Elísabet II Bretlandsdrottning segir að lokaákvörðun um framtíðarhlutverk hertogahjónanna af Sussex, þeim Harry Bretaprins og Meghan Markle, hjónanna innan bresku konungsfjölskyldunnar verði tekin á næstu dögum. Drottningin hefur samþykkt sérstakt aðlögunartímabil þar sem hjónakornin muni deila tíma sínum á milli Bretlands og Kanada.
Haldinn var sérstakur krísufundur í Sandringham-höll drottningarinnar í dag þar sem hún sjálf, Karl Bretaprins, Vilhjálmur Bretaprins, Harry og Meghan, sú síðastnefnda símleiðis, ræddu framtíðina eftir óvænta ákvörðun Harry og Meghan þess efnis að þau ætli sér að yfirgefa framlínu bresku konungsfjölskyldunnar og segja sig frá embættisskyldum sínum. Þau greindu jafnframt frá því í yfirlýsingu að þau hyggist verða „fjárhagslega sjálfstæð“.
Í yfirlýsingu frá Elísabetu drottningu segir að hún virði vilja Harry og Meghan til að finna sér ný hlutverk en hefði þó frekar kosið að hlutverk þeirra hefði verið óbreytt.
Á fundinum var samþykkt að hjónin fengu sérstakt aðlögunartímabil. Þá ítrekuðu Harry og Meghan að þau vildu verða fjárhagslega sjálfstæð. Drottningin segir að lokaákvörðun verði tekin á næstu dögum.
„Þetta er flókið mál sem fjölskyldan þarf að leysa og það er ýmislegt eftir. Ég hef þó óskað eftir því að lokaákvörðun verði tekin á næstu dögum,“ segir í yfirlýsingunni.
Harry og Meghan fá aðlögunartímabil

Tengdar fréttir

Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“
Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag.

Konungsfjölskyldan sögð sár og vonsvikin vegna ákvörðunar Meghan og Harry
Svo virðist sem hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hafi hvorki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskyldunni né látið neinn vita af þeir ákvörðun sinni um að draga sig í hlé frá embættisskyldum sínum og fara úr framlínu fjölskyldunnar.

„Krísufundur“ í Sandringham: Ýja að afhjúpandi viðtali fái hertogahjónin ekki sínu framgengt
Bresku dagblöðin greina frá því í dag að hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, hyggist veita ítarlegt sjónvarpsviðtal, fái þau ekki sínu framgengt í viðræðum við Elísabetu Bretadrottningu.

Drottningin leitar lausna á máli Harry og Meghan
Hertogahjónin sögðu sig frá embættisskyldum innan bresku konungsfjölskyldunnar í gær.

Drottningin boðar til fundar vegna Meghan og Harry
Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, eru meðal þeirra sem Elísabet II Englandsdrottning hefur boðað til fundar á morgun til að ræða framtíðarhlutverk þeirra. Í vikunni tilkynntu hjónin um þá ákvörðun sína að þau ætli sér að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar.