Kjarasamningur SGS og sveitarfélaganna Flosi Eiríksson skrifar 18. janúar 2020 12:06 Samninganefnd Starfsgreinasambandsins (SGS) skrifaði undir, fyrir hönd 17 aðildarfélaga sinna, undir nýja kjarasamning við sveitarfélögin síðastliðinn fimmtudag. Samningar milli aðila hafa verið lausir í tæpa 10 mánuði og er það með öllu óásættanlegt að samningaviðræður hafi svo tekið allan þennan tíma. Ekki er ástæða til að rekja hér gang viðræðnanna en það er þó rétt að halda til að haga að afstaða sveitarfélaganna til kröfu SGS um jöfnun lífeyrisréttinda stöðvaði viðræður um tíma, og leiddi m.a. af sér málaferli fyrir félagsdómi og Hæstarétti. Vinna í vaktavinnuhóp allra aðila á opinberum markaði sem er ætlað að koma með tillögur um breytingar á því sviði hefur líka tekið alltof langan tíma. Þar hefur samninganefnd ríkisins ekki sinnt sínu forystuhlutverki og bera fulla ábyrgð á þeim drætti. SGS taldi að ekki væri hægt að láta fólk bíða eftir launahækkunum þangað til að það kæmi niðurstaða í þeim málum. Helstu atriðin í nýja kjarasamningnum eru: • Laun hækka um 90.000 kr. á tímabilinu 1. janúar 2020 til 1. janúar 2022. Þann 1. janúar 2023 hækka laun í samræmi við hækkanir á almennum vinnumarkaði. • Lágmarksorlof hjá öllum starfsmönnum verður 30 dagar. • Markviss skref til styttingar vinnuvikunnar. Frá 1. janúar 2021 styttist vinnuvikan um samtals 65 mínútur fyrir fólk í fullu starfi. • Stofnaður verður sérstakur Félagsmannasjóður með það markmið að stíga skref til jöfnunar lífeyrisréttinda milli starfsmanna á almennum vinnumarkaði og opinberra starfsmanna. Atvinnurekandi greiðir mánaðarlegt framlag í sjóðinn sem nemur 1,5% af heildarlaunum félagsmanna og er úthlutað úr sjóðnum 1. febrúar ár hvert. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum verður nú í ár og fá allir félagsmenn í fullu starfi greiddar 61.000 kr. Starfsmenn sem eru ekki í fullu starfi fá greiðslu miðað við starfstíma og starfshlutfall. • Tekið er upp nýtt ákvæði að félagsmenn sem starfað hafa samfellt í 3 ár geta fengið launað leyfi í samtals í þrjá mánuði til að stunda viðurkennt starfsnám. • Hér hefur bara verið drepið á nokkur atriði í samningum en í honum eru fjölmörg önnur atriði sem bæta kjör og stöðu okkar féalgsmanna. Hægt er að kynna sér samninginn í heild á heimasíðu SGS (sgs.is) eða hjá einstökum félögum. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst 3. febrúar og líkur 9. febrúar. Ég vil hvetja alla félagsmenn sem starfa eftir þessum samningi að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Samninganefnd Starfsgreinasambandsins (SGS) skrifaði undir, fyrir hönd 17 aðildarfélaga sinna, undir nýja kjarasamning við sveitarfélögin síðastliðinn fimmtudag. Samningar milli aðila hafa verið lausir í tæpa 10 mánuði og er það með öllu óásættanlegt að samningaviðræður hafi svo tekið allan þennan tíma. Ekki er ástæða til að rekja hér gang viðræðnanna en það er þó rétt að halda til að haga að afstaða sveitarfélaganna til kröfu SGS um jöfnun lífeyrisréttinda stöðvaði viðræður um tíma, og leiddi m.a. af sér málaferli fyrir félagsdómi og Hæstarétti. Vinna í vaktavinnuhóp allra aðila á opinberum markaði sem er ætlað að koma með tillögur um breytingar á því sviði hefur líka tekið alltof langan tíma. Þar hefur samninganefnd ríkisins ekki sinnt sínu forystuhlutverki og bera fulla ábyrgð á þeim drætti. SGS taldi að ekki væri hægt að láta fólk bíða eftir launahækkunum þangað til að það kæmi niðurstaða í þeim málum. Helstu atriðin í nýja kjarasamningnum eru: • Laun hækka um 90.000 kr. á tímabilinu 1. janúar 2020 til 1. janúar 2022. Þann 1. janúar 2023 hækka laun í samræmi við hækkanir á almennum vinnumarkaði. • Lágmarksorlof hjá öllum starfsmönnum verður 30 dagar. • Markviss skref til styttingar vinnuvikunnar. Frá 1. janúar 2021 styttist vinnuvikan um samtals 65 mínútur fyrir fólk í fullu starfi. • Stofnaður verður sérstakur Félagsmannasjóður með það markmið að stíga skref til jöfnunar lífeyrisréttinda milli starfsmanna á almennum vinnumarkaði og opinberra starfsmanna. Atvinnurekandi greiðir mánaðarlegt framlag í sjóðinn sem nemur 1,5% af heildarlaunum félagsmanna og er úthlutað úr sjóðnum 1. febrúar ár hvert. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum verður nú í ár og fá allir félagsmenn í fullu starfi greiddar 61.000 kr. Starfsmenn sem eru ekki í fullu starfi fá greiðslu miðað við starfstíma og starfshlutfall. • Tekið er upp nýtt ákvæði að félagsmenn sem starfað hafa samfellt í 3 ár geta fengið launað leyfi í samtals í þrjá mánuði til að stunda viðurkennt starfsnám. • Hér hefur bara verið drepið á nokkur atriði í samningum en í honum eru fjölmörg önnur atriði sem bæta kjör og stöðu okkar féalgsmanna. Hægt er að kynna sér samninginn í heild á heimasíðu SGS (sgs.is) eða hjá einstökum félögum. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst 3. febrúar og líkur 9. febrúar. Ég vil hvetja alla félagsmenn sem starfa eftir þessum samningi að taka þátt í atkvæðagreiðslunni.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun