Kobe Bryant féll frá í gærvöldi og körfuboltaheimurinn sem og aðrir hafa syrgt þennan magnaða íþróttamann.
Bryant sem og átta aðrir létust í þyrluslysi í gærkvöldi en margir hafa vottað samúð sína eftir tíðindin hræðilegu í gær. Þar á meðal tveir bestu knattspyrnumenn heims og Michael Jordan.
Hlynur Bæringsson, einn besti íslenski körfuboltamaðurinn til margra ára, ræddi tíðindin hræðalegu frá því í gær við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka kvöldsins.
„Auðvitað er þetta sjokk fyrir körfuboltaheiminn. Það voru margir sem höfðu fylgst með honum lengi,“ sagði Hlynur í dag.
„Þetta er skelfilegt og lítur sem maður getur sagt til þess að ná utan um þetta. Þetta er hræðilegt.“
— NBA (@NBA) January 27, 2020
Andri Jóhannesson, þyrluflugmaður hjá Landhelgisgæslunni, segir að flugmaðurinn hafi að öllum líkindum verið að fljúga of lágt í erfiðum aðstæðum.
„Það virðist vera að þeir hafi verið að fljúga sjónflug í næstum blindum aðstæðum. Það kemur fram í dag í samskiptum við flugturninn að vélin sé að fljúga of lágt.“
„Þeir sögðust ekki ná honum inn á radar og það þarf lítið til ef menn eru lágt og sjá illa í svona umhverfi. Þeir geta rekist út í hvað sem er.“
„Þá kveiknar mikill eldur og þá brennur skrokkurinn. Hann er fljótur að hverfa eins og kemur fram á þessum myndum,“ sagði Andri.
Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan en ítarlegt viðtal við Hlyn um Kobe má sjá hér að neðan.