Hafa áhyggjur af pennum með ofskynjunarlyfi sem eru nýjung á fíkniefnamarkaði Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. janúar 2020 19:54 Svokallaðir DMT pennar sem innihalda ofskynjunarlyf eru nýjung á íslenskum fíkniefnamarkaði og ganga kaupum og sölum á netinu. Lögreglan hefur miklar áhyggjur af þróuninni. Um sé að ræða hættulegt eiturlyf sem geti valdið langvarandi heilsutapi. DMT er sterkt ofskynjunarlyf sem svipar til LSD og ofskynjunarsveppa. Annars vegar er hægt að vinna efnið úr plöntum eða búa það til. Upp á síðkastið hefur borið á efninu til sölu á samskiptaappi þar sem fíkniefni ganga kaupum og sölu. Svokallaðir DMT pennar, sem minna á rafrettur, eru þar til sölu. „Það er auðvitað alltaf áhyggjuefni þegar það koma inn tilkynningar eða grunur um að ný efni séu að koma á fíkniefnamarkað,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið ábendingar um að DMT gangi nú kaupum og sölu í Reykjavík. „Það sem við óttumst kannski helst er það að þegar það kemur inn eitthvað nýtt er það látið líta út fyrir að vera eitthvað hættuminna eða eitthvað annað en það raunverulega er. En auðvitað er þarna bara um hættuleg fíkniefni að ræða,“ segir Þórir. Hann segir að lögregla reyni alltaf að fylgjast vel með sölu fíkniefna á netinu og muni fylgjast grannt með þróun neyslu efnisins. Eins og nafnið gefur til kynna kallar neysla þess fram kröftug ofskynjunaráhrif. „Við höfum miklar áhyggjur af þessu,“ segir Þórir. „Þetta er ekki lyf, þetta er eiturlyf og þetta er í raun skylt LSD og er ofskynjunarlyf og er mjög hættulegt og getur í raun og veru valdið langvarandi heilsutapi fyrir þá sem gætu neytt þess. Svo má ekki gleyma því að allt er þetta ólöglegur varningur og getur í raun og veru innihaldið allt á milli himins og jarðar.“ Fíkn Lögreglumál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Svokallaðir DMT pennar sem innihalda ofskynjunarlyf eru nýjung á íslenskum fíkniefnamarkaði og ganga kaupum og sölum á netinu. Lögreglan hefur miklar áhyggjur af þróuninni. Um sé að ræða hættulegt eiturlyf sem geti valdið langvarandi heilsutapi. DMT er sterkt ofskynjunarlyf sem svipar til LSD og ofskynjunarsveppa. Annars vegar er hægt að vinna efnið úr plöntum eða búa það til. Upp á síðkastið hefur borið á efninu til sölu á samskiptaappi þar sem fíkniefni ganga kaupum og sölu. Svokallaðir DMT pennar, sem minna á rafrettur, eru þar til sölu. „Það er auðvitað alltaf áhyggjuefni þegar það koma inn tilkynningar eða grunur um að ný efni séu að koma á fíkniefnamarkað,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið ábendingar um að DMT gangi nú kaupum og sölu í Reykjavík. „Það sem við óttumst kannski helst er það að þegar það kemur inn eitthvað nýtt er það látið líta út fyrir að vera eitthvað hættuminna eða eitthvað annað en það raunverulega er. En auðvitað er þarna bara um hættuleg fíkniefni að ræða,“ segir Þórir. Hann segir að lögregla reyni alltaf að fylgjast vel með sölu fíkniefna á netinu og muni fylgjast grannt með þróun neyslu efnisins. Eins og nafnið gefur til kynna kallar neysla þess fram kröftug ofskynjunaráhrif. „Við höfum miklar áhyggjur af þessu,“ segir Þórir. „Þetta er ekki lyf, þetta er eiturlyf og þetta er í raun skylt LSD og er ofskynjunarlyf og er mjög hættulegt og getur í raun og veru valdið langvarandi heilsutapi fyrir þá sem gætu neytt þess. Svo má ekki gleyma því að allt er þetta ólöglegur varningur og getur í raun og veru innihaldið allt á milli himins og jarðar.“
Fíkn Lögreglumál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira