Bílvelta varð á Kjalarnesi í kvöld. Tveir voru í bílnum en þeir slösuðust ekki og þurfti ekki að flytja neinn á sjúkrahús, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Nánar tiltekið varð slysið við afleggjarann að Bakka við Vesturlandsveg.