Hersveitir í Írak heita einnig hefndum fyrir fallinn foringja Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2020 12:51 Muhandis var talinn maður Írans innan Írak. Hann var á ferð með Soleimani þegar bílalest þeirra varð fyrir bandarískri drónaárás. Vísir/EPA Nokkrar íraskar hersveitir sem njóta stuðnings íranskra stjórnvalda hóta Bandaríkjamönnum hefndum eftir leiðtogi einnar þeirrar féll þegar Bandaríkjaher réð yfirmann sérsveitar íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í nótt. Morðið á Qasem Soleimani, herforingja og eins valdamesta mannsins í írönsku stjórninni, hefur valdið miklum titringi og hafa stjórnvöld í Teheran heitið grimmilegum hefndum. Bandarísk varnarmálayfirvöld rökstuddu morðið með því að Soleimani hafi lagt á ráðin um tilræði gegn bandarískum her- og embættismönnum. Með Soleimani féll Abu Mahdi al Muhandis, leiðtogi Lýðaðgerðasveitanna, vopnaðrar sveitar sjíamúslima í Írak. Leiðtogar nokkurra annarra hersveita í Írak hafa heitið því að hefna hans í dag. Lýðaðgerðasveitirnar hafa notið stuðnings íranskra stjórnvalda en þær hafa meðal annars barist gegn liðsmönnum Ríkis íslams. Muhandis var dæmdur til dauða í Kúvaít að honum fjarstöddum fyrir aðild að sprengjuárásum sem beindust að bandarískum og frönskum sendiráðum árið 1983. Hann var einnig eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna hryðjuverka. Bandarísk stjórnvöld saka Muhandis um að stýra hersveitinni sem skaut eldflaug sem varð bandarískum verktaka að bana í norðanverðu Írak fyrir viku. Leiðtogar annarra uppreisnarsveita hafa fordæmt morðið á Muhandis og Soleimani. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Ammar al-Hakim, sjíaklerki og leiðtoga al-Hikma-hreyfingarinnar að loftárás Bandaríkjamanna hafi verið skýrt brot á fullveldi Íraks. Hann lýsir heimshlutanum sem „á heitu blikkþaki“ eftir morðin. Al-Nujaba-hreyfingin sem talin er fjármögnuð af Írönum sendi frá sér yfirlýsingu um að Bandaríkin ættu eftir að „iðrast heimskulegu gjörða sinna“. Harmurinn yfir falli Soleimani og Muhandis ætti eftir að umbreytast í „áhuga, ofsa og byltingu“. Morðinu á Soleimani var mótmælt á götum Teheran í Íran í dag. Lögðu mótmælendur meðal annars eld að bandaríska fánanum. Mótmælendur í Teheran tóku reiði sína út á bandarískum fána.Vísir/EPA Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Engin áhrif á bensínverð hér á landi Engin hreyfing hefur orðið á bensínverði hér á landi í kjölfar þess að Bandaríkin réðu einn valdamesta mann í Íran af dögum í nótt. 3. janúar 2020 12:00 Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42 Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Nokkrar íraskar hersveitir sem njóta stuðnings íranskra stjórnvalda hóta Bandaríkjamönnum hefndum eftir leiðtogi einnar þeirrar féll þegar Bandaríkjaher réð yfirmann sérsveitar íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í nótt. Morðið á Qasem Soleimani, herforingja og eins valdamesta mannsins í írönsku stjórninni, hefur valdið miklum titringi og hafa stjórnvöld í Teheran heitið grimmilegum hefndum. Bandarísk varnarmálayfirvöld rökstuddu morðið með því að Soleimani hafi lagt á ráðin um tilræði gegn bandarískum her- og embættismönnum. Með Soleimani féll Abu Mahdi al Muhandis, leiðtogi Lýðaðgerðasveitanna, vopnaðrar sveitar sjíamúslima í Írak. Leiðtogar nokkurra annarra hersveita í Írak hafa heitið því að hefna hans í dag. Lýðaðgerðasveitirnar hafa notið stuðnings íranskra stjórnvalda en þær hafa meðal annars barist gegn liðsmönnum Ríkis íslams. Muhandis var dæmdur til dauða í Kúvaít að honum fjarstöddum fyrir aðild að sprengjuárásum sem beindust að bandarískum og frönskum sendiráðum árið 1983. Hann var einnig eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna hryðjuverka. Bandarísk stjórnvöld saka Muhandis um að stýra hersveitinni sem skaut eldflaug sem varð bandarískum verktaka að bana í norðanverðu Írak fyrir viku. Leiðtogar annarra uppreisnarsveita hafa fordæmt morðið á Muhandis og Soleimani. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Ammar al-Hakim, sjíaklerki og leiðtoga al-Hikma-hreyfingarinnar að loftárás Bandaríkjamanna hafi verið skýrt brot á fullveldi Íraks. Hann lýsir heimshlutanum sem „á heitu blikkþaki“ eftir morðin. Al-Nujaba-hreyfingin sem talin er fjármögnuð af Írönum sendi frá sér yfirlýsingu um að Bandaríkin ættu eftir að „iðrast heimskulegu gjörða sinna“. Harmurinn yfir falli Soleimani og Muhandis ætti eftir að umbreytast í „áhuga, ofsa og byltingu“. Morðinu á Soleimani var mótmælt á götum Teheran í Íran í dag. Lögðu mótmælendur meðal annars eld að bandaríska fánanum. Mótmælendur í Teheran tóku reiði sína út á bandarískum fána.Vísir/EPA
Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Engin áhrif á bensínverð hér á landi Engin hreyfing hefur orðið á bensínverði hér á landi í kjölfar þess að Bandaríkin réðu einn valdamesta mann í Íran af dögum í nótt. 3. janúar 2020 12:00 Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42 Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Engin áhrif á bensínverð hér á landi Engin hreyfing hefur orðið á bensínverði hér á landi í kjölfar þess að Bandaríkin réðu einn valdamesta mann í Íran af dögum í nótt. 3. janúar 2020 12:00
Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42
Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30