Óþekkt veira í Kína líklega ný gerð kórónaveiru Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2020 11:28 Blaðasali í Hong Kong heldur á dagblaði þar sem fjallað er um nýja tegund kórónaveiru. Tilkynnt hefur verið um möguleg smit í Hong Kong, Taívan og Suður-Kóreu. AP/Andy Wong Líklegt er talið að óþekkt öndunarfærasýking sem hefur dregið einn til dauða í Kína sé ný gerð af svonefndri kórónaveiru og sé skyld þeirri sem olli FARS- og MERS-faröldrunum sem urðu hundruðum manna að aldurtila. Smitsjúkdómalæknir segir þó ólíklegt að veiran berist á milli manna. Rúmlega fjörutíu manns hafa smitast af völdum veirunnar í Kína með einkennum sem eru sögð líkjast lungnabólgu. Sýkingin komst fyrst upp í kínversku borginni Wuhan. AP-fréttastofan segir að sjö hafi veikst alvarlega. Rúmlega sextugur karlmaður lést af völdum alvarlegrar lungnabólgu sem var rakin til veirunnar. Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir, sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun rannsóknir bendi til þess að um nýtt afbrigði af kórónaveiru sé að ræða. „Sem er veira sem við kannski þekkjum helst fyrir að valda kvefi, efri öndunarfærasýkningu og lungnabólgum en er veira sem líka kom upp árið 2003 þegar SARS-faraldurinn var. Hún er líka skyld Miðausturlandaveirunni sem hét MERS sem tengdist kameldýrum,“ sagði hún. Tilfellin í Kína segir hún virðast tengjast markaði með lifandi dýr í Wuhan. Markaðinum hafi verið lokað á nýársdag eftir að Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni var tilkynnt um faraldurinn á gamlársdag. Ekki hefur verið greint frá neinum nýjum tilfellum eftir 3.-4. janúar, að sögn Bryndísar. Ólíklegt er að veiran berist á milli manna og sagði Bryndís að hennar tilfinning væri að faraldurinn hefði verið kæfður í fæðingu með snörum viðbrögðum. Hún sé þó áminning um hversu fólk sé berskjaldað fyrir veirum, bæði kóróna- og inflúensuveirunni. Í tilkynningu á vef embættis landlæknis í dag kemur fram að ekki sé talin ástæða til neinna sértækra aðgerða vegna veirunnar og ekki sé ástæða til að takmarka ferðir til Suður-Kína. Einstaklingar sem koma tikl Íslands frá Wuhan með kvef, hósta og hita eru þó beðnir um að upplýsa heilbrigðisstarfsmenn um ferðir sínar. „Ekki er þörf á að allir einstaklingar leiti til heilbrigðiskerfisins sem nýlega hafa verið í Kína og fá kvef eða hósta. Einungis þeir sem veikjast alvarlega eða sem áhyggjur hafa af sínum veikindum leiti til heilbrigðiskerfisins,“ segir í tilkynningunni. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Líklegt er talið að óþekkt öndunarfærasýking sem hefur dregið einn til dauða í Kína sé ný gerð af svonefndri kórónaveiru og sé skyld þeirri sem olli FARS- og MERS-faröldrunum sem urðu hundruðum manna að aldurtila. Smitsjúkdómalæknir segir þó ólíklegt að veiran berist á milli manna. Rúmlega fjörutíu manns hafa smitast af völdum veirunnar í Kína með einkennum sem eru sögð líkjast lungnabólgu. Sýkingin komst fyrst upp í kínversku borginni Wuhan. AP-fréttastofan segir að sjö hafi veikst alvarlega. Rúmlega sextugur karlmaður lést af völdum alvarlegrar lungnabólgu sem var rakin til veirunnar. Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir, sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun rannsóknir bendi til þess að um nýtt afbrigði af kórónaveiru sé að ræða. „Sem er veira sem við kannski þekkjum helst fyrir að valda kvefi, efri öndunarfærasýkningu og lungnabólgum en er veira sem líka kom upp árið 2003 þegar SARS-faraldurinn var. Hún er líka skyld Miðausturlandaveirunni sem hét MERS sem tengdist kameldýrum,“ sagði hún. Tilfellin í Kína segir hún virðast tengjast markaði með lifandi dýr í Wuhan. Markaðinum hafi verið lokað á nýársdag eftir að Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni var tilkynnt um faraldurinn á gamlársdag. Ekki hefur verið greint frá neinum nýjum tilfellum eftir 3.-4. janúar, að sögn Bryndísar. Ólíklegt er að veiran berist á milli manna og sagði Bryndís að hennar tilfinning væri að faraldurinn hefði verið kæfður í fæðingu með snörum viðbrögðum. Hún sé þó áminning um hversu fólk sé berskjaldað fyrir veirum, bæði kóróna- og inflúensuveirunni. Í tilkynningu á vef embættis landlæknis í dag kemur fram að ekki sé talin ástæða til neinna sértækra aðgerða vegna veirunnar og ekki sé ástæða til að takmarka ferðir til Suður-Kína. Einstaklingar sem koma tikl Íslands frá Wuhan með kvef, hósta og hita eru þó beðnir um að upplýsa heilbrigðisstarfsmenn um ferðir sínar. „Ekki er þörf á að allir einstaklingar leiti til heilbrigðiskerfisins sem nýlega hafa verið í Kína og fá kvef eða hósta. Einungis þeir sem veikjast alvarlega eða sem áhyggjur hafa af sínum veikindum leiti til heilbrigðiskerfisins,“ segir í tilkynningunni.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira