Málverk eftir Klimt sem stolið var fyrir 23 árum fundið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. janúar 2020 13:56 Málverkið eftir Klimt fannst í byrjun desember síðastliðnum. getty/DeAgostini Málverk eftir austurríska listmálarann Gustav Klimt fannst fyrir tilviljun á dögunum en því var stolið fyrir tæpum 23 árum. Þetta staðfestu ítölsk yfirvöld. Málverkinu, sem er þekkt sem Portrait of a Lady, var stolið af listasafni í borginni Piacenza árið 1997. Talið var að málverkið væri endanlega horfið þar til garðyrkjumenn fundu það falið inn í útvegg sama listasafns og því var stolið af. Garðyrkjumennirnir römbuðu á málverkið þegar þeir voru að hreinsa bergfléttur af útvegnum. Málverkið er metið 60 milljóna evra virði, sem samsvarar tæpum 8,2 milljörðum íslenskra króna. Hvers vegna málverkið var skilið eftir inni í veggnum er enn ekki vitað. Saksóknarinn Ornella Chicca sagði að málverkið væri vissulega hið upprunalega en frekari rannsóknir myndu leiða það í ljós hvort málverkið hafi verið inni í veggnum frá því því var stolið eða hvort því hafi verið komið fyrir þar seinna. Eftir þær rannsóknir verður verkið hengt aftur upp á listasafninu bætti Chicca við. Málverkið var málað af austurríska málaranum Gustav Klimt á árunum 1916 og 1917 þegar hann var dauðvona. Giuseppe Ricci Oddi keypti verkið árið 1925 og geymdi það á listasafninu þar til því var stolið 22. febrúar 1997 þegar verið var að undirbúa sérstaka sýningu á safninu. Ramminn sem málverkið var í var skilinn eftir á þaki safnsins og er talið að það hafi verið gert til að láta fólk halda að þjófarnir hafi brotist inn í gegn um þakgluggann. Það var ekki málið enda var þakglugginn of lítill til að hægt hefði verið að koma málverkinu í gegn um hann. Stuttu áður en verkinu var stolið komst listneminn Claudia Maga að því að verkið hafði verið málað yfir annað Klimt verk, þekkt sem Portrait of a Young Lady, sem hafði ekki sést síðan árið 1912. Þetta sannaði hún þegar hún sannfærði fyrrverandi safnstjóra safnsins um að skoða verkið með röntgentækni. Upprunalega málverkið var af ungri stúlku frá Vínarborg sem hafði skyndilega fallið frá. Klimt málaði yfir upprunalegu myndina þegar stúlkan dó skyndilega. Austurríki Ítalía Myndlist Söfn Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira
Málverk eftir austurríska listmálarann Gustav Klimt fannst fyrir tilviljun á dögunum en því var stolið fyrir tæpum 23 árum. Þetta staðfestu ítölsk yfirvöld. Málverkinu, sem er þekkt sem Portrait of a Lady, var stolið af listasafni í borginni Piacenza árið 1997. Talið var að málverkið væri endanlega horfið þar til garðyrkjumenn fundu það falið inn í útvegg sama listasafns og því var stolið af. Garðyrkjumennirnir römbuðu á málverkið þegar þeir voru að hreinsa bergfléttur af útvegnum. Málverkið er metið 60 milljóna evra virði, sem samsvarar tæpum 8,2 milljörðum íslenskra króna. Hvers vegna málverkið var skilið eftir inni í veggnum er enn ekki vitað. Saksóknarinn Ornella Chicca sagði að málverkið væri vissulega hið upprunalega en frekari rannsóknir myndu leiða það í ljós hvort málverkið hafi verið inni í veggnum frá því því var stolið eða hvort því hafi verið komið fyrir þar seinna. Eftir þær rannsóknir verður verkið hengt aftur upp á listasafninu bætti Chicca við. Málverkið var málað af austurríska málaranum Gustav Klimt á árunum 1916 og 1917 þegar hann var dauðvona. Giuseppe Ricci Oddi keypti verkið árið 1925 og geymdi það á listasafninu þar til því var stolið 22. febrúar 1997 þegar verið var að undirbúa sérstaka sýningu á safninu. Ramminn sem málverkið var í var skilinn eftir á þaki safnsins og er talið að það hafi verið gert til að láta fólk halda að þjófarnir hafi brotist inn í gegn um þakgluggann. Það var ekki málið enda var þakglugginn of lítill til að hægt hefði verið að koma málverkinu í gegn um hann. Stuttu áður en verkinu var stolið komst listneminn Claudia Maga að því að verkið hafði verið málað yfir annað Klimt verk, þekkt sem Portrait of a Young Lady, sem hafði ekki sést síðan árið 1912. Þetta sannaði hún þegar hún sannfærði fyrrverandi safnstjóra safnsins um að skoða verkið með röntgentækni. Upprunalega málverkið var af ungri stúlku frá Vínarborg sem hafði skyndilega fallið frá. Klimt málaði yfir upprunalegu myndina þegar stúlkan dó skyndilega.
Austurríki Ítalía Myndlist Söfn Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira