Ráðleggur fólki að gefa ekki upp upplýsingar um lyfjanotkun á samfélagsmiðlum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. janúar 2020 12:30 Rúna Hauksdóttir Hvannberg er forstjóri Lyfjastofnunar. Forstjóri Lyfjastofnunar brýnir fyrir fólki að gefa ekki upp upplýsingar um lyfjanotkun á samfélagsmiðlum. Dæmi eru um að óprúttnir aðilar leysi út lyf annarra og réttmætir eigendur lyfjanna sitja uppi lyfjalausir. Á dögunum lenti kona í því að lyf hennar voru leyst út af ókunnugri manneskju. Manneskjan framvísaði sínum eigin skilríkjum og skrifaði undir móttöku lyfjanna með eigin nafni og kennitölu. Réttmætur eigandi lyfjanna situr því eftir lyfjalaus. Forstjóri Lyfjastofnunar segir að vegna svokallaðs umboðsmannaákvæðis sé hægt að misnota úttekt á lyfjum annarra. „Það er þannig að einstaklingar eiga sjálfir að sækja lyfin sín en það getur annar aðili sótt lyfin þín gegn því að hann framvísi persónuskilríkjum. Þetta er byggt á svokölluðu umboðsmannaákvæði af því að fólk gæti legið veikt heima eða ekki átt heimangengt og því gæti einhver sótt lyfin fyrir þau. Ég vek líka athygli á því að þegar þú kemur í apótek og sækir lyf fyrir aðra, þá er spurt nákvæmlega um hvaða lyf ert þú að sækja og fólk þarf að hafa einhverjar upplýsingar um það hvaða lyf það er að sækja til að geta misnotað þetta. Ég brýni bara fyrir fólki að vera ekki að gefa upp persónulegar upplýsingar á samfélagsmiðlum eða miðla reynslu sinni af lyfjatöku því þá er mjög auðvelt að misnota þetta á þennan átt,“ sagði Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunnar. Þá bendir hún á að fólk geti takmarkað það hverjir leysi út lyf þeirra. „Það getur annað hvort verið enginn nema viðkomandi, eða að hann tiltaki einhvern ákveðinn. En við verðum að gera þetta handvirkt með tölvupósti á hvert einasta apótek en við höfum farið á leit við embætti landlæknis að það sé forritað í Heilsuveru að fólk geti merkt hverjir sækja lyf fyrir þau og það væri lang best að þetta sé gert með þeim hætti,“ sagði Rúna. Heilbrigðismál Lyf Samfélagsmiðlar Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Forstjóri Lyfjastofnunar brýnir fyrir fólki að gefa ekki upp upplýsingar um lyfjanotkun á samfélagsmiðlum. Dæmi eru um að óprúttnir aðilar leysi út lyf annarra og réttmætir eigendur lyfjanna sitja uppi lyfjalausir. Á dögunum lenti kona í því að lyf hennar voru leyst út af ókunnugri manneskju. Manneskjan framvísaði sínum eigin skilríkjum og skrifaði undir móttöku lyfjanna með eigin nafni og kennitölu. Réttmætur eigandi lyfjanna situr því eftir lyfjalaus. Forstjóri Lyfjastofnunar segir að vegna svokallaðs umboðsmannaákvæðis sé hægt að misnota úttekt á lyfjum annarra. „Það er þannig að einstaklingar eiga sjálfir að sækja lyfin sín en það getur annar aðili sótt lyfin þín gegn því að hann framvísi persónuskilríkjum. Þetta er byggt á svokölluðu umboðsmannaákvæði af því að fólk gæti legið veikt heima eða ekki átt heimangengt og því gæti einhver sótt lyfin fyrir þau. Ég vek líka athygli á því að þegar þú kemur í apótek og sækir lyf fyrir aðra, þá er spurt nákvæmlega um hvaða lyf ert þú að sækja og fólk þarf að hafa einhverjar upplýsingar um það hvaða lyf það er að sækja til að geta misnotað þetta. Ég brýni bara fyrir fólki að vera ekki að gefa upp persónulegar upplýsingar á samfélagsmiðlum eða miðla reynslu sinni af lyfjatöku því þá er mjög auðvelt að misnota þetta á þennan átt,“ sagði Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunnar. Þá bendir hún á að fólk geti takmarkað það hverjir leysi út lyf þeirra. „Það getur annað hvort verið enginn nema viðkomandi, eða að hann tiltaki einhvern ákveðinn. En við verðum að gera þetta handvirkt með tölvupósti á hvert einasta apótek en við höfum farið á leit við embætti landlæknis að það sé forritað í Heilsuveru að fólk geti merkt hverjir sækja lyf fyrir þau og það væri lang best að þetta sé gert með þeim hætti,“ sagði Rúna.
Heilbrigðismál Lyf Samfélagsmiðlar Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira