Skipti í treyju númer 24 fyrir Kobe Bryant og skoraði 24 stig í sigri 76ers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2020 07:30 Joel Embiid í leiknum í nótt. Getty/Jesse D. Garrabrant Joel Embiid fór fyrir sigri Philadelphia 76ers í sigri á Golden State Warriors í NBA-deildinni í nótt en hann spilaði leikinn fyrir átrúnaðargoðið sitt Kobe Bryant. Joel Embiid fékk sérstakt leyfi hjá bæði NBA-deildinni og Philadelphia 76ers goðsögninni Bobby Jones til að taka niður treyju númer 24 úr röftunum og spila í henni í þessum leik. Wearing No. 24 in honor of Kobe Bryant, Joel Embiid puts up 24 PTS for the @sixers and discusses the impact Kobe had on his life. pic.twitter.com/MudXPrCJM4— NBA (@NBA) January 29, 2020 Allir leikmenn Philadelphia 76ers voru í treyjum 24 og 8 í upphitun fyrir leikinn en Joel Embiid spilaði síðan í treyju 24 í sjálfum leiknum. Hann er vanalega númer 21. Joel Embiid var búinn að missa af níu leikjum í röð vegna meiðsla en sneri nú aftur í liðið. Joel Embiid var síðan með 24 stig og 8 varnarfráköst í leiknum. pic.twitter.com/KFlVtHcCHi — Philadelphia 76ers (@sixers) January 29, 2020 Joel Embiid segist að hann hafi ákveðið að verða körfuboltamaður þegar hann sem táningur í Afríku sá Kobe Bryant spila í lokaúrslitunum 2010. Hann hætti þá í blaki og náði að sannfæra föður sinn um að breyta um íþrótt. „Þetta var snúningspunktur í mínu lífi. Ég sá Kobe spila og eftir það þá vissi ég að ég vildi verða eins og hann,“ sagði Joel Embiid. Nýliðinn Zion Williamson skoraði 14 stig í sínum fyrsta leik utan New Orleans og hjálpaði liði sínu New Orleans Pelicans að vinna 125-111 sigur á Cleveland Cavaliers. Jrue Holiday var stigahæstur hjá liðinu með 26 stig. Khris Middleton scores a career-high 51 PTS as the @Bucks win their 9th consecutive game. pic.twitter.com/r7hKeKKExn— NBA (@NBA) January 29, 2020 Khris Middleton skoraði 51 stig í fjarveru Giannis Antetokounmpo þegar Milwaukee Bucks vann 151-131 sigur á Washington Wizards. Antetokounmpo missti af leiknum vegna meiðsla á öxl en þetta var níundi sigurleikur Bucks liðsins í röð. Devin Booker skoraði 20 af 32 stigum sínum í þriðja leikhluta og Deandre Ayton var með 31 stig þegar Phoenix Suns vann 133-104 útisigur á Dallas Mavericks. Luka Doncic skoraði 21 stig fyrir Dallas.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Dallas Mavericks - Phoenix Suns 104-133 Memphis Grizzlies - Denver Nuggets 104-96 Miami Heat - Boston Celtics 101-109 Milwaukee Bucks - Washington Wizards 151-131 Cleveland Cavaliers - New Orleans Pelicans 111-125 Toronto Raptors - Atlanta Hawks 130-114 Charlotte Hornets - New York Knicks 97-92 Philadelphia 76ers - Golden State Warriors 115-104 Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira
Joel Embiid fór fyrir sigri Philadelphia 76ers í sigri á Golden State Warriors í NBA-deildinni í nótt en hann spilaði leikinn fyrir átrúnaðargoðið sitt Kobe Bryant. Joel Embiid fékk sérstakt leyfi hjá bæði NBA-deildinni og Philadelphia 76ers goðsögninni Bobby Jones til að taka niður treyju númer 24 úr röftunum og spila í henni í þessum leik. Wearing No. 24 in honor of Kobe Bryant, Joel Embiid puts up 24 PTS for the @sixers and discusses the impact Kobe had on his life. pic.twitter.com/MudXPrCJM4— NBA (@NBA) January 29, 2020 Allir leikmenn Philadelphia 76ers voru í treyjum 24 og 8 í upphitun fyrir leikinn en Joel Embiid spilaði síðan í treyju 24 í sjálfum leiknum. Hann er vanalega númer 21. Joel Embiid var búinn að missa af níu leikjum í röð vegna meiðsla en sneri nú aftur í liðið. Joel Embiid var síðan með 24 stig og 8 varnarfráköst í leiknum. pic.twitter.com/KFlVtHcCHi — Philadelphia 76ers (@sixers) January 29, 2020 Joel Embiid segist að hann hafi ákveðið að verða körfuboltamaður þegar hann sem táningur í Afríku sá Kobe Bryant spila í lokaúrslitunum 2010. Hann hætti þá í blaki og náði að sannfæra föður sinn um að breyta um íþrótt. „Þetta var snúningspunktur í mínu lífi. Ég sá Kobe spila og eftir það þá vissi ég að ég vildi verða eins og hann,“ sagði Joel Embiid. Nýliðinn Zion Williamson skoraði 14 stig í sínum fyrsta leik utan New Orleans og hjálpaði liði sínu New Orleans Pelicans að vinna 125-111 sigur á Cleveland Cavaliers. Jrue Holiday var stigahæstur hjá liðinu með 26 stig. Khris Middleton scores a career-high 51 PTS as the @Bucks win their 9th consecutive game. pic.twitter.com/r7hKeKKExn— NBA (@NBA) January 29, 2020 Khris Middleton skoraði 51 stig í fjarveru Giannis Antetokounmpo þegar Milwaukee Bucks vann 151-131 sigur á Washington Wizards. Antetokounmpo missti af leiknum vegna meiðsla á öxl en þetta var níundi sigurleikur Bucks liðsins í röð. Devin Booker skoraði 20 af 32 stigum sínum í þriðja leikhluta og Deandre Ayton var með 31 stig þegar Phoenix Suns vann 133-104 útisigur á Dallas Mavericks. Luka Doncic skoraði 21 stig fyrir Dallas.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Dallas Mavericks - Phoenix Suns 104-133 Memphis Grizzlies - Denver Nuggets 104-96 Miami Heat - Boston Celtics 101-109 Milwaukee Bucks - Washington Wizards 151-131 Cleveland Cavaliers - New Orleans Pelicans 111-125 Toronto Raptors - Atlanta Hawks 130-114 Charlotte Hornets - New York Knicks 97-92 Philadelphia 76ers - Golden State Warriors 115-104
Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira