Nafn mannsins sem leitað er á Snæfellesnesi Jóhann K. Jóhannsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 2. janúar 2020 11:45 Andris Kalvans, göngumaðurinn sem er saknað á Snæfellsnesi. Leit að Andris Kalvans, Lettanum sem týndur hefur verið frá því á mánudag verður haldið áfram í dag. Hann er vanur fjallgöngumaður en leitarmenn hafa litlar sem engar vísbendingar um ferðir hans. Lögregla biðlar til þeirra sem kunni að hafa upplýsingar um ferðir hans að hafa samband við lögreglu. Bíll mannsins fannst í vegkanti á milli bæjanna Heggstaða og Mýrdals á Snæfellsnesi. Ráðist var í umfangsmikla leit á mánudag og þriðjudag við Heydalsveg, í átt að Hrútaborg, á Haffjarðardal, Kaldadal, Kolbeinsstaðafjalli og í Eldborgahrauni. Ekki var leitað í gær, nýársdag. Leitin bar hins vegar ekki árangur en á milli tíu til tuttugu björgunarsveitarmenn munu halda áfram leit í dag. „Það fara tíu til tuttugu manns á fjall í dag til að fylgja eftir vísbendingum frá sporhundunum. Svo er stefnt að meiri leit á morgun,“ segir Jón Sigurður Ólafsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við Vísi. Litlar upplýsingar eru fyrir hendi um ferðir mannsins. „Þær eru frekar takmarkaðar. Það liggur ekki fyrir hvert maðurinn fór eða hvert hann stefndi. Hann virðist ekki hafa skilið eftir neina ferðaáætlun þannig að það er á litlu að byggja,“ segir Jón Sigurður sem biðlar til þeirra sem kunni að hafa upplýsingar um ferðir mannsins að hafa samband við lögreglu. Maðurinn heitir sem fyrr segir Andris Kalvans. Er hann frá Lettlandi en búsettur hér á landi. Hann er vanur fjallgöngumaður og talið er líklegast að hann hafi farið í fjallgöngu. Veður á leitarsvæðinu er að sögn Jóns Sigurðar frekar leiðinlegt en útlitið er skárra á morgun. Þá verður einnig skoðað hvort óskað verði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar við leitina en hún flaug yfir í fyrradag í von um að finna merki frá síma Kalvans, án árangurs. Björgunarsveitir Borgarbyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Leitin á Snæfellsnesi: Ákvörðun um framhald leitar tekin fyrir hádegi Í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi frá því í nótt segir að tekin verði ákvörðun með morgninum um áframhaldandi leit. 31. desember 2019 07:44 Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna leitarinnar á Snæfellsnesi Leit er hafin á ný, en henni var hætt um klukkan tvö í nótt. 31. desember 2019 11:16 Munu ekki leita að göngumanninum í dag Ekki verður leitað að týnda göngumanninum í Heydölum á Snæfellsnesi í dag. 1. janúar 2020 11:51 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Leit að Andris Kalvans, Lettanum sem týndur hefur verið frá því á mánudag verður haldið áfram í dag. Hann er vanur fjallgöngumaður en leitarmenn hafa litlar sem engar vísbendingar um ferðir hans. Lögregla biðlar til þeirra sem kunni að hafa upplýsingar um ferðir hans að hafa samband við lögreglu. Bíll mannsins fannst í vegkanti á milli bæjanna Heggstaða og Mýrdals á Snæfellsnesi. Ráðist var í umfangsmikla leit á mánudag og þriðjudag við Heydalsveg, í átt að Hrútaborg, á Haffjarðardal, Kaldadal, Kolbeinsstaðafjalli og í Eldborgahrauni. Ekki var leitað í gær, nýársdag. Leitin bar hins vegar ekki árangur en á milli tíu til tuttugu björgunarsveitarmenn munu halda áfram leit í dag. „Það fara tíu til tuttugu manns á fjall í dag til að fylgja eftir vísbendingum frá sporhundunum. Svo er stefnt að meiri leit á morgun,“ segir Jón Sigurður Ólafsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við Vísi. Litlar upplýsingar eru fyrir hendi um ferðir mannsins. „Þær eru frekar takmarkaðar. Það liggur ekki fyrir hvert maðurinn fór eða hvert hann stefndi. Hann virðist ekki hafa skilið eftir neina ferðaáætlun þannig að það er á litlu að byggja,“ segir Jón Sigurður sem biðlar til þeirra sem kunni að hafa upplýsingar um ferðir mannsins að hafa samband við lögreglu. Maðurinn heitir sem fyrr segir Andris Kalvans. Er hann frá Lettlandi en búsettur hér á landi. Hann er vanur fjallgöngumaður og talið er líklegast að hann hafi farið í fjallgöngu. Veður á leitarsvæðinu er að sögn Jóns Sigurðar frekar leiðinlegt en útlitið er skárra á morgun. Þá verður einnig skoðað hvort óskað verði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar við leitina en hún flaug yfir í fyrradag í von um að finna merki frá síma Kalvans, án árangurs.
Björgunarsveitir Borgarbyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Leitin á Snæfellsnesi: Ákvörðun um framhald leitar tekin fyrir hádegi Í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi frá því í nótt segir að tekin verði ákvörðun með morgninum um áframhaldandi leit. 31. desember 2019 07:44 Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna leitarinnar á Snæfellsnesi Leit er hafin á ný, en henni var hætt um klukkan tvö í nótt. 31. desember 2019 11:16 Munu ekki leita að göngumanninum í dag Ekki verður leitað að týnda göngumanninum í Heydölum á Snæfellsnesi í dag. 1. janúar 2020 11:51 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Leitin á Snæfellsnesi: Ákvörðun um framhald leitar tekin fyrir hádegi Í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi frá því í nótt segir að tekin verði ákvörðun með morgninum um áframhaldandi leit. 31. desember 2019 07:44
Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna leitarinnar á Snæfellsnesi Leit er hafin á ný, en henni var hætt um klukkan tvö í nótt. 31. desember 2019 11:16
Munu ekki leita að göngumanninum í dag Ekki verður leitað að týnda göngumanninum í Heydölum á Snæfellsnesi í dag. 1. janúar 2020 11:51