Bretar kalla íranska sendiherrann á teppið Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2020 12:44 Íranskir lögreglumenn fylgjast með hópi mótmælenda í Teheran á laugardag. Breski sendiherrann var sakaður um að taka þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum fyrr um daginn. Vísir/AP Íranski sendiherrann í London hefur verið kallaður á teppið til breskra stjórnvalda til að gera grein fyrir því hvers vegna stjórnvöld í Teheran handtóku breska sendiherrann þar um helgina. Írönsk stjórnvöld eru sögð hafa látið skjóta á fólk sem mótmælti þeim í höfuðborginni. Rob Macaire, breski sendiherrann í Teheran, var handtekinn og honum haldið um tíma en írönsk stjórnvöld sökuðu hann um að taka þátt í mótmælum gegn þeim á laugardag. Því hefur Mcaire neitað. Mótmælin brutust út í kjölfar þess að írönsk stjórnvöld viðurkenndu að þau hefðu skotið niður úkraínska farþegaflugvél með 176 manns um borð fyrir mistök. Mótmælendur hafa krafist afsagnar æðstu embættismanna Írans. Talsmaður breska forsætisráðuneytisins segir að Íranir hafi brotið Vínarsáttmálann með handtöku sendiherrans og krafðist rannsóknar. Utanríkisráðuneytið hafi boðað íranska sendiherrann á fund í dag til að koma mótmælum breskra stjórnvalda á framfæri. Vitni segja að írönsk yfirvöld hafi skotið á mótmælendur til að dreifa mannfjölda á Frelsistorgi í Teheran. The Guardian segir að nokkrir hafi særst. Hossein Rahimi, lögreglustjóri í Teheran, neitaði því að fulltrúa hans hefðu skotið á fólkið. Lögregla hafi aftur á móti notað táragas. AP-fréttastofan segist hafa sannreynt myndbönd sem sýna mótmælendur flýja undan táragasi á torginu, konu sem virðist hafa verið skotin í legginn og blóðpolla á gangstétt. Áætlað er að um 300 manns hafi verið drepnir af öryggissveitum þegar mótmæli brutust út gegn stjórnvöld í nóvember. Bretland Íran Tengdar fréttir Mótmælum var fram haldið í Íran í dag Kallað er eftir afsögnum æðstu embættismanna ríkisins eftir að stjórnvöld í landinu viðurkenndu að úkraínska farþegaþotan hafi verið skotin niður fyrir mistök. 12. janúar 2020 20:00 Handtóku sendiherra Breta í Íran Macaire var í haldi íranskra yfirvalda í þrjá klukkutíma, að sögn breskra yfirvalda. Hann og aðrir starfsmenn sendiráðsins eru sagðir hafa yfirgefið athöfnina þegar mótmæli fóru að brjótast út. 12. janúar 2020 09:44 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Íranski sendiherrann í London hefur verið kallaður á teppið til breskra stjórnvalda til að gera grein fyrir því hvers vegna stjórnvöld í Teheran handtóku breska sendiherrann þar um helgina. Írönsk stjórnvöld eru sögð hafa látið skjóta á fólk sem mótmælti þeim í höfuðborginni. Rob Macaire, breski sendiherrann í Teheran, var handtekinn og honum haldið um tíma en írönsk stjórnvöld sökuðu hann um að taka þátt í mótmælum gegn þeim á laugardag. Því hefur Mcaire neitað. Mótmælin brutust út í kjölfar þess að írönsk stjórnvöld viðurkenndu að þau hefðu skotið niður úkraínska farþegaflugvél með 176 manns um borð fyrir mistök. Mótmælendur hafa krafist afsagnar æðstu embættismanna Írans. Talsmaður breska forsætisráðuneytisins segir að Íranir hafi brotið Vínarsáttmálann með handtöku sendiherrans og krafðist rannsóknar. Utanríkisráðuneytið hafi boðað íranska sendiherrann á fund í dag til að koma mótmælum breskra stjórnvalda á framfæri. Vitni segja að írönsk yfirvöld hafi skotið á mótmælendur til að dreifa mannfjölda á Frelsistorgi í Teheran. The Guardian segir að nokkrir hafi særst. Hossein Rahimi, lögreglustjóri í Teheran, neitaði því að fulltrúa hans hefðu skotið á fólkið. Lögregla hafi aftur á móti notað táragas. AP-fréttastofan segist hafa sannreynt myndbönd sem sýna mótmælendur flýja undan táragasi á torginu, konu sem virðist hafa verið skotin í legginn og blóðpolla á gangstétt. Áætlað er að um 300 manns hafi verið drepnir af öryggissveitum þegar mótmæli brutust út gegn stjórnvöld í nóvember.
Bretland Íran Tengdar fréttir Mótmælum var fram haldið í Íran í dag Kallað er eftir afsögnum æðstu embættismanna ríkisins eftir að stjórnvöld í landinu viðurkenndu að úkraínska farþegaþotan hafi verið skotin niður fyrir mistök. 12. janúar 2020 20:00 Handtóku sendiherra Breta í Íran Macaire var í haldi íranskra yfirvalda í þrjá klukkutíma, að sögn breskra yfirvalda. Hann og aðrir starfsmenn sendiráðsins eru sagðir hafa yfirgefið athöfnina þegar mótmæli fóru að brjótast út. 12. janúar 2020 09:44 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Mótmælum var fram haldið í Íran í dag Kallað er eftir afsögnum æðstu embættismanna ríkisins eftir að stjórnvöld í landinu viðurkenndu að úkraínska farþegaþotan hafi verið skotin niður fyrir mistök. 12. janúar 2020 20:00
Handtóku sendiherra Breta í Íran Macaire var í haldi íranskra yfirvalda í þrjá klukkutíma, að sögn breskra yfirvalda. Hann og aðrir starfsmenn sendiráðsins eru sagðir hafa yfirgefið athöfnina þegar mótmæli fóru að brjótast út. 12. janúar 2020 09:44