„Íslendingar vilja ekki spænsku litina” Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. janúar 2020 16:30 „Íslendingar vilja ekki spænsku litina,“ segir Eydna Fossádal fasteignasali og hristir höfuðið yfir Íslendingum sem fúlsa við nýjum og hagstæðum íbúðum í Orihuela á Spáni vegna þess að byggingin er máluð í rauðleitum lit og dökkbláum. Í myndskeiðinu sem hér fylgir úr þætti kvöldsins af Hvar er best að búa? fer Lóa Pind með Guðmundi Þór Sigurbjörnssyni að hitta fasteignasala þar sem hann er að leita að íbúð fyrir íslensk vinahjón. „En þú færð svo mikið fyrir peninginn hér. Og þá hugsa ég: getur maður ekki látið sig hafa þetta,“ segir Eydna hlæjandi og bendir á litina utan á húsinu. Það var samdóma álit allra sem Lóa Pind og Egill Aðalsteinsson myndatökumaður hittu í Íslendinganýlendunni í Orihuela að það væri auðveldara að komast af á Spáni en Íslandi. Enda fasteignaverð lægra, matarverð lægra og þeir sem lifa á eftirlaunum eða örorkulífeyri geta því leyft sér langtum meira þar en á Íslandi. Enda íslenskar tekjur mun hærri en spænskar. Guðný Ingólfsdóttir, einstæð móðir unglingsstúlku, sem rætt er við í þættinum segist geta komist af á 1000 evrum á mánuði. Það eru 137.000 kr. á genginu í dag. Og það þarf víst ekki að segja nokkrum manni að það dygði engan veginn fyrir foreldri á leigumarkaði á Íslandi.Rætt er við fjölda Íslendinga sem búa eða dvelja langdvölum í Orihuela í þætti kvöldsins en best kynnumst við daglegu lífi fjögurra Íslendinga, þeim Ingu Jóhannsdóttur (67 ára), Hilmars B. Jónssonar matreiðslumanns (76 ára) og svo hjónanna Friðbjargar Arnþórsdóttur (57 ára) og Guðmundar Þórs Sigurbjörnssonar (73 ára). Öll eiga þau sína sögu. Friðbjörg var nær dauða en lífi fyrir fáeinum árum en lifir nú eins og blóm í eggi á Spáni. Guðmundur er fyrrverandi smiður og fær rækilega útrás fyrir félagsþörf sína í Íslendingasamfélaginu. Inga sá fram á að neyðast til að fara á leigumarkaðinn í Reykjavík en gat keypt sér þriggja hæða hús í Orihuela og Hilmar, sem starfaði í 12 ár sem kokkur Vigdísar forseta, segir að hann hefði hugsanlega getað skrimt á eftirlaununum á Íslandi en lifi góðu lífi á þeim á Spáni.Íslenskir eftirlaunaþegar, öryrkjar og Íslendingar á vinnumarkaði á Spáni verða til umfjöllunar í fimmta þætti af Hvar er best að búa? á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Í þessari 8 þátta seríu heimsækir Lóa Pind fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Í næstu þáttum kynnumst við fyrrverandi lögregluþjóni og fyrrverandi dönskukennara hjá tölvuleikjarisa á Kýpur, flugvirkja og markþjálfa í Englandi og hjónum sem ákváðu að selja allt sitt og flakka um veröldina á heimasmíðuðum húsbíl.Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður þessa þáttar er Egill Aðalsteinsson, klippingu önnuðust Tumi Bjartur Valdimarsson og Ólafur Þór Chelbat. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2 Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
„Íslendingar vilja ekki spænsku litina,“ segir Eydna Fossádal fasteignasali og hristir höfuðið yfir Íslendingum sem fúlsa við nýjum og hagstæðum íbúðum í Orihuela á Spáni vegna þess að byggingin er máluð í rauðleitum lit og dökkbláum. Í myndskeiðinu sem hér fylgir úr þætti kvöldsins af Hvar er best að búa? fer Lóa Pind með Guðmundi Þór Sigurbjörnssyni að hitta fasteignasala þar sem hann er að leita að íbúð fyrir íslensk vinahjón. „En þú færð svo mikið fyrir peninginn hér. Og þá hugsa ég: getur maður ekki látið sig hafa þetta,“ segir Eydna hlæjandi og bendir á litina utan á húsinu. Það var samdóma álit allra sem Lóa Pind og Egill Aðalsteinsson myndatökumaður hittu í Íslendinganýlendunni í Orihuela að það væri auðveldara að komast af á Spáni en Íslandi. Enda fasteignaverð lægra, matarverð lægra og þeir sem lifa á eftirlaunum eða örorkulífeyri geta því leyft sér langtum meira þar en á Íslandi. Enda íslenskar tekjur mun hærri en spænskar. Guðný Ingólfsdóttir, einstæð móðir unglingsstúlku, sem rætt er við í þættinum segist geta komist af á 1000 evrum á mánuði. Það eru 137.000 kr. á genginu í dag. Og það þarf víst ekki að segja nokkrum manni að það dygði engan veginn fyrir foreldri á leigumarkaði á Íslandi.Rætt er við fjölda Íslendinga sem búa eða dvelja langdvölum í Orihuela í þætti kvöldsins en best kynnumst við daglegu lífi fjögurra Íslendinga, þeim Ingu Jóhannsdóttur (67 ára), Hilmars B. Jónssonar matreiðslumanns (76 ára) og svo hjónanna Friðbjargar Arnþórsdóttur (57 ára) og Guðmundar Þórs Sigurbjörnssonar (73 ára). Öll eiga þau sína sögu. Friðbjörg var nær dauða en lífi fyrir fáeinum árum en lifir nú eins og blóm í eggi á Spáni. Guðmundur er fyrrverandi smiður og fær rækilega útrás fyrir félagsþörf sína í Íslendingasamfélaginu. Inga sá fram á að neyðast til að fara á leigumarkaðinn í Reykjavík en gat keypt sér þriggja hæða hús í Orihuela og Hilmar, sem starfaði í 12 ár sem kokkur Vigdísar forseta, segir að hann hefði hugsanlega getað skrimt á eftirlaununum á Íslandi en lifi góðu lífi á þeim á Spáni.Íslenskir eftirlaunaþegar, öryrkjar og Íslendingar á vinnumarkaði á Spáni verða til umfjöllunar í fimmta þætti af Hvar er best að búa? á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Í þessari 8 þátta seríu heimsækir Lóa Pind fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Í næstu þáttum kynnumst við fyrrverandi lögregluþjóni og fyrrverandi dönskukennara hjá tölvuleikjarisa á Kýpur, flugvirkja og markþjálfa í Englandi og hjónum sem ákváðu að selja allt sitt og flakka um veröldina á heimasmíðuðum húsbíl.Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður þessa þáttar er Egill Aðalsteinsson, klippingu önnuðust Tumi Bjartur Valdimarsson og Ólafur Þór Chelbat. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira