir um afdrif flugvélarinnar. Málið þykir hið undarlegasta en farþegaþota á vegum Ariana, ríkisflugfélags Afganistans, er sögð hafa hrapað til jarðar skömmu eftir hádegi að staðartíma í morgun í Ghazni-héraði.Fréttir af málinu byggðu á staðfestinguþarlendra embættismanna en ríkisflugfélagið sjálft kannast ekki við að flugslys hafi orðið, allar þotur félagsins séu nothæfar og öruggar. Til þess að flækja málið hefur íranskur fjölmiðill birt myndband af flugvél sem haldið er fram að sé sú hin sama og hrapaði í Afganistan. Á myndbandinu má sjá að vélin er merkt bandaríska flughernum. Um er að ræða Bombardier E-11A þotu sem notuð er til að vakta rafræn samskipti.Ghazni-hérað er við rætur Hindu Kush-fjallgarðsins, þar sem veðuraðstæður geta oft verið óblíðar á þessum tíma árs. Brak vélarinnar hafnaði í hverfi sem AP og Reuters segja lúta stjórn Talíbana.Talsmaður bandaríska hersins segir að enn sé óvíst hvaða flugvél hafi hrapað auk þess sem að annar talsmaður hresins sagði að málið væri til rannsóknar, ekki væri hægt að staðfesta að um herflugvél bandaríska hersins væri að ræða.Þá segja flugmálayfirvöld í Afganistan að ekki sé vitað til þess að farþegaþota hafi hrapað.
Afganistan Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegaþota sögð hafa hrapað í Afganistan Farþegaþota á vegum Ariana, ríkisflugfélags Afganistans, er sögð hafa hrapað til jarðar skömmu eftir hádegi að staðartíma í morgun. 27. janúar 2020 10:50 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Húsleit gerð hjá utanríkisþjónustu ESB vegna meints misferlis Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Farþegaþota sögð hafa hrapað í Afganistan Farþegaþota á vegum Ariana, ríkisflugfélags Afganistans, er sögð hafa hrapað til jarðar skömmu eftir hádegi að staðartíma í morgun. 27. janúar 2020 10:50