Fjögur á gjörgæslu eftir bílslysið á Suðurlandsvegi Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2020 21:15 Þyrla Landhelgisgæslunnar lendir með slasaða í Fossvogi eftir slysið á Suðurlandsvegi í dag. Vísir Fjórir erlendir ferðamenn eru nú á gjörgæslu Landspítalans eftir að hafa lent í hörðum árekstri tveggja bíla á Suðurlandsvegi við Háöldukvísl á Skeiðarársandi síðdegis í dag. Níu ferðamenn frá Frakklandi og Suður-Kóreu voru í bílunum tveimur, jeppa og jeppling. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi. Fljótlega varð ljóst að fjórir væru alvarlega slasaðir, þar af þrjú börn, en hinir talsvert minna. Tveir ferðamannanna voru svo fluttir á spítala í sjúkrabíl. Eins og áður segir liggja fjórir þeirra sem komu með þyrlunum nú á gjörgæslu. Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum segir að hinir þrír séu í rannsóknum og meðferð á bráðamóttöku. Þeir eru minna slasaðir. Vel gekk að taka á móti ferðamönnunum, að sögn Jóns Magnúsar. Hann kveðst ekki vita hvað fólkið verði lengi á spítalanum en líklega verði það í eftirliti yfir nótt. „Það skiptir sköpum að við höfum getað opnað þessi sjö viðbótarrými á efri hæð bráðamóttökunnar.“ Frá vettvangi slyssins í dag.Landhelgisgæslan Hópslysaáætlun var virkjuð þegar tilkynning barst um slysið skömmu fyrir klukkan tvö í dag og Suðurlandsvegi lokað við slysstað. Opnað var fyrir umferð um veginn á ný um kvöldmatarleytið. Tildrög slyssins eru enn ekki alveg ljós. Grímur Hergerisson settur lögreglustjóri á Suðurlandi sagði þó í samtali við Vísi snemma í kvöld að svo virðist sem annar bíllinn hafi farið yfir á öfugan vegarhelming og lent framan á hinum bílnum, sem kom úr gagnstæðri átt. Börnin sem slösuðust alvarlega í slysinu voru öll í öðrum bílnum. Hornafjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Hlúðu að sautján ferðamönnum sem komu að slysinu Opnuð var fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri þar sem farþegunum var sinnt. 17. janúar 2020 18:53 Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12 Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Fjórir erlendir ferðamenn eru nú á gjörgæslu Landspítalans eftir að hafa lent í hörðum árekstri tveggja bíla á Suðurlandsvegi við Háöldukvísl á Skeiðarársandi síðdegis í dag. Níu ferðamenn frá Frakklandi og Suður-Kóreu voru í bílunum tveimur, jeppa og jeppling. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi. Fljótlega varð ljóst að fjórir væru alvarlega slasaðir, þar af þrjú börn, en hinir talsvert minna. Tveir ferðamannanna voru svo fluttir á spítala í sjúkrabíl. Eins og áður segir liggja fjórir þeirra sem komu með þyrlunum nú á gjörgæslu. Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum segir að hinir þrír séu í rannsóknum og meðferð á bráðamóttöku. Þeir eru minna slasaðir. Vel gekk að taka á móti ferðamönnunum, að sögn Jóns Magnúsar. Hann kveðst ekki vita hvað fólkið verði lengi á spítalanum en líklega verði það í eftirliti yfir nótt. „Það skiptir sköpum að við höfum getað opnað þessi sjö viðbótarrými á efri hæð bráðamóttökunnar.“ Frá vettvangi slyssins í dag.Landhelgisgæslan Hópslysaáætlun var virkjuð þegar tilkynning barst um slysið skömmu fyrir klukkan tvö í dag og Suðurlandsvegi lokað við slysstað. Opnað var fyrir umferð um veginn á ný um kvöldmatarleytið. Tildrög slyssins eru enn ekki alveg ljós. Grímur Hergerisson settur lögreglustjóri á Suðurlandi sagði þó í samtali við Vísi snemma í kvöld að svo virðist sem annar bíllinn hafi farið yfir á öfugan vegarhelming og lent framan á hinum bílnum, sem kom úr gagnstæðri átt. Börnin sem slösuðust alvarlega í slysinu voru öll í öðrum bílnum.
Hornafjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Hlúðu að sautján ferðamönnum sem komu að slysinu Opnuð var fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri þar sem farþegunum var sinnt. 17. janúar 2020 18:53 Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12 Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Hlúðu að sautján ferðamönnum sem komu að slysinu Opnuð var fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri þar sem farþegunum var sinnt. 17. janúar 2020 18:53
Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Viðbragðsaðilar á Suðurlandi eru nú á leið á vettvang alvarlegs bílslyss sem varð á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan 14 í dag. 17. janúar 2020 14:12
Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08