Vegna aðstæðna á Vestfjörðum hefur verið tekin ákvörðun um að loka skuli fyrir umferð um Flateyrarveg en lokunin var framkvæmd klukkan 13 í dag.
Lögregla og Vegagerðin tóku ákvörðunina í samráði við ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands en í tilkynningu Lögreglunnar á Vestfjörðum segir að staðan verði endurmetin þegar veður á svæðinu skánar.
Víða eru vegir lokaðir á Vestfjarðakjálkanum. Djúpvegurinn er víða ófær, lokað er yfir Steingrímsfjarðarheiði, Hrafnseyrarheiði og um Dynjandisheiði svo einhverjir vegir séu nefndir.
Finna má frekari upplýsingar um lokanir á Vestfjörðum á vef Vegagerðarinnar.
