Höfuðborgarbörn fái fylgd í skólann og ekkert skólahald í Skagafirði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. janúar 2020 21:51 Staðan á Kjalarnesi. Vísir/Jói K. Veðurspár fyrir kvöldið í kvöld hafa að mestu gengið eftir en appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir stærstan hluta landsins. Allt skólahald hefur verið fellt niður í leik- grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar á morgun og mælst er til þess að foreldrar barna yngri en tólf ára á höfuðborgarsvæinu fylgi börnum í skólann.Appelsínugul viðvörun er í gildi alls staðar á landinu nema á höfuðborgarsvæðinu, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og á Austfjörðum, þar er gul viðvörun látin nægja. Þá eru vegir víða lokaðir, þar með talið þjóðvegur 1 um Kjalarnes og Hellisheiði. Vegunum um Þrengsli og Mosfellsheiði hefur einnig verið lokað og varað er við mjög slæmu skyggni á Reykjanesbraut, en loka þurfti henni um tíma fyrr í kvöld eftir umferðaróhapp. Þá hefur hringveginum verið lokað frá Seljalandsfossi að Vík en mjög hvasst er á Suðausturhorninu samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Þá er hringveginum einnig lokað frá Kirkjubæjarklaustri að Jökulsárlóni. Hefur lögreglan á Suðurlandi biðlað til ferðaþjónustuaðila á svæðinu að láta ferðamenn sem þar kunni að vera vita að ekkert vit sé í því að vera á ferðinni á morgun. Á Norðurlandi hefur veginum um Öxnadalsheiði, Vatnsskarð og Þverárfjall verið lokað auk þess sem að Siglufjarðarvegi og veginum um Ólafsfjarðarmúla er lokað vegna snjóflóðahættu. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Norðurland vestra fram eftir degi á morgun og þar hefurt ekin ákvörðun um að fella allt skólahald í leik- grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar á morgun. Á Vestfjörðum hefur einnig verið hvasst í allan dag og þar hafa velflestir vegir á milli byggðalaga verið lokaðir í dag en nánari upplýsingar um lokanir á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar. Reykjavík Skagafjörður Skóla - og menntamál Veður Tengdar fréttir Víða samgöngutruflanir vegna veðurs: Hellisheiði og Holtavörðuheiði lokaðar Ferðalangar eru beðnir um að fylgjast vel með færð og veðri. 13. janúar 2020 17:22 Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. 13. janúar 2020 13:30 Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. 13. janúar 2020 08:48 Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Sjá meira
Veðurspár fyrir kvöldið í kvöld hafa að mestu gengið eftir en appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir stærstan hluta landsins. Allt skólahald hefur verið fellt niður í leik- grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar á morgun og mælst er til þess að foreldrar barna yngri en tólf ára á höfuðborgarsvæinu fylgi börnum í skólann.Appelsínugul viðvörun er í gildi alls staðar á landinu nema á höfuðborgarsvæðinu, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og á Austfjörðum, þar er gul viðvörun látin nægja. Þá eru vegir víða lokaðir, þar með talið þjóðvegur 1 um Kjalarnes og Hellisheiði. Vegunum um Þrengsli og Mosfellsheiði hefur einnig verið lokað og varað er við mjög slæmu skyggni á Reykjanesbraut, en loka þurfti henni um tíma fyrr í kvöld eftir umferðaróhapp. Þá hefur hringveginum verið lokað frá Seljalandsfossi að Vík en mjög hvasst er á Suðausturhorninu samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Þá er hringveginum einnig lokað frá Kirkjubæjarklaustri að Jökulsárlóni. Hefur lögreglan á Suðurlandi biðlað til ferðaþjónustuaðila á svæðinu að láta ferðamenn sem þar kunni að vera vita að ekkert vit sé í því að vera á ferðinni á morgun. Á Norðurlandi hefur veginum um Öxnadalsheiði, Vatnsskarð og Þverárfjall verið lokað auk þess sem að Siglufjarðarvegi og veginum um Ólafsfjarðarmúla er lokað vegna snjóflóðahættu. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Norðurland vestra fram eftir degi á morgun og þar hefurt ekin ákvörðun um að fella allt skólahald í leik- grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar á morgun. Á Vestfjörðum hefur einnig verið hvasst í allan dag og þar hafa velflestir vegir á milli byggðalaga verið lokaðir í dag en nánari upplýsingar um lokanir á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar.
Reykjavík Skagafjörður Skóla - og menntamál Veður Tengdar fréttir Víða samgöngutruflanir vegna veðurs: Hellisheiði og Holtavörðuheiði lokaðar Ferðalangar eru beðnir um að fylgjast vel með færð og veðri. 13. janúar 2020 17:22 Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. 13. janúar 2020 13:30 Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. 13. janúar 2020 08:48 Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Sjá meira
Víða samgöngutruflanir vegna veðurs: Hellisheiði og Holtavörðuheiði lokaðar Ferðalangar eru beðnir um að fylgjast vel með færð og veðri. 13. janúar 2020 17:22
Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. 13. janúar 2020 13:30
Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. 13. janúar 2020 08:48