Höfuðborgarbörn fái fylgd í skólann og ekkert skólahald í Skagafirði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. janúar 2020 21:51 Staðan á Kjalarnesi. Vísir/Jói K. Veðurspár fyrir kvöldið í kvöld hafa að mestu gengið eftir en appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir stærstan hluta landsins. Allt skólahald hefur verið fellt niður í leik- grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar á morgun og mælst er til þess að foreldrar barna yngri en tólf ára á höfuðborgarsvæinu fylgi börnum í skólann.Appelsínugul viðvörun er í gildi alls staðar á landinu nema á höfuðborgarsvæðinu, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og á Austfjörðum, þar er gul viðvörun látin nægja. Þá eru vegir víða lokaðir, þar með talið þjóðvegur 1 um Kjalarnes og Hellisheiði. Vegunum um Þrengsli og Mosfellsheiði hefur einnig verið lokað og varað er við mjög slæmu skyggni á Reykjanesbraut, en loka þurfti henni um tíma fyrr í kvöld eftir umferðaróhapp. Þá hefur hringveginum verið lokað frá Seljalandsfossi að Vík en mjög hvasst er á Suðausturhorninu samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Þá er hringveginum einnig lokað frá Kirkjubæjarklaustri að Jökulsárlóni. Hefur lögreglan á Suðurlandi biðlað til ferðaþjónustuaðila á svæðinu að láta ferðamenn sem þar kunni að vera vita að ekkert vit sé í því að vera á ferðinni á morgun. Á Norðurlandi hefur veginum um Öxnadalsheiði, Vatnsskarð og Þverárfjall verið lokað auk þess sem að Siglufjarðarvegi og veginum um Ólafsfjarðarmúla er lokað vegna snjóflóðahættu. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Norðurland vestra fram eftir degi á morgun og þar hefurt ekin ákvörðun um að fella allt skólahald í leik- grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar á morgun. Á Vestfjörðum hefur einnig verið hvasst í allan dag og þar hafa velflestir vegir á milli byggðalaga verið lokaðir í dag en nánari upplýsingar um lokanir á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar. Reykjavík Skagafjörður Skóla - og menntamál Veður Tengdar fréttir Víða samgöngutruflanir vegna veðurs: Hellisheiði og Holtavörðuheiði lokaðar Ferðalangar eru beðnir um að fylgjast vel með færð og veðri. 13. janúar 2020 17:22 Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. 13. janúar 2020 13:30 Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. 13. janúar 2020 08:48 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Sjá meira
Veðurspár fyrir kvöldið í kvöld hafa að mestu gengið eftir en appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir stærstan hluta landsins. Allt skólahald hefur verið fellt niður í leik- grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar á morgun og mælst er til þess að foreldrar barna yngri en tólf ára á höfuðborgarsvæinu fylgi börnum í skólann.Appelsínugul viðvörun er í gildi alls staðar á landinu nema á höfuðborgarsvæðinu, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og á Austfjörðum, þar er gul viðvörun látin nægja. Þá eru vegir víða lokaðir, þar með talið þjóðvegur 1 um Kjalarnes og Hellisheiði. Vegunum um Þrengsli og Mosfellsheiði hefur einnig verið lokað og varað er við mjög slæmu skyggni á Reykjanesbraut, en loka þurfti henni um tíma fyrr í kvöld eftir umferðaróhapp. Þá hefur hringveginum verið lokað frá Seljalandsfossi að Vík en mjög hvasst er á Suðausturhorninu samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Þá er hringveginum einnig lokað frá Kirkjubæjarklaustri að Jökulsárlóni. Hefur lögreglan á Suðurlandi biðlað til ferðaþjónustuaðila á svæðinu að láta ferðamenn sem þar kunni að vera vita að ekkert vit sé í því að vera á ferðinni á morgun. Á Norðurlandi hefur veginum um Öxnadalsheiði, Vatnsskarð og Þverárfjall verið lokað auk þess sem að Siglufjarðarvegi og veginum um Ólafsfjarðarmúla er lokað vegna snjóflóðahættu. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Norðurland vestra fram eftir degi á morgun og þar hefurt ekin ákvörðun um að fella allt skólahald í leik- grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar á morgun. Á Vestfjörðum hefur einnig verið hvasst í allan dag og þar hafa velflestir vegir á milli byggðalaga verið lokaðir í dag en nánari upplýsingar um lokanir á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar.
Reykjavík Skagafjörður Skóla - og menntamál Veður Tengdar fréttir Víða samgöngutruflanir vegna veðurs: Hellisheiði og Holtavörðuheiði lokaðar Ferðalangar eru beðnir um að fylgjast vel með færð og veðri. 13. janúar 2020 17:22 Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. 13. janúar 2020 13:30 Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. 13. janúar 2020 08:48 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Sjá meira
Víða samgöngutruflanir vegna veðurs: Hellisheiði og Holtavörðuheiði lokaðar Ferðalangar eru beðnir um að fylgjast vel með færð og veðri. 13. janúar 2020 17:22
Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. 13. janúar 2020 13:30
Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. 13. janúar 2020 08:48