WHO endurskoðar að lýsa yfir neyðarástandi Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2020 23:05 Tedros Adhanom Ghebreyesus og Michael Ryan á blaðamannafundi í dag. EPA/MARTIAL TREZZINI Neyðarnefnd Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, mun koma saman á morgun og endurskoða hvort tilefni sé til að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, segir framgöngu veirunnar undanfarna daga, og þá sérstaklega í nokkrum löndum og með tilliti til smita á milli manna, vera áhyggjuefni. Á blaðamannafundi í dag nefndi hann sérstaklega smit í Þýskalandi, Víetnam og Japan. „Þrátt fyrir að fjöldi smitaðra utan Kína sé enn tiltölulega lítill, er möguleiki á stærri faraldri til staðar,“ sagði Ghebreyesus. Wuhan-veiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV. Í heildina hafa 6.065 smitast, svo staðfest sé, í fimmtán ríkjum. Einungis 70 eru smitaðir utan landamæra Kína og þar segja yfirvöld að 132 hafi látið lífið, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Lang flestir hinna látnu dóu í Hubeihéraði, og höfuðborg héraðsins Wuhan. Talið er að veiran hafi stungið upp kollinum þar. Neyðarnefnd WHO fundaði tvisvar í síðustu viku og neituðu í bæði skiptin að lýsa yfir neyðarástandi. WHO er að setja saman alþjóðlegt teymi sérfræðinga sem munu fara til Kína og vinna með þarlendum sérfræðingum að því að skilja veiruna betur og það hvernig hún smitast. Sjá einnig: Mikilvægum áfanga í baráttunni gegn Wuhan-veirunni náð Michael Ryan, yfirmaður neyðartilfelladeildar WHO, sagði á fundinum í dag að komið væri að mikilvægum tímapunkti í baráttunni við Wuhan-veiruna. Enn væri vel mögulegt að stöðva útbreiðslu veirunnar og hrósaði hann sömuleiðis viðbrögðum yfirvalda Kína. Í frétt BBC af fundinum segir að erfitt sé að vara þeirri spurningu hve banvæn Wuhan-veiran sé. Ekki sé hægt að taka fjölda smitaðra og deila með fjölda látinna. Í fyrsta lagi sé verið að hlúa að smituðum og óvíst er hve margir þeirra muni jafna sig. Þar að auki sé ómögulegt að segja til um raunverulegan fjölda smita enn. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir UNICEF sendir neyðargögn til Kína vegna kórónaveirunnar Unnið var að því í gær í vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn að senda neyðargögn til Kína til að aðstoða yfirvöld þar í landi í baráttunni gegn kórónaveirufaraldrinum þar í landi. 29. janúar 2020 14:45 Unnið eftir áætlun sem gerir ráð fyrir að atvinnulíf skerðist og dánartíðni hækki Ákvörðun hefur verið tekin hér á landi um að vinna eftir landsáætlun fyrir heimsfaraldur inflúensu í tengslum við kórónaveiruna. Þetta var ákveðið á fundi Sóttvarnarlæknis og almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. 29. janúar 2020 13:33 Enn breiðist Wuhan-veiran út Stjórnvöld víða um heim halda áfram að herða aðgerðir vegna útbreiðslu hinnar svokölluðu Wuhan-veiru. Til stendur að setja breska ferðamenn í sóttkví. 29. janúar 2020 19:00 Íslendingar í Peking upplifa sig í stofufangelsi Göturnar eru hálfauðar í Peking þessa dagana. Tæplega hundrað hafa greinst með kórónaveiruna þar. Íslendingar sem búa í borginni upplifa að þeir séu í stofufangelsi enda sé allt lokað í borginni. 29. janúar 2020 19:18 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Neyðarnefnd Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, mun koma saman á morgun og endurskoða hvort tilefni sé til að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, segir framgöngu veirunnar undanfarna daga, og þá sérstaklega í nokkrum löndum og með tilliti til smita á milli manna, vera áhyggjuefni. Á blaðamannafundi í dag nefndi hann sérstaklega smit í Þýskalandi, Víetnam og Japan. „Þrátt fyrir að fjöldi smitaðra utan Kína sé enn tiltölulega lítill, er möguleiki á stærri faraldri til staðar,“ sagði Ghebreyesus. Wuhan-veiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV. Í heildina hafa 6.065 smitast, svo staðfest sé, í fimmtán ríkjum. Einungis 70 eru smitaðir utan landamæra Kína og þar segja yfirvöld að 132 hafi látið lífið, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Lang flestir hinna látnu dóu í Hubeihéraði, og höfuðborg héraðsins Wuhan. Talið er að veiran hafi stungið upp kollinum þar. Neyðarnefnd WHO fundaði tvisvar í síðustu viku og neituðu í bæði skiptin að lýsa yfir neyðarástandi. WHO er að setja saman alþjóðlegt teymi sérfræðinga sem munu fara til Kína og vinna með þarlendum sérfræðingum að því að skilja veiruna betur og það hvernig hún smitast. Sjá einnig: Mikilvægum áfanga í baráttunni gegn Wuhan-veirunni náð Michael Ryan, yfirmaður neyðartilfelladeildar WHO, sagði á fundinum í dag að komið væri að mikilvægum tímapunkti í baráttunni við Wuhan-veiruna. Enn væri vel mögulegt að stöðva útbreiðslu veirunnar og hrósaði hann sömuleiðis viðbrögðum yfirvalda Kína. Í frétt BBC af fundinum segir að erfitt sé að vara þeirri spurningu hve banvæn Wuhan-veiran sé. Ekki sé hægt að taka fjölda smitaðra og deila með fjölda látinna. Í fyrsta lagi sé verið að hlúa að smituðum og óvíst er hve margir þeirra muni jafna sig. Þar að auki sé ómögulegt að segja til um raunverulegan fjölda smita enn.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir UNICEF sendir neyðargögn til Kína vegna kórónaveirunnar Unnið var að því í gær í vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn að senda neyðargögn til Kína til að aðstoða yfirvöld þar í landi í baráttunni gegn kórónaveirufaraldrinum þar í landi. 29. janúar 2020 14:45 Unnið eftir áætlun sem gerir ráð fyrir að atvinnulíf skerðist og dánartíðni hækki Ákvörðun hefur verið tekin hér á landi um að vinna eftir landsáætlun fyrir heimsfaraldur inflúensu í tengslum við kórónaveiruna. Þetta var ákveðið á fundi Sóttvarnarlæknis og almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. 29. janúar 2020 13:33 Enn breiðist Wuhan-veiran út Stjórnvöld víða um heim halda áfram að herða aðgerðir vegna útbreiðslu hinnar svokölluðu Wuhan-veiru. Til stendur að setja breska ferðamenn í sóttkví. 29. janúar 2020 19:00 Íslendingar í Peking upplifa sig í stofufangelsi Göturnar eru hálfauðar í Peking þessa dagana. Tæplega hundrað hafa greinst með kórónaveiruna þar. Íslendingar sem búa í borginni upplifa að þeir séu í stofufangelsi enda sé allt lokað í borginni. 29. janúar 2020 19:18 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
UNICEF sendir neyðargögn til Kína vegna kórónaveirunnar Unnið var að því í gær í vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn að senda neyðargögn til Kína til að aðstoða yfirvöld þar í landi í baráttunni gegn kórónaveirufaraldrinum þar í landi. 29. janúar 2020 14:45
Unnið eftir áætlun sem gerir ráð fyrir að atvinnulíf skerðist og dánartíðni hækki Ákvörðun hefur verið tekin hér á landi um að vinna eftir landsáætlun fyrir heimsfaraldur inflúensu í tengslum við kórónaveiruna. Þetta var ákveðið á fundi Sóttvarnarlæknis og almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. 29. janúar 2020 13:33
Enn breiðist Wuhan-veiran út Stjórnvöld víða um heim halda áfram að herða aðgerðir vegna útbreiðslu hinnar svokölluðu Wuhan-veiru. Til stendur að setja breska ferðamenn í sóttkví. 29. janúar 2020 19:00
Íslendingar í Peking upplifa sig í stofufangelsi Göturnar eru hálfauðar í Peking þessa dagana. Tæplega hundrað hafa greinst með kórónaveiruna þar. Íslendingar sem búa í borginni upplifa að þeir séu í stofufangelsi enda sé allt lokað í borginni. 29. janúar 2020 19:18
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent