Mikilvægt að huga að flóttaleiðum út úr höfuðborginni Sylvía Hall skrifar 29. janúar 2020 19:54 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður samgöngunefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður samgöngunefndar Alþingis, segir nú vera tækifæri til þess að ræða flóttaleiðir út úr höfuðborginni í ljósi þeirra jarðhræringa sem eiga sér stað í Svartsengi. Það sé ótækt að einungis Ártúnsbrekkan sé leið út úr borginni til norðurs. „Þetta vekur upp umræðuna sem snýr að flóttaleiðum til að mynda út frá höfuðborgarsvæðinu. Þar hafa menn reglulega bent á að það sé auðvitað ótækt að þar séum við bara með Ártúnsbrekkuna til að tappa af til norður. Umræða um þetta hefur oft tengst Sundabraut, öryggishlutverki hennar, og ég held að það hljóti að koma til umræðu núna sem partur af þessum vangaveltum öllum,“ sagði Bergþór í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Honum þykir umræða um Sundabraut of skammt á veg komin og lítið sem bendi til þess að það mál sé í forgangi. Það sé mikilvægt að ráðist verði í framkvæmdir varðandi Sundabrautina. „Það er í rauninni ótæk staða að verkefni sé ekki einu sinni inni á aðalskipulagi höfuðborgarinnar og maður vonar að þar verði fljótlega breyting á, en mér hefur þótt áhuginn lítill og út frá þessu öryggissjónarmiði þá tel ég þessa stöðu algjörlega ótæka.“ Hann segist þó trúa því að fólk skilji mikilvægi Sundabrautarinnar og það mál verði sett frekar á dagskrá. „Ég svo sem sé ekkert í annars vegar undirbúningsgögnum Reykjavíkurborgar og hins vegar í fyrirliggjandi samgönguáætlun sem bendir til þess að það séu raunhæf plön nema menn slái hressilega í klárinn, sem ég reyndar trúi ekki öðru en að menn séu tilbúnir til að gera.“ Bergþór segir ótækt að Ártúnsbrekkan sé eina leið út úr borginni í norðurátt.Vísir/Vilhelm Slæm staða ef rýma þyrfti höfuðborgina Bergþór nefnir að gera þurfi ráðstafanir ef til náttúruhamfara kæmi á höfuðborgarsvæðinu þar sem erfitt sé að sjá fyrir sér hvernig ætti að leysa úr slíkri stöðu. „Ímyndum okkur einmitt þessa stöðu sem kemur upp við fjölmenn mannamót. Hvernig halda menn að havaríið verði ef að raunverulegar náttúruhamfarir verða og það þurfi að tappa af borginni í heild sinni? Það er staða sem ég held að mjög fáir vilji hugsa til enda við núverandi aðstæður,“ segir hann og bætir við að nú sé tilefni til þess að taka umræðuna. „Þetta á við fleiri samgöngubætur sem hefur verið erfitt að koma í gegn undanfarin ár og misseri. Ég vona að þessi staða úti á Reykjanesi ýti undir það að menn taki þessa umræðu út frá meðal annars almannavarnasjónarmiðum og rýmingarþörfinni fyrir höfuðborgarsvæðið.“ Skynsamlegt að hafa flugvöllinn í Keflavík Aðspurður segist Bergþór telja að heppilegasta staðsetning alþjóðaflugvallar sé áfram í Keflavík. Hann segist hafa ákveðnar efasemdir um ágæti Hvassahrauns í því samhengi en það séu aðrir sérfróðari menn sem skoði þau mál. Þá sé einnig ákjósanlegast að halda innanlandsfluginu í Vatnsmýri. Honum þykir þó skjóta skökku við að Reykjavíkurborg auglýsi lóðir á því svæði á meðan áætlanir geri ráð fyrir áframhaldandi innanlandsflugi í Vatnsmýrinni næstu árin. „[Mér finnst] þetta einhvern veginn rekast heldur illa saman hvað varðar að halda þeim möguleika opnum að flugvöllurinn verði í Vatnsmýrinni […] Í desember vísar samgönguráðherra í flutningsræðu sinni um samgönguáætlun í þetta samkomulag og segir þá, ef ég man rétt, að samningurinn tryggi framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni hið minnsta næstu 15 til 20 ár,“ segir Bergþór. „Á sama tíma horfum við á Reykjavíkurborg auglýsa lóðir þarna við brautarendann.“ Hann segir mikilvægt að skoða samgöngukerfið heildstætt. „Ég held að við verðum að stíga tvo þrjú skref til baka, gefa okkur ráðrúm til þess að skipuleggja samgöngukerfið í heild sinni, bæði gagnvart þessum öryggisþáttum, þar hvar flugið verður til lengri tíma, hvort að innanlandsflugið verði í Vatnsmýrinni eða annars staðar.“ Almannavarnir Reykjavík Reykjavík síðdegis Samgöngur Sundabraut Tengdar fréttir Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi Hratt landris í Svartsengiseldstöðinni, milli Grindavíkur og Bláa lónsins, hefur haldið áfram í dag. Fimm þúsund manns gætu verið innan hættusvæðis, fari svo að eldgos brjótist út. 27. janúar 2020 21:35 Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Það erfiðasta við utanlandsferðina sé að komast upp á Keflavíkurflugvöll Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Sjá meira
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður samgöngunefndar Alþingis, segir nú vera tækifæri til þess að ræða flóttaleiðir út úr höfuðborginni í ljósi þeirra jarðhræringa sem eiga sér stað í Svartsengi. Það sé ótækt að einungis Ártúnsbrekkan sé leið út úr borginni til norðurs. „Þetta vekur upp umræðuna sem snýr að flóttaleiðum til að mynda út frá höfuðborgarsvæðinu. Þar hafa menn reglulega bent á að það sé auðvitað ótækt að þar séum við bara með Ártúnsbrekkuna til að tappa af til norður. Umræða um þetta hefur oft tengst Sundabraut, öryggishlutverki hennar, og ég held að það hljóti að koma til umræðu núna sem partur af þessum vangaveltum öllum,“ sagði Bergþór í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Honum þykir umræða um Sundabraut of skammt á veg komin og lítið sem bendi til þess að það mál sé í forgangi. Það sé mikilvægt að ráðist verði í framkvæmdir varðandi Sundabrautina. „Það er í rauninni ótæk staða að verkefni sé ekki einu sinni inni á aðalskipulagi höfuðborgarinnar og maður vonar að þar verði fljótlega breyting á, en mér hefur þótt áhuginn lítill og út frá þessu öryggissjónarmiði þá tel ég þessa stöðu algjörlega ótæka.“ Hann segist þó trúa því að fólk skilji mikilvægi Sundabrautarinnar og það mál verði sett frekar á dagskrá. „Ég svo sem sé ekkert í annars vegar undirbúningsgögnum Reykjavíkurborgar og hins vegar í fyrirliggjandi samgönguáætlun sem bendir til þess að það séu raunhæf plön nema menn slái hressilega í klárinn, sem ég reyndar trúi ekki öðru en að menn séu tilbúnir til að gera.“ Bergþór segir ótækt að Ártúnsbrekkan sé eina leið út úr borginni í norðurátt.Vísir/Vilhelm Slæm staða ef rýma þyrfti höfuðborgina Bergþór nefnir að gera þurfi ráðstafanir ef til náttúruhamfara kæmi á höfuðborgarsvæðinu þar sem erfitt sé að sjá fyrir sér hvernig ætti að leysa úr slíkri stöðu. „Ímyndum okkur einmitt þessa stöðu sem kemur upp við fjölmenn mannamót. Hvernig halda menn að havaríið verði ef að raunverulegar náttúruhamfarir verða og það þurfi að tappa af borginni í heild sinni? Það er staða sem ég held að mjög fáir vilji hugsa til enda við núverandi aðstæður,“ segir hann og bætir við að nú sé tilefni til þess að taka umræðuna. „Þetta á við fleiri samgöngubætur sem hefur verið erfitt að koma í gegn undanfarin ár og misseri. Ég vona að þessi staða úti á Reykjanesi ýti undir það að menn taki þessa umræðu út frá meðal annars almannavarnasjónarmiðum og rýmingarþörfinni fyrir höfuðborgarsvæðið.“ Skynsamlegt að hafa flugvöllinn í Keflavík Aðspurður segist Bergþór telja að heppilegasta staðsetning alþjóðaflugvallar sé áfram í Keflavík. Hann segist hafa ákveðnar efasemdir um ágæti Hvassahrauns í því samhengi en það séu aðrir sérfróðari menn sem skoði þau mál. Þá sé einnig ákjósanlegast að halda innanlandsfluginu í Vatnsmýri. Honum þykir þó skjóta skökku við að Reykjavíkurborg auglýsi lóðir á því svæði á meðan áætlanir geri ráð fyrir áframhaldandi innanlandsflugi í Vatnsmýrinni næstu árin. „[Mér finnst] þetta einhvern veginn rekast heldur illa saman hvað varðar að halda þeim möguleika opnum að flugvöllurinn verði í Vatnsmýrinni […] Í desember vísar samgönguráðherra í flutningsræðu sinni um samgönguáætlun í þetta samkomulag og segir þá, ef ég man rétt, að samningurinn tryggi framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni hið minnsta næstu 15 til 20 ár,“ segir Bergþór. „Á sama tíma horfum við á Reykjavíkurborg auglýsa lóðir þarna við brautarendann.“ Hann segir mikilvægt að skoða samgöngukerfið heildstætt. „Ég held að við verðum að stíga tvo þrjú skref til baka, gefa okkur ráðrúm til þess að skipuleggja samgöngukerfið í heild sinni, bæði gagnvart þessum öryggisþáttum, þar hvar flugið verður til lengri tíma, hvort að innanlandsflugið verði í Vatnsmýrinni eða annars staðar.“
Almannavarnir Reykjavík Reykjavík síðdegis Samgöngur Sundabraut Tengdar fréttir Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi Hratt landris í Svartsengiseldstöðinni, milli Grindavíkur og Bláa lónsins, hefur haldið áfram í dag. Fimm þúsund manns gætu verið innan hættusvæðis, fari svo að eldgos brjótist út. 27. janúar 2020 21:35 Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Það erfiðasta við utanlandsferðina sé að komast upp á Keflavíkurflugvöll Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Sjá meira
Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi Hratt landris í Svartsengiseldstöðinni, milli Grindavíkur og Bláa lónsins, hefur haldið áfram í dag. Fimm þúsund manns gætu verið innan hættusvæðis, fari svo að eldgos brjótist út. 27. janúar 2020 21:35
Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53