Vesturlandsvegi lokað eftir alvarlegt umferðarslys Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2020 11:40 Tengivagn virðist hafa hafnað á tveimur bifreiðum. Vísir/jkj Vesturlandsvegi við Kollafjörð, norðan Mosfellsbæjar, hefur verið lokað vegna alvarlegs umferðarslyss. Að sögn Vegagerðarinnar var veginum lokað að beiðni lögreglu og varir lokunin um óákveðinn tíma. Í samtali við Vísi segir Valgarður Valgarðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að svo virðist sem tengivagn hafi losnað af vörubifreið og lent á tveimur bílum. Mikill viðbúnaður er vegna þessa og lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkralið vinnur nú á vettvangi. Fulltrúi slökkviliðs segir í samtali við Vísi að tvö hafi verið flutt á slysadeild, en hafði ekki nánari upplýsingar um líðan þeirra á þessari stundu. Unnið sé að því að hreinsa brak af vettvangi. Hér að neðan má sjá stutt myndband sem sýnir aðstæður á slysstað. Klippa: Umferðarslys á Vesturlandsvegi við Kollafjörð Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglu klukkan 11:49:„Vesturlandsvegur í norður er lokaður í báðar áttir við hringtorgið við Þingvallaveg vegna umferðarslyss í Kollafirði. Umferð að norðan gengur hægt meðan á vinnu viðbragðsaðila stendur á vettvangi.“ Fréttamaður okkar á vettvangi, Jóhann K. Jóhannsson, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að leiðinlegt veður sé í Kollafirði þessa stundina og vindhraði allt að 20 m/s. Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglu klukkan 14:05 Búið er að opna fyrir umferð um Vesturlandsveg í báðar áttir eftir umferðarslys sem varð í Kollafirði í morgun. Við viljum vara við því að það er búist við sterkum vindhviðum á Kjalarnesi frá hádegi í dag og fram undir kvöld, föstudaginn 10. janúar. Fréttin hefur verið uppfærð. Mikill viðbúnaður er á slysstað.kristján karl Vesturlandsvegi hefur verið lokað bæði til norðurs og suðurs.vísir/jkj Tilkynning Vegagerðarinnar. Reykjavík Samgönguslys Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Sjá meira
Vesturlandsvegi við Kollafjörð, norðan Mosfellsbæjar, hefur verið lokað vegna alvarlegs umferðarslyss. Að sögn Vegagerðarinnar var veginum lokað að beiðni lögreglu og varir lokunin um óákveðinn tíma. Í samtali við Vísi segir Valgarður Valgarðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að svo virðist sem tengivagn hafi losnað af vörubifreið og lent á tveimur bílum. Mikill viðbúnaður er vegna þessa og lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkralið vinnur nú á vettvangi. Fulltrúi slökkviliðs segir í samtali við Vísi að tvö hafi verið flutt á slysadeild, en hafði ekki nánari upplýsingar um líðan þeirra á þessari stundu. Unnið sé að því að hreinsa brak af vettvangi. Hér að neðan má sjá stutt myndband sem sýnir aðstæður á slysstað. Klippa: Umferðarslys á Vesturlandsvegi við Kollafjörð Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglu klukkan 11:49:„Vesturlandsvegur í norður er lokaður í báðar áttir við hringtorgið við Þingvallaveg vegna umferðarslyss í Kollafirði. Umferð að norðan gengur hægt meðan á vinnu viðbragðsaðila stendur á vettvangi.“ Fréttamaður okkar á vettvangi, Jóhann K. Jóhannsson, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að leiðinlegt veður sé í Kollafirði þessa stundina og vindhraði allt að 20 m/s. Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglu klukkan 14:05 Búið er að opna fyrir umferð um Vesturlandsveg í báðar áttir eftir umferðarslys sem varð í Kollafirði í morgun. Við viljum vara við því að það er búist við sterkum vindhviðum á Kjalarnesi frá hádegi í dag og fram undir kvöld, föstudaginn 10. janúar. Fréttin hefur verið uppfærð. Mikill viðbúnaður er á slysstað.kristján karl Vesturlandsvegi hefur verið lokað bæði til norðurs og suðurs.vísir/jkj Tilkynning Vegagerðarinnar.
Reykjavík Samgönguslys Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Sjá meira