Fjögur á gjörgæslu eftir bílslysið á Suðurlandsvegi Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2020 21:15 Þyrla Landhelgisgæslunnar lendir með slasaða í Fossvogi eftir slysið á Suðurlandsvegi í dag. Vísir Fjórir erlendir ferðamenn eru nú á gjörgæslu Landspítalans eftir að hafa lent í hörðum árekstri tveggja bíla á Suðurlandsvegi við Háöldukvísl á Skeiðarársandi síðdegis í dag. Níu ferðamenn frá Frakklandi og Suður-Kóreu voru í bílunum tveimur, jeppa og jeppling. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi. Fljótlega varð ljóst að fjórir væru alvarlega slasaðir, þar af þrjú börn, en hinir talsvert minna. Tveir ferðamannanna voru svo fluttir á spítala í sjúkrabíl. Eins og áður segir liggja fjórir þeirra sem komu með þyrlunum nú á gjörgæslu. Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum segir að hinir þrír séu í rannsóknum og meðferð á bráðamóttöku. Þeir eru minna slasaðir. Vel gekk að taka á móti ferðamönnunum, að sögn Jóns Magnúsar. Hann kveðst ekki vita hvað fólkið verði lengi á spítalanum en líklega verði það í eftirliti yfir nótt. „Það skiptir sköpum að við höfum getað opnað þessi sjö viðbótarrými á efri hæð bráðamóttökunnar.“ Frá vettvangi slyssins í dag.Landhelgisgæslan Hópslysaáætlun var virkjuð þegar tilkynning barst um slysið skömmu fyrir klukkan tvö í dag og Suðurlandsvegi lokað við slysstað. Opnað var fyrir umferð um veginn á ný um kvöldmatarleytið. Tildrög slyssins eru enn ekki alveg ljós. Grímur Hergerisson settur lögreglustjóri á Suðurlandi sagði þó í samtali við Vísi snemma í kvöld að svo virðist sem annar bíllinn hafi farið yfir á öfugan vegarhelming og lent framan á hinum bílnum, sem kom úr gagnstæðri átt. Börnin sem slösuðust alvarlega í slysinu voru öll í öðrum bílnum. Hornafjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Hlúðu að sautján ferðamönnum sem komu að slysinu Opnuð var fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri þar sem farþegunum var sinnt. 17. janúar 2020 18:53 Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12 Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Fjórir erlendir ferðamenn eru nú á gjörgæslu Landspítalans eftir að hafa lent í hörðum árekstri tveggja bíla á Suðurlandsvegi við Háöldukvísl á Skeiðarársandi síðdegis í dag. Níu ferðamenn frá Frakklandi og Suður-Kóreu voru í bílunum tveimur, jeppa og jeppling. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi. Fljótlega varð ljóst að fjórir væru alvarlega slasaðir, þar af þrjú börn, en hinir talsvert minna. Tveir ferðamannanna voru svo fluttir á spítala í sjúkrabíl. Eins og áður segir liggja fjórir þeirra sem komu með þyrlunum nú á gjörgæslu. Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum segir að hinir þrír séu í rannsóknum og meðferð á bráðamóttöku. Þeir eru minna slasaðir. Vel gekk að taka á móti ferðamönnunum, að sögn Jóns Magnúsar. Hann kveðst ekki vita hvað fólkið verði lengi á spítalanum en líklega verði það í eftirliti yfir nótt. „Það skiptir sköpum að við höfum getað opnað þessi sjö viðbótarrými á efri hæð bráðamóttökunnar.“ Frá vettvangi slyssins í dag.Landhelgisgæslan Hópslysaáætlun var virkjuð þegar tilkynning barst um slysið skömmu fyrir klukkan tvö í dag og Suðurlandsvegi lokað við slysstað. Opnað var fyrir umferð um veginn á ný um kvöldmatarleytið. Tildrög slyssins eru enn ekki alveg ljós. Grímur Hergerisson settur lögreglustjóri á Suðurlandi sagði þó í samtali við Vísi snemma í kvöld að svo virðist sem annar bíllinn hafi farið yfir á öfugan vegarhelming og lent framan á hinum bílnum, sem kom úr gagnstæðri átt. Börnin sem slösuðust alvarlega í slysinu voru öll í öðrum bílnum.
Hornafjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Hlúðu að sautján ferðamönnum sem komu að slysinu Opnuð var fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri þar sem farþegunum var sinnt. 17. janúar 2020 18:53 Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12 Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Hlúðu að sautján ferðamönnum sem komu að slysinu Opnuð var fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri þar sem farþegunum var sinnt. 17. janúar 2020 18:53
Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12
Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08