Kanna þrjár aðrar mögulegar skýringar á hrapi þotunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2020 06:45 Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, leggur hér blóm að minnisvarða sem komið hefur verið upp á alþjóðaflugvellinum í Kænugarði. EPA/STR Írönsk yfirvöld hafa boðið Boeing flugvélaframleiðandanum að vera þátttakandi í rannsókninni á flugslysinu í Teherean fyrr í þessari viku. Þar fórust 176 manns þegar Boeing þota frá úkraínsku flugfélagi hrapaði skömmu eftir flugtak. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar þess að leiðtogar Bandaríkjanna, Kanada og Úkraínu hafa fullyrt að allt bendi til þess að vélinni hafi verið grandað af írönsku flugskeyti. Myndband sem New York Times hefur birt virðist renna stoðum undir þær fullyrðingar en Íranir harðneita fyrir að hafa skotið vélina niður. Vélin fórst nokkrum klukkustundum eftir að Íranir höfðu gert eldflaugaárásir á bandarískar herstöðvar í Írak og segja vestrænu leiðtogarnir að svo virðist sem loftvarnakerfi Írans hafi skotið farþegavélina niður fyrir mistök, haldandi að þar væri á ferð bandarísk herþota að hefna fyrir árásirnar í Írak. Oleksí Danýlov, formaður öryggis- og varnarráðs Úkraínu, segir að auk tilgátunnar um að vélinni hafi verið grandað með flugskeyti væru þrjár aðrar mögulegar skýringar á hrapinu jafnframt til skoðunar: Hvort vélin hafi rekist á dróna eða annan fljúgandi hlut, hvort upp hafi komið tæknileg bilun eða hvort hryðjuverkamenn hafi komið fyrir sprengju inni í vélinni. Danýlov segir einnig að úkraínskir rannsakendur, sem eru nú þegar komnir til Írans, vilji kanna hvort finna megi brot úr loftskeyti á svæðinu þar sem vélin hrapaði. Í hópi rannsakenda er fjöldi einstaklinga sem kom að rannsókninni á hrapi farþegaþotu Malaysian Airlines, MH17, yfir austurhluta Úkraínu árið 2014. 63 landar Justins Trudeau, forsætisráðherra Kanada, fórust með vélinni.EPA/Neil hall Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segist hafa fengið upplýsingar frá „fjölda heimildarmanna“ sem gefi til kynna að vélin hafi verið skotin niður. Henni hafi verið grandað með írönsku flugskeyti af jörðu niðri. Trudeau bætti að sama skapi við að ekki væri talið útilokað að fraþegaþotunni hafi verið grandað fyrir mistök. Mikilvægast væri að ráðast í ítarlega rannsókn á málinu. Kanadamenn ættu skilið skýr svör enda fórust 63 landar þeirra aðfaranótt miðvikudags. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tók í sama streng í gær og sagði Breta vinna náið með stjórnvöldum í Kanada. Bretum hefur verið ráðlagt að ferðast ekki til Írans - „í ljósi upplýsinga sem benda til að flugi UIA 752 haf verið grandað með írönsku loftskeyti og vegna meðfylgjandi ólgu á svæðinu,“ sagði Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, í gærkvöld. Bretland Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld fullyrða að Íranir hafi skotið niður farþegaþotuna sem hrapaði með 176 innanborðs Bæði CNN og breska ríkisútvarpið BBC greina frá því að talið sé að vélin hafi verið skotin niður fyrir mistök. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda neitar ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna. 9. janúar 2020 17:16 Myndband sagt sýna það þegar úkraínska farþegavélin varð fyrir írönsku flugskeyti Vélin er sögð vera stödd fyrir ofan írönsku borgina Parand þar sem farþegaþotan hætti að senda frá sér merki áður skömmu áður en hún hrapaði með 176 manns innanborðs. 9. janúar 2020 21:15 Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Írönsk yfirvöld hafa boðið Boeing flugvélaframleiðandanum að vera þátttakandi í rannsókninni á flugslysinu í Teherean fyrr í þessari viku. Þar fórust 176 manns þegar Boeing þota frá úkraínsku flugfélagi hrapaði skömmu eftir flugtak. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar þess að leiðtogar Bandaríkjanna, Kanada og Úkraínu hafa fullyrt að allt bendi til þess að vélinni hafi verið grandað af írönsku flugskeyti. Myndband sem New York Times hefur birt virðist renna stoðum undir þær fullyrðingar en Íranir harðneita fyrir að hafa skotið vélina niður. Vélin fórst nokkrum klukkustundum eftir að Íranir höfðu gert eldflaugaárásir á bandarískar herstöðvar í Írak og segja vestrænu leiðtogarnir að svo virðist sem loftvarnakerfi Írans hafi skotið farþegavélina niður fyrir mistök, haldandi að þar væri á ferð bandarísk herþota að hefna fyrir árásirnar í Írak. Oleksí Danýlov, formaður öryggis- og varnarráðs Úkraínu, segir að auk tilgátunnar um að vélinni hafi verið grandað með flugskeyti væru þrjár aðrar mögulegar skýringar á hrapinu jafnframt til skoðunar: Hvort vélin hafi rekist á dróna eða annan fljúgandi hlut, hvort upp hafi komið tæknileg bilun eða hvort hryðjuverkamenn hafi komið fyrir sprengju inni í vélinni. Danýlov segir einnig að úkraínskir rannsakendur, sem eru nú þegar komnir til Írans, vilji kanna hvort finna megi brot úr loftskeyti á svæðinu þar sem vélin hrapaði. Í hópi rannsakenda er fjöldi einstaklinga sem kom að rannsókninni á hrapi farþegaþotu Malaysian Airlines, MH17, yfir austurhluta Úkraínu árið 2014. 63 landar Justins Trudeau, forsætisráðherra Kanada, fórust með vélinni.EPA/Neil hall Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segist hafa fengið upplýsingar frá „fjölda heimildarmanna“ sem gefi til kynna að vélin hafi verið skotin niður. Henni hafi verið grandað með írönsku flugskeyti af jörðu niðri. Trudeau bætti að sama skapi við að ekki væri talið útilokað að fraþegaþotunni hafi verið grandað fyrir mistök. Mikilvægast væri að ráðast í ítarlega rannsókn á málinu. Kanadamenn ættu skilið skýr svör enda fórust 63 landar þeirra aðfaranótt miðvikudags. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tók í sama streng í gær og sagði Breta vinna náið með stjórnvöldum í Kanada. Bretum hefur verið ráðlagt að ferðast ekki til Írans - „í ljósi upplýsinga sem benda til að flugi UIA 752 haf verið grandað með írönsku loftskeyti og vegna meðfylgjandi ólgu á svæðinu,“ sagði Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, í gærkvöld.
Bretland Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld fullyrða að Íranir hafi skotið niður farþegaþotuna sem hrapaði með 176 innanborðs Bæði CNN og breska ríkisútvarpið BBC greina frá því að talið sé að vélin hafi verið skotin niður fyrir mistök. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda neitar ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna. 9. janúar 2020 17:16 Myndband sagt sýna það þegar úkraínska farþegavélin varð fyrir írönsku flugskeyti Vélin er sögð vera stödd fyrir ofan írönsku borgina Parand þar sem farþegaþotan hætti að senda frá sér merki áður skömmu áður en hún hrapaði með 176 manns innanborðs. 9. janúar 2020 21:15 Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Bandarísk yfirvöld fullyrða að Íranir hafi skotið niður farþegaþotuna sem hrapaði með 176 innanborðs Bæði CNN og breska ríkisútvarpið BBC greina frá því að talið sé að vélin hafi verið skotin niður fyrir mistök. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda neitar ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna. 9. janúar 2020 17:16
Myndband sagt sýna það þegar úkraínska farþegavélin varð fyrir írönsku flugskeyti Vélin er sögð vera stödd fyrir ofan írönsku borgina Parand þar sem farþegaþotan hætti að senda frá sér merki áður skömmu áður en hún hrapaði með 176 manns innanborðs. 9. janúar 2020 21:15
Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04