Innlent

Björgunarskip og lóðsbátur í útkall vegna línubáts

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Björgunarskip var sent á vettvang.
Björgunarskip var sent á vettvang. Slysavarnafélagið Landsbjörg

Björgunarskip og lóðsbátur voru kölluð út í kvöld vegna bilunar um borð í línubát. Nærliggjandi togarar voru einnig beðnir um að aðstoða. Skipið var suðaustur af Grindavík og var ekki talin hætta á ferðum. Brugðist var þó hratt við enda slæm veðurspá.

Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kom upp bilun í stjórnkerfi bátsins. Tókst þó að laga bilunina og skipinu var siglt í land á eigin vélarafli, í fylgd björgunarbáts. Þyrla Landhelgisgæslunnar þurfti því ekki að aðstoða við útkallið. Skipið er nú komið í höfn í Grindavík. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×