Utanríkisráðherra Ísrael frestar heimsókn af öryggisástæðum Sylvía Hall skrifar 12. janúar 2020 11:55 Ekki er vitað hvenær Katz hyggst fara til Dúbaí. Vísir/Getty Israel Katz, utanríkisráðherra Ísrael, hefur frestað heimsókn sinni til Dúbaí sem áætluð var seinna í mánuðinum vegna aukinnar spennu milli Bandaríkjanna og Íran. Ráðherrann átti að vera viðstaddur fund vegna heimssýningarinnar Expo 2020 sem hefst í október á þessu ári. Ástæða frestunarinnar er sögð vera vaxandi spenna milli Bandaríkjanna og Íran og hefur því verið ákveðið að fresta heimsókninni af öryggisástæðum að sögn erindreka sem vitnað er í á vef Reuters. Ekki hefur verið gefið út hvenær ráðherrann hyggst fara til Dúbaí. Þá hefur annar erindreki, sem einnig hefur óskað nafnleyndar, sagt að Ísrael sé að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að Katz verði gerður að skotmarki í hefndaraðgerðum Írana. Á vef New York Times er þó áréttað að umræddur erindreki vísaði ekki í nein sönnunargögn fullyrðingum sínum til stuðnings. Mikil spenna hefur verið í samskiptum Bandaríkjanna og Íran undanfarnar vikur eftir að íranski hershöfðinginn Qasem Soleimani var felldur í loftárás Bandaríkjanna fyrr í mánuðinum. Í kjölfarið skaut íranski herinn eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak en í sömu árás varð úkraínsk farþegaflugvél fyrir skoti fyrir mistök. Bandaríkin Íran Ísrael Tengdar fréttir Handtóku sendiherra Breta í Íran Macaire var í haldi íranskra yfirvalda í þrjá klukkutíma, að sögn breskra yfirvalda. Hann og aðrir starfsmenn sendiráðsins eru sagðir hafa yfirgefið athöfnina þegar mótmæli fóru að brjótast út. 12. janúar 2020 09:44 Mörgum spurningum ósvarað vegna flugvélarinnar Embættismenn í Úkraínu segja að Íranar hefðu mögulega aldrei viðurkennt sök ef úkraínskir rannsakendur hefðu ekki fundið ummerki sprengibrota á braki úr flugvélinni. 11. janúar 2020 22:15 Misvísandi skilaboð frá Íran Forsvarsmenn herafla Íran segjast geta skotið hundruðum eldflauga til viðbótar við þær þrettán sem skotið var frá Íran á herstöðvar í Írak á aðfaranótt miðvikudags. 9. janúar 2020 15:15 Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Israel Katz, utanríkisráðherra Ísrael, hefur frestað heimsókn sinni til Dúbaí sem áætluð var seinna í mánuðinum vegna aukinnar spennu milli Bandaríkjanna og Íran. Ráðherrann átti að vera viðstaddur fund vegna heimssýningarinnar Expo 2020 sem hefst í október á þessu ári. Ástæða frestunarinnar er sögð vera vaxandi spenna milli Bandaríkjanna og Íran og hefur því verið ákveðið að fresta heimsókninni af öryggisástæðum að sögn erindreka sem vitnað er í á vef Reuters. Ekki hefur verið gefið út hvenær ráðherrann hyggst fara til Dúbaí. Þá hefur annar erindreki, sem einnig hefur óskað nafnleyndar, sagt að Ísrael sé að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að Katz verði gerður að skotmarki í hefndaraðgerðum Írana. Á vef New York Times er þó áréttað að umræddur erindreki vísaði ekki í nein sönnunargögn fullyrðingum sínum til stuðnings. Mikil spenna hefur verið í samskiptum Bandaríkjanna og Íran undanfarnar vikur eftir að íranski hershöfðinginn Qasem Soleimani var felldur í loftárás Bandaríkjanna fyrr í mánuðinum. Í kjölfarið skaut íranski herinn eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak en í sömu árás varð úkraínsk farþegaflugvél fyrir skoti fyrir mistök.
Bandaríkin Íran Ísrael Tengdar fréttir Handtóku sendiherra Breta í Íran Macaire var í haldi íranskra yfirvalda í þrjá klukkutíma, að sögn breskra yfirvalda. Hann og aðrir starfsmenn sendiráðsins eru sagðir hafa yfirgefið athöfnina þegar mótmæli fóru að brjótast út. 12. janúar 2020 09:44 Mörgum spurningum ósvarað vegna flugvélarinnar Embættismenn í Úkraínu segja að Íranar hefðu mögulega aldrei viðurkennt sök ef úkraínskir rannsakendur hefðu ekki fundið ummerki sprengibrota á braki úr flugvélinni. 11. janúar 2020 22:15 Misvísandi skilaboð frá Íran Forsvarsmenn herafla Íran segjast geta skotið hundruðum eldflauga til viðbótar við þær þrettán sem skotið var frá Íran á herstöðvar í Írak á aðfaranótt miðvikudags. 9. janúar 2020 15:15 Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Handtóku sendiherra Breta í Íran Macaire var í haldi íranskra yfirvalda í þrjá klukkutíma, að sögn breskra yfirvalda. Hann og aðrir starfsmenn sendiráðsins eru sagðir hafa yfirgefið athöfnina þegar mótmæli fóru að brjótast út. 12. janúar 2020 09:44
Mörgum spurningum ósvarað vegna flugvélarinnar Embættismenn í Úkraínu segja að Íranar hefðu mögulega aldrei viðurkennt sök ef úkraínskir rannsakendur hefðu ekki fundið ummerki sprengibrota á braki úr flugvélinni. 11. janúar 2020 22:15
Misvísandi skilaboð frá Íran Forsvarsmenn herafla Íran segjast geta skotið hundruðum eldflauga til viðbótar við þær þrettán sem skotið var frá Íran á herstöðvar í Írak á aðfaranótt miðvikudags. 9. janúar 2020 15:15
Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09