Handtökur vegna flugvélarinnar sem skotin var niður Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2020 10:03 Hassan Rouhani, forseti Íran. Vísir/AP Yfirvöld Íran hafa handtekið ótilgreindan fjölda aðila vegna úkraínsku flugvélarinnar sem skotin var niður skömmu eftir flugtak frá Teheran. 176 létu lífið en Íranar þvertóku í fyrstu fyrir að hafa skotið flugvélina niður í síðustu viku. Þegar vísbendingarnar fóru að hrannast upp viðurkenndu þeir það á laugardaginn og síðan þá hafa umfangsmikil mótmæli farið fram í Íran. Mótmælendur eru reiðir því sem þeir lýsa sem tilraunum yfirvalda til að hylma yfir ástæðu þess að flugvélin fórst. Ríkisfjölmiðill Íran hafði í morgun eftir talsmanni dómsmálaráðuneytisins að „umfangsmiklar rannsóknir hefðu farið fram og einstaklingar hafi verið handteknir“. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar kallaði Hassan Rouhani, forseti Íran, eftir því í morgun að sérstakur dómstóll yrði settur á laggirnar vegna málsins. Hann sagði að heimurinn myndi fylgjast með málinu og lofaði því að yfirvöld Íran myndu fylgja því eftir. Fyrsta góða skrefið hafi verið að viðurkenna að „Ábyrgðin fellur á herðar fleiri en einnar persónu,“ sagði Rouhani og bætti við að refsa ætti öllum sem verði fundnir hafa komið að því. Flugvélin var skotin niður nokkrum klukkustundum eftir að Íranar skutu eldflaugum á herstöðvar í Írak þar sem bandarískir hermenn halda til. Mikill viðbúnaður var í Íran og töldu yfirvöld þar von á hefndarárásum Bandaríkjanna. Um borð í flugvélinni voru farþegar frá mörgum löndum. Flestir þó frá Íran, eða 82. 57 voru frá Kanada en margir þeirra voru með tvöfalt ríkisfang, og ellefu frá Úkraínu. Forsvarsmenn bæði Kanada og Úkraínu hafa kallað eftir opinni og umfangsmikilli rannsókn. Sjá einnig: Mörgum spurningum ósvarað vegna flugvélarinnar Mótmælin í Íran hafa verið leidd af háskólanemum, samkvæmt frétt Reuters, og hafa fregnir borist af því að öryggissveitir hafi tekið mótmælendur föstum tökum og jafnvel skotið mótmælendur til bana. Fyrir um tveimur mánuðum skutu öryggissveitir Íran hundruð mótmælenda til bana er mótmæli, sem talin eru þau umfangsmestu í áratugi, fóru fram víða um landið. Sömu sögu er í raun einnig að segja frá Írak og Líbanon þar sem umfangsmikil mótmæli hafa staðið yfir og sveitir hliðhollar Íran hafa farið hart fram gegn mótmælendum. Írak Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir Mótmælum var fram haldið í Íran í dag Kallað er eftir afsögnum æðstu embættismanna ríkisins eftir að stjórnvöld í landinu viðurkenndu að úkraínska farþegaþotan hafi verið skotin niður fyrir mistök. 12. janúar 2020 20:00 Mótmælendur í Íran kröfðust afsagnar æðstu embættismanna Fjölmenn mótmæli fóru fram í Íran í gærkvöld þar sem krafa var um afsagnir æðstu embættismanna ríkisins. Sendiherra Bretlands í Íran var handtekinn á sama tíma grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. 12. janúar 2020 14:52 Úkraína vill skaðabætur og ítarlega rannsókn Forseti Úkraínu kallaði í yfirlýsingu sinni í dag að Íran hefji ítarlega rannsókn á því að úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður af íranska hernum skömmu eftir brottför frá Tehran. 11. janúar 2020 09:54 Bretar kalla íranska sendiherrann á teppið Írönsk yfirvöld handtóku breska sendiherrann í Teheran á laugardag og sökuðu hann um að taka þátt í mótmælum gegn þeim. 13. janúar 2020 12:44 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Yfirvöld Íran hafa handtekið ótilgreindan fjölda aðila vegna úkraínsku flugvélarinnar sem skotin var niður skömmu eftir flugtak frá Teheran. 176 létu lífið en Íranar þvertóku í fyrstu fyrir að hafa skotið flugvélina niður í síðustu viku. Þegar vísbendingarnar fóru að hrannast upp viðurkenndu þeir það á laugardaginn og síðan þá hafa umfangsmikil mótmæli farið fram í Íran. Mótmælendur eru reiðir því sem þeir lýsa sem tilraunum yfirvalda til að hylma yfir ástæðu þess að flugvélin fórst. Ríkisfjölmiðill Íran hafði í morgun eftir talsmanni dómsmálaráðuneytisins að „umfangsmiklar rannsóknir hefðu farið fram og einstaklingar hafi verið handteknir“. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar kallaði Hassan Rouhani, forseti Íran, eftir því í morgun að sérstakur dómstóll yrði settur á laggirnar vegna málsins. Hann sagði að heimurinn myndi fylgjast með málinu og lofaði því að yfirvöld Íran myndu fylgja því eftir. Fyrsta góða skrefið hafi verið að viðurkenna að „Ábyrgðin fellur á herðar fleiri en einnar persónu,“ sagði Rouhani og bætti við að refsa ætti öllum sem verði fundnir hafa komið að því. Flugvélin var skotin niður nokkrum klukkustundum eftir að Íranar skutu eldflaugum á herstöðvar í Írak þar sem bandarískir hermenn halda til. Mikill viðbúnaður var í Íran og töldu yfirvöld þar von á hefndarárásum Bandaríkjanna. Um borð í flugvélinni voru farþegar frá mörgum löndum. Flestir þó frá Íran, eða 82. 57 voru frá Kanada en margir þeirra voru með tvöfalt ríkisfang, og ellefu frá Úkraínu. Forsvarsmenn bæði Kanada og Úkraínu hafa kallað eftir opinni og umfangsmikilli rannsókn. Sjá einnig: Mörgum spurningum ósvarað vegna flugvélarinnar Mótmælin í Íran hafa verið leidd af háskólanemum, samkvæmt frétt Reuters, og hafa fregnir borist af því að öryggissveitir hafi tekið mótmælendur föstum tökum og jafnvel skotið mótmælendur til bana. Fyrir um tveimur mánuðum skutu öryggissveitir Íran hundruð mótmælenda til bana er mótmæli, sem talin eru þau umfangsmestu í áratugi, fóru fram víða um landið. Sömu sögu er í raun einnig að segja frá Írak og Líbanon þar sem umfangsmikil mótmæli hafa staðið yfir og sveitir hliðhollar Íran hafa farið hart fram gegn mótmælendum.
Írak Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir Mótmælum var fram haldið í Íran í dag Kallað er eftir afsögnum æðstu embættismanna ríkisins eftir að stjórnvöld í landinu viðurkenndu að úkraínska farþegaþotan hafi verið skotin niður fyrir mistök. 12. janúar 2020 20:00 Mótmælendur í Íran kröfðust afsagnar æðstu embættismanna Fjölmenn mótmæli fóru fram í Íran í gærkvöld þar sem krafa var um afsagnir æðstu embættismanna ríkisins. Sendiherra Bretlands í Íran var handtekinn á sama tíma grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. 12. janúar 2020 14:52 Úkraína vill skaðabætur og ítarlega rannsókn Forseti Úkraínu kallaði í yfirlýsingu sinni í dag að Íran hefji ítarlega rannsókn á því að úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður af íranska hernum skömmu eftir brottför frá Tehran. 11. janúar 2020 09:54 Bretar kalla íranska sendiherrann á teppið Írönsk yfirvöld handtóku breska sendiherrann í Teheran á laugardag og sökuðu hann um að taka þátt í mótmælum gegn þeim. 13. janúar 2020 12:44 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Mótmælum var fram haldið í Íran í dag Kallað er eftir afsögnum æðstu embættismanna ríkisins eftir að stjórnvöld í landinu viðurkenndu að úkraínska farþegaþotan hafi verið skotin niður fyrir mistök. 12. janúar 2020 20:00
Mótmælendur í Íran kröfðust afsagnar æðstu embættismanna Fjölmenn mótmæli fóru fram í Íran í gærkvöld þar sem krafa var um afsagnir æðstu embættismanna ríkisins. Sendiherra Bretlands í Íran var handtekinn á sama tíma grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. 12. janúar 2020 14:52
Úkraína vill skaðabætur og ítarlega rannsókn Forseti Úkraínu kallaði í yfirlýsingu sinni í dag að Íran hefji ítarlega rannsókn á því að úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður af íranska hernum skömmu eftir brottför frá Tehran. 11. janúar 2020 09:54
Bretar kalla íranska sendiherrann á teppið Írönsk yfirvöld handtóku breska sendiherrann í Teheran á laugardag og sökuðu hann um að taka þátt í mótmælum gegn þeim. 13. janúar 2020 12:44