Lögreglan á Suðurnesjum fann krúttlegan kóp í umdæminu fyrr í dag og var móðir hans hvergi sjáanleg. Ákveðið var að hafa samband við Húsdýragarðinn í Reykjavík til þess að kópurinn gæti fengið þá hjálp sem hann þarf.
Í samtali við fréttastofu staðfesti deildarstjóri Húsdýragarðsins að lögreglan væri búin að hafa samband. Ástand kópsins verður metið þegar hann kemur í garðinn.