Fjögur á gjörgæslu eftir bílslysið á Suðurlandsvegi Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2020 21:15 Þyrla Landhelgisgæslunnar lendir með slasaða í Fossvogi eftir slysið á Suðurlandsvegi í dag. Vísir Fjórir erlendir ferðamenn eru nú á gjörgæslu Landspítalans eftir að hafa lent í hörðum árekstri tveggja bíla á Suðurlandsvegi við Háöldukvísl á Skeiðarársandi síðdegis í dag. Níu ferðamenn frá Frakklandi og Suður-Kóreu voru í bílunum tveimur, jeppa og jeppling. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi. Fljótlega varð ljóst að fjórir væru alvarlega slasaðir, þar af þrjú börn, en hinir talsvert minna. Tveir ferðamannanna voru svo fluttir á spítala í sjúkrabíl. Eins og áður segir liggja fjórir þeirra sem komu með þyrlunum nú á gjörgæslu. Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum segir að hinir þrír séu í rannsóknum og meðferð á bráðamóttöku. Þeir eru minna slasaðir. Vel gekk að taka á móti ferðamönnunum, að sögn Jóns Magnúsar. Hann kveðst ekki vita hvað fólkið verði lengi á spítalanum en líklega verði það í eftirliti yfir nótt. „Það skiptir sköpum að við höfum getað opnað þessi sjö viðbótarrými á efri hæð bráðamóttökunnar.“ Frá vettvangi slyssins í dag.Landhelgisgæslan Hópslysaáætlun var virkjuð þegar tilkynning barst um slysið skömmu fyrir klukkan tvö í dag og Suðurlandsvegi lokað við slysstað. Opnað var fyrir umferð um veginn á ný um kvöldmatarleytið. Tildrög slyssins eru enn ekki alveg ljós. Grímur Hergerisson settur lögreglustjóri á Suðurlandi sagði þó í samtali við Vísi snemma í kvöld að svo virðist sem annar bíllinn hafi farið yfir á öfugan vegarhelming og lent framan á hinum bílnum, sem kom úr gagnstæðri átt. Börnin sem slösuðust alvarlega í slysinu voru öll í öðrum bílnum. Hornafjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Hlúðu að sautján ferðamönnum sem komu að slysinu Opnuð var fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri þar sem farþegunum var sinnt. 17. janúar 2020 18:53 Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12 Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Fjórir erlendir ferðamenn eru nú á gjörgæslu Landspítalans eftir að hafa lent í hörðum árekstri tveggja bíla á Suðurlandsvegi við Háöldukvísl á Skeiðarársandi síðdegis í dag. Níu ferðamenn frá Frakklandi og Suður-Kóreu voru í bílunum tveimur, jeppa og jeppling. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi. Fljótlega varð ljóst að fjórir væru alvarlega slasaðir, þar af þrjú börn, en hinir talsvert minna. Tveir ferðamannanna voru svo fluttir á spítala í sjúkrabíl. Eins og áður segir liggja fjórir þeirra sem komu með þyrlunum nú á gjörgæslu. Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum segir að hinir þrír séu í rannsóknum og meðferð á bráðamóttöku. Þeir eru minna slasaðir. Vel gekk að taka á móti ferðamönnunum, að sögn Jóns Magnúsar. Hann kveðst ekki vita hvað fólkið verði lengi á spítalanum en líklega verði það í eftirliti yfir nótt. „Það skiptir sköpum að við höfum getað opnað þessi sjö viðbótarrými á efri hæð bráðamóttökunnar.“ Frá vettvangi slyssins í dag.Landhelgisgæslan Hópslysaáætlun var virkjuð þegar tilkynning barst um slysið skömmu fyrir klukkan tvö í dag og Suðurlandsvegi lokað við slysstað. Opnað var fyrir umferð um veginn á ný um kvöldmatarleytið. Tildrög slyssins eru enn ekki alveg ljós. Grímur Hergerisson settur lögreglustjóri á Suðurlandi sagði þó í samtali við Vísi snemma í kvöld að svo virðist sem annar bíllinn hafi farið yfir á öfugan vegarhelming og lent framan á hinum bílnum, sem kom úr gagnstæðri átt. Börnin sem slösuðust alvarlega í slysinu voru öll í öðrum bílnum.
Hornafjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Hlúðu að sautján ferðamönnum sem komu að slysinu Opnuð var fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri þar sem farþegunum var sinnt. 17. janúar 2020 18:53 Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12 Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Hlúðu að sautján ferðamönnum sem komu að slysinu Opnuð var fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri þar sem farþegunum var sinnt. 17. janúar 2020 18:53
Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12
Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08