Óþekkt veira í Kína líklega ný gerð kórónaveiru Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2020 11:28 Blaðasali í Hong Kong heldur á dagblaði þar sem fjallað er um nýja tegund kórónaveiru. Tilkynnt hefur verið um möguleg smit í Hong Kong, Taívan og Suður-Kóreu. AP/Andy Wong Líklegt er talið að óþekkt öndunarfærasýking sem hefur dregið einn til dauða í Kína sé ný gerð af svonefndri kórónaveiru og sé skyld þeirri sem olli FARS- og MERS-faröldrunum sem urðu hundruðum manna að aldurtila. Smitsjúkdómalæknir segir þó ólíklegt að veiran berist á milli manna. Rúmlega fjörutíu manns hafa smitast af völdum veirunnar í Kína með einkennum sem eru sögð líkjast lungnabólgu. Sýkingin komst fyrst upp í kínversku borginni Wuhan. AP-fréttastofan segir að sjö hafi veikst alvarlega. Rúmlega sextugur karlmaður lést af völdum alvarlegrar lungnabólgu sem var rakin til veirunnar. Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir, sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun rannsóknir bendi til þess að um nýtt afbrigði af kórónaveiru sé að ræða. „Sem er veira sem við kannski þekkjum helst fyrir að valda kvefi, efri öndunarfærasýkningu og lungnabólgum en er veira sem líka kom upp árið 2003 þegar SARS-faraldurinn var. Hún er líka skyld Miðausturlandaveirunni sem hét MERS sem tengdist kameldýrum,“ sagði hún. Tilfellin í Kína segir hún virðast tengjast markaði með lifandi dýr í Wuhan. Markaðinum hafi verið lokað á nýársdag eftir að Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni var tilkynnt um faraldurinn á gamlársdag. Ekki hefur verið greint frá neinum nýjum tilfellum eftir 3.-4. janúar, að sögn Bryndísar. Ólíklegt er að veiran berist á milli manna og sagði Bryndís að hennar tilfinning væri að faraldurinn hefði verið kæfður í fæðingu með snörum viðbrögðum. Hún sé þó áminning um hversu fólk sé berskjaldað fyrir veirum, bæði kóróna- og inflúensuveirunni. Í tilkynningu á vef embættis landlæknis í dag kemur fram að ekki sé talin ástæða til neinna sértækra aðgerða vegna veirunnar og ekki sé ástæða til að takmarka ferðir til Suður-Kína. Einstaklingar sem koma tikl Íslands frá Wuhan með kvef, hósta og hita eru þó beðnir um að upplýsa heilbrigðisstarfsmenn um ferðir sínar. „Ekki er þörf á að allir einstaklingar leiti til heilbrigðiskerfisins sem nýlega hafa verið í Kína og fá kvef eða hósta. Einungis þeir sem veikjast alvarlega eða sem áhyggjur hafa af sínum veikindum leiti til heilbrigðiskerfisins,“ segir í tilkynningunni. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Líklegt er talið að óþekkt öndunarfærasýking sem hefur dregið einn til dauða í Kína sé ný gerð af svonefndri kórónaveiru og sé skyld þeirri sem olli FARS- og MERS-faröldrunum sem urðu hundruðum manna að aldurtila. Smitsjúkdómalæknir segir þó ólíklegt að veiran berist á milli manna. Rúmlega fjörutíu manns hafa smitast af völdum veirunnar í Kína með einkennum sem eru sögð líkjast lungnabólgu. Sýkingin komst fyrst upp í kínversku borginni Wuhan. AP-fréttastofan segir að sjö hafi veikst alvarlega. Rúmlega sextugur karlmaður lést af völdum alvarlegrar lungnabólgu sem var rakin til veirunnar. Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir, sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun rannsóknir bendi til þess að um nýtt afbrigði af kórónaveiru sé að ræða. „Sem er veira sem við kannski þekkjum helst fyrir að valda kvefi, efri öndunarfærasýkningu og lungnabólgum en er veira sem líka kom upp árið 2003 þegar SARS-faraldurinn var. Hún er líka skyld Miðausturlandaveirunni sem hét MERS sem tengdist kameldýrum,“ sagði hún. Tilfellin í Kína segir hún virðast tengjast markaði með lifandi dýr í Wuhan. Markaðinum hafi verið lokað á nýársdag eftir að Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni var tilkynnt um faraldurinn á gamlársdag. Ekki hefur verið greint frá neinum nýjum tilfellum eftir 3.-4. janúar, að sögn Bryndísar. Ólíklegt er að veiran berist á milli manna og sagði Bryndís að hennar tilfinning væri að faraldurinn hefði verið kæfður í fæðingu með snörum viðbrögðum. Hún sé þó áminning um hversu fólk sé berskjaldað fyrir veirum, bæði kóróna- og inflúensuveirunni. Í tilkynningu á vef embættis landlæknis í dag kemur fram að ekki sé talin ástæða til neinna sértækra aðgerða vegna veirunnar og ekki sé ástæða til að takmarka ferðir til Suður-Kína. Einstaklingar sem koma tikl Íslands frá Wuhan með kvef, hósta og hita eru þó beðnir um að upplýsa heilbrigðisstarfsmenn um ferðir sínar. „Ekki er þörf á að allir einstaklingar leiti til heilbrigðiskerfisins sem nýlega hafa verið í Kína og fá kvef eða hósta. Einungis þeir sem veikjast alvarlega eða sem áhyggjur hafa af sínum veikindum leiti til heilbrigðiskerfisins,“ segir í tilkynningunni.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira