Fleiri á bráðamóttöku vegna líkamsárása en flugeldaslysa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. janúar 2020 18:30 Það var mikið álag á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í nótt. Vísir/Vilhelm Fleiri leituðu á bráðamóttöku vegna líkamsárása en vegna flugeldaslysa á nýársnótt. Bráðalæknir segir þurfa meiriháttar kerfisbreytingu í rekstri Landspítalans til að bæta úr því ástandi sem ríki á bráðamóttökunni. Þótt lítið hafi verið um flugeldaslys í ár var mikið álag á bráðamóttökunni í Fossvogi líkt og oft er á nýársnótt. „Nóttin var rosalega annasöm og það var mjög mikið að gera. Það var auka viðbúnaður hjá okkur, við vorum með opna til dæmis stærri deild en venjulega. Það var ofboðslega mikið af fylleríi og fíkniefnaneyslu sem leitaði inn og áverkar eftir hana. Það var töluvert um líkamsárásir og þar af ein mjög alvarleg,“ segir Bergur Stefánsson bráðalæknir. Spurður hvort óvenju mikið hafi verið um innkomur sem tengjast áfengis- og vímuefnaneyslu segir hann nóttina hafa verið í takt við þá þróun sem vart hafi orðið við í samfélaginu í þeim efnum. Blessunarlega hafi þó lítið sem ekkert verið um flugeldaslys í nótt. Þó er ekki útilokað að slík tilfelli kunni að koma upp á næstu dögum. „Núna kemur sá tími þar sem við höfum í gegnum árin séð ljót slys, við höfum séð að það eru til afgangar heima, eitthvað sem börn eða unglingar komast í þannig að það skiptir gríðarlega miklu máli að passa upp á afgangana, meðhöndla þá af virðingu og koma þeim í góða geymslu,“ segir Bergur. Bergur Stefánsson, bráðalæknir á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi.Vísir/Baldur Þá er það gömul saga og ný að pláss skorti á spítalanum og var nýársnótt þar engin undantekning. „Við höfum þann djöful að draga í augnablikinu að sjúklingar sem sannarlega þurfa á innlögn að halda er neitað um pláss á spítalanum. Þeir eru hýstir á bráðamóttökunni við aðstæður sem eru ekki hannaðar til þess,“ útskýrir Bergur. „Við hlaupum undir bagga eins og hægt er en þegar það er eins og það var í nótt að á þriðja tug manns sem bíða eftir rúmi, og bráðamóttakan eins og hún er opin á venjulegu kvöldi hefur bara 34 rúm, að þá segir það sig sjálft að við getum ekki unnið eins og við viljum vinna og veita þá þjónustu sem við viljum gera.“ Hann kveðst ekki mjög bjartsýnn á að staðan batni á nýju ári. „Það þarf meiriháttar kerfisbreytingu, það þarf breytingu á stjórnarháttum innan spítalans og þarf eflaust líka meira fjármagn þó ég þekki þá hlið mála ekki.“ Áramót Fíkn Flugeldar Heilbrigðismál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Fleiri leituðu á bráðamóttöku vegna líkamsárása en vegna flugeldaslysa á nýársnótt. Bráðalæknir segir þurfa meiriháttar kerfisbreytingu í rekstri Landspítalans til að bæta úr því ástandi sem ríki á bráðamóttökunni. Þótt lítið hafi verið um flugeldaslys í ár var mikið álag á bráðamóttökunni í Fossvogi líkt og oft er á nýársnótt. „Nóttin var rosalega annasöm og það var mjög mikið að gera. Það var auka viðbúnaður hjá okkur, við vorum með opna til dæmis stærri deild en venjulega. Það var ofboðslega mikið af fylleríi og fíkniefnaneyslu sem leitaði inn og áverkar eftir hana. Það var töluvert um líkamsárásir og þar af ein mjög alvarleg,“ segir Bergur Stefánsson bráðalæknir. Spurður hvort óvenju mikið hafi verið um innkomur sem tengjast áfengis- og vímuefnaneyslu segir hann nóttina hafa verið í takt við þá þróun sem vart hafi orðið við í samfélaginu í þeim efnum. Blessunarlega hafi þó lítið sem ekkert verið um flugeldaslys í nótt. Þó er ekki útilokað að slík tilfelli kunni að koma upp á næstu dögum. „Núna kemur sá tími þar sem við höfum í gegnum árin séð ljót slys, við höfum séð að það eru til afgangar heima, eitthvað sem börn eða unglingar komast í þannig að það skiptir gríðarlega miklu máli að passa upp á afgangana, meðhöndla þá af virðingu og koma þeim í góða geymslu,“ segir Bergur. Bergur Stefánsson, bráðalæknir á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi.Vísir/Baldur Þá er það gömul saga og ný að pláss skorti á spítalanum og var nýársnótt þar engin undantekning. „Við höfum þann djöful að draga í augnablikinu að sjúklingar sem sannarlega þurfa á innlögn að halda er neitað um pláss á spítalanum. Þeir eru hýstir á bráðamóttökunni við aðstæður sem eru ekki hannaðar til þess,“ útskýrir Bergur. „Við hlaupum undir bagga eins og hægt er en þegar það er eins og það var í nótt að á þriðja tug manns sem bíða eftir rúmi, og bráðamóttakan eins og hún er opin á venjulegu kvöldi hefur bara 34 rúm, að þá segir það sig sjálft að við getum ekki unnið eins og við viljum vinna og veita þá þjónustu sem við viljum gera.“ Hann kveðst ekki mjög bjartsýnn á að staðan batni á nýju ári. „Það þarf meiriháttar kerfisbreytingu, það þarf breytingu á stjórnarháttum innan spítalans og þarf eflaust líka meira fjármagn þó ég þekki þá hlið mála ekki.“
Áramót Fíkn Flugeldar Heilbrigðismál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira