Allt á suðupunkti vegna árásar næturinnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. janúar 2020 19:00 Stjórnvöld í Íran lofa því að hefna fyrir morðið á hátt settum hershöfðingja. Bandaríkjamenn gerðu drónaárás á bílalest hans í Írak í nótt og er allt á suðupunkti á milli ríkjanna tveggja. Qasem Soleimani var yfirmaður Quds-herdeildar íranska byltingavarðliðsins og stýrði því hernaðaraðgerðum Írans utan landamæranna. Soleimani var afar valdamikill og naut trausts bæði æðstaklerksins og almennings. Undir handleiðslu hershöfðingjans voru skæruliðasveitir studdar og Íran gerði sig gildandi í Sýrlandi og Írak. Í augum bandarískra stjórnvalda er Quds-herdeildin hryðjuverkasamtök og Soleimani ábyrgur fyrir dauða hundraða Bandaríkjamanna. Íraskir mótmælendur réðust á dögunum að sendiráði Bandaríkjanna í höfuðborginni Bagdad. Að mati bandaríska varnarmálaráðuneytisins lagði Soleimani blessun sína yfir þá árás og önnur árás sögð yfirvofandi. Var því tekin ákvörðun um að drepa Soleimani. Tugir Bandaríkjamanna voru fluttir frá Írak í dag. Soleimani naut vinsælda heima fyrir og söfnuðust þúsundir saman á strætum íranskra borga og syrgðu. Frá því Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta hefur sambandið við Íran versnað til muna. Trump hefur meðal annars rift kjarnorkusamkomulagi við Íran, skilgreint byltingavarðliðið sem hryðjuverkasamtök og sent herlið á Persaflóa. Íranar hafa aftur á móti skotið niður bandarískan dróna og brotið gegn fyrrnefndu kjarnorkusamkomulagi. Nú heita Íranar frekari hefndum. Javad Zarif utanríkisráðherra sagði í morgun að aðgerðir Bandaríkjamanna teldust til hryðjuverka og væru skýrt brot gegn fullveldi Írans. Í ljósi aðstæðna hafa margir rifjað upp að árið 2011 hafi Trump tíst því að Barack Obama, þáverandi forseti, ætlaði í stríð við Íran í von um að tryggja endurkjör sitt. Forsetakosningar fara fram í nóvember í Bandaríkjunum og gefur Trump kost á sér til endurkjörs. Önnur ríki hafa hvatt til stillingar í dag og reynt að draga úr spennunni. Rússar, Tyrkir og Írakar hafa fordæmt árásina. Bandaríkin Írak Íran Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Stjórnvöld í Íran lofa því að hefna fyrir morðið á hátt settum hershöfðingja. Bandaríkjamenn gerðu drónaárás á bílalest hans í Írak í nótt og er allt á suðupunkti á milli ríkjanna tveggja. Qasem Soleimani var yfirmaður Quds-herdeildar íranska byltingavarðliðsins og stýrði því hernaðaraðgerðum Írans utan landamæranna. Soleimani var afar valdamikill og naut trausts bæði æðstaklerksins og almennings. Undir handleiðslu hershöfðingjans voru skæruliðasveitir studdar og Íran gerði sig gildandi í Sýrlandi og Írak. Í augum bandarískra stjórnvalda er Quds-herdeildin hryðjuverkasamtök og Soleimani ábyrgur fyrir dauða hundraða Bandaríkjamanna. Íraskir mótmælendur réðust á dögunum að sendiráði Bandaríkjanna í höfuðborginni Bagdad. Að mati bandaríska varnarmálaráðuneytisins lagði Soleimani blessun sína yfir þá árás og önnur árás sögð yfirvofandi. Var því tekin ákvörðun um að drepa Soleimani. Tugir Bandaríkjamanna voru fluttir frá Írak í dag. Soleimani naut vinsælda heima fyrir og söfnuðust þúsundir saman á strætum íranskra borga og syrgðu. Frá því Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta hefur sambandið við Íran versnað til muna. Trump hefur meðal annars rift kjarnorkusamkomulagi við Íran, skilgreint byltingavarðliðið sem hryðjuverkasamtök og sent herlið á Persaflóa. Íranar hafa aftur á móti skotið niður bandarískan dróna og brotið gegn fyrrnefndu kjarnorkusamkomulagi. Nú heita Íranar frekari hefndum. Javad Zarif utanríkisráðherra sagði í morgun að aðgerðir Bandaríkjamanna teldust til hryðjuverka og væru skýrt brot gegn fullveldi Írans. Í ljósi aðstæðna hafa margir rifjað upp að árið 2011 hafi Trump tíst því að Barack Obama, þáverandi forseti, ætlaði í stríð við Íran í von um að tryggja endurkjör sitt. Forsetakosningar fara fram í nóvember í Bandaríkjunum og gefur Trump kost á sér til endurkjörs. Önnur ríki hafa hvatt til stillingar í dag og reynt að draga úr spennunni. Rússar, Tyrkir og Írakar hafa fordæmt árásina.
Bandaríkin Írak Íran Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira