Lögðu hald á yfir milljón olíutunnur á leið til Venesúela Andri Eysteinsson skrifar 14. ágúst 2020 20:25 Bella, eitt skipanna sem flutti olíutunnurnar. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna Bandaríkin hafa stöðvað för fjögurra íranskra olíuflutningaskipa sem höfðu sett stefnuna á Suður-Ameríkuríkið Venesúela. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að með hjálp erlendra afla hafi tekist að leggja hald á 1,1 milljónir olíutunna og er það stærsta aðgerð af þessu tagi sem Bandaríkjamenn hafa framkvæmt. Í yfirlýsingu ráðuneytisins segir að eignaupptaka hafi verið framkvæmd á olíusendingu frá IRGC að andvirði fjölda milljóna Bandaríkjadala. IRGC er hluti íranska hersins og hefur Bandaríkjastjórn skilgreint hann sem hryðjuverkasamtök. „Olíutunnurnar eru nú í vörslu Bandaríkjanna,“ sagði í yfirlýsingunni en hvorki var greint frá því hvenær eða hvar aðgerðin fór fram. Dómari í Bandaríkjunum hafði þá veitt stjórnvöldum heimild til aðgerðarinnar eftir dómsmál í síðasta mánuði. Þá hefur sendiherra Írans í Venesúela sagt að hvorki skipin né eigendur þeirra væru íranskir og segir hann, Hojat Soltani, að um áróður sé að ræða. BBC hefur eftir bandarískum embættismönnum að enginn herafli hafi verið notaður við aðgerðirnar þess í stað hafi eigendur skipanna verið beittir viðskiptaþvingunum. Dómsmálaráðuneytið segir þá að skömmu eftir eignaupptökuna hafi írönsk stjórnvöld reynt að svara fyrir sig og reynt að fara um borð í skip sem tengist aðgerðunum ekki. Bandaríkin Íran Venesúela Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Sjá meira
Bandaríkin hafa stöðvað för fjögurra íranskra olíuflutningaskipa sem höfðu sett stefnuna á Suður-Ameríkuríkið Venesúela. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að með hjálp erlendra afla hafi tekist að leggja hald á 1,1 milljónir olíutunna og er það stærsta aðgerð af þessu tagi sem Bandaríkjamenn hafa framkvæmt. Í yfirlýsingu ráðuneytisins segir að eignaupptaka hafi verið framkvæmd á olíusendingu frá IRGC að andvirði fjölda milljóna Bandaríkjadala. IRGC er hluti íranska hersins og hefur Bandaríkjastjórn skilgreint hann sem hryðjuverkasamtök. „Olíutunnurnar eru nú í vörslu Bandaríkjanna,“ sagði í yfirlýsingunni en hvorki var greint frá því hvenær eða hvar aðgerðin fór fram. Dómari í Bandaríkjunum hafði þá veitt stjórnvöldum heimild til aðgerðarinnar eftir dómsmál í síðasta mánuði. Þá hefur sendiherra Írans í Venesúela sagt að hvorki skipin né eigendur þeirra væru íranskir og segir hann, Hojat Soltani, að um áróður sé að ræða. BBC hefur eftir bandarískum embættismönnum að enginn herafli hafi verið notaður við aðgerðirnar þess í stað hafi eigendur skipanna verið beittir viðskiptaþvingunum. Dómsmálaráðuneytið segir þá að skömmu eftir eignaupptökuna hafi írönsk stjórnvöld reynt að svara fyrir sig og reynt að fara um borð í skip sem tengist aðgerðunum ekki.
Bandaríkin Íran Venesúela Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Sjá meira