Náttúruöflin Drífa Snædal skrifar 17. janúar 2020 14:00 Á fimmtudag skrifuðu flest aðildarfélög innan Starfsgreinasambandsins undir nýjan kjarasamning við sveitarfélögin. Starfsfólk sveitarfélaganna var eðlilega orðið langeygt eftir nýjum samningi enda runnu síðustu samningar út í lok mars 2019. Næstu dögum verður varið í að kynna samninginn og kjósa að lokum um hann. Ég hvet starfsfólk sveitarfélaga til að taka þátt í fyrirhuguðum fundum og atkvæðagreiðslu. En björninn er ekki unninn þó að félög innan SGS hafi samið. Eftir stendur hið risavaxna verkefni að útfæra styttingu vinnutímans innan opinbera geirans, semja við ríkið, auk þess sem Efling stéttarfélag hefur ekki samið við Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélög. Það er eðlilegt að mismunandi áherslur séu á milli mismunandi sveitarfélaga og ólíkar útfærslur á kröfum félagsmanna. Því ber að halda til haga að tilraunverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnutímans tókst vel og það var mikil óánægja þegar verkefninu var hætt. Fleira verður til að hleypa illu blóði í deiluna sem fjallar í grunninn um verðmæti starfa en ekki síður virðingu fyrir starfsfólki. Það er verulegt áhyggjuefni að lítið virðist ganga í samningaviðræðunum þrátt fyrir að atkvæðagreiðsla um verkföll standa fyrir dyrum og lágmarkskrafa að samninganefnd félagsins sé sýnd sú virðing að herða á viðræðunum. En hugur landsmanna hefur verið á Vestfjörðum síðustu daga. Landsmenn önduðu léttar þegar í ljós kom að enginn fórst í snjóflóðunum en eftir standa áhyggjur af framtíð búsetu og atvinnu í þorpunum fyrir vestan. Suðureyri virðist hafa sloppið vel en það er fullt tilefni til að hafa áhyggjur af sjávarútvegi á Flateyri. Þó ekki sé um mörg störf að ræða þá er allur rekstur og öll störf mikilvæg í litlu samfélagi. Ég veit að Verkalýðsfélag Vestfirðinga mun standa þétt við bakið á sínum félagsmönnum í því verkefni sem framundan er. Orð eru frekar máttlaus gagnvart náttúruhamförum en mig langar að gera orð Tomaszar Þórs Verusonar að mínum, en Tomaszi var bjargað úr snjóflóðunum á Súðavík fyrir aldarfjórðungi eftir að hafa verið grafinn í fönn í sólarhring: „Í dag er ég þakklátur. Ég er þakklátur fyrir að ekki fór verr í gær, ég er þakklátur fyrir þær ótrúlegu tækni- og þekkingarframfarir sem hafa átt sér stað hér á landi sem snúa að flóðum, varnargörðum o.fl., ég er þakklátur fyrir varðskipið Þór og þyrlu Landhelgisgæslunnar og þær mögnuðu áhafnir sem standa þar vaktina og að lokum er ég þakklátur fyrir þær ótrúlegu björgunarsveitir sem við eigum.“ Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Á fimmtudag skrifuðu flest aðildarfélög innan Starfsgreinasambandsins undir nýjan kjarasamning við sveitarfélögin. Starfsfólk sveitarfélaganna var eðlilega orðið langeygt eftir nýjum samningi enda runnu síðustu samningar út í lok mars 2019. Næstu dögum verður varið í að kynna samninginn og kjósa að lokum um hann. Ég hvet starfsfólk sveitarfélaga til að taka þátt í fyrirhuguðum fundum og atkvæðagreiðslu. En björninn er ekki unninn þó að félög innan SGS hafi samið. Eftir stendur hið risavaxna verkefni að útfæra styttingu vinnutímans innan opinbera geirans, semja við ríkið, auk þess sem Efling stéttarfélag hefur ekki samið við Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélög. Það er eðlilegt að mismunandi áherslur séu á milli mismunandi sveitarfélaga og ólíkar útfærslur á kröfum félagsmanna. Því ber að halda til haga að tilraunverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnutímans tókst vel og það var mikil óánægja þegar verkefninu var hætt. Fleira verður til að hleypa illu blóði í deiluna sem fjallar í grunninn um verðmæti starfa en ekki síður virðingu fyrir starfsfólki. Það er verulegt áhyggjuefni að lítið virðist ganga í samningaviðræðunum þrátt fyrir að atkvæðagreiðsla um verkföll standa fyrir dyrum og lágmarkskrafa að samninganefnd félagsins sé sýnd sú virðing að herða á viðræðunum. En hugur landsmanna hefur verið á Vestfjörðum síðustu daga. Landsmenn önduðu léttar þegar í ljós kom að enginn fórst í snjóflóðunum en eftir standa áhyggjur af framtíð búsetu og atvinnu í þorpunum fyrir vestan. Suðureyri virðist hafa sloppið vel en það er fullt tilefni til að hafa áhyggjur af sjávarútvegi á Flateyri. Þó ekki sé um mörg störf að ræða þá er allur rekstur og öll störf mikilvæg í litlu samfélagi. Ég veit að Verkalýðsfélag Vestfirðinga mun standa þétt við bakið á sínum félagsmönnum í því verkefni sem framundan er. Orð eru frekar máttlaus gagnvart náttúruhamförum en mig langar að gera orð Tomaszar Þórs Verusonar að mínum, en Tomaszi var bjargað úr snjóflóðunum á Súðavík fyrir aldarfjórðungi eftir að hafa verið grafinn í fönn í sólarhring: „Í dag er ég þakklátur. Ég er þakklátur fyrir að ekki fór verr í gær, ég er þakklátur fyrir þær ótrúlegu tækni- og þekkingarframfarir sem hafa átt sér stað hér á landi sem snúa að flóðum, varnargörðum o.fl., ég er þakklátur fyrir varðskipið Þór og þyrlu Landhelgisgæslunnar og þær mögnuðu áhafnir sem standa þar vaktina og að lokum er ég þakklátur fyrir þær ótrúlegu björgunarsveitir sem við eigum.“ Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar