NASA segir að James Webb-sjónaukinn sé á áætlun Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2020 13:18 Frá prófunum á James Webb-sjónaukanum árið 2016. NASA/Chris Gunn James Webb-geimsjónaukanum (JWST) verður skotið út í geim í mars á næsta ári þrátt fyrir tafir og kostnaðarauka, að sögn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Útlit er fyrir að kostnaður við sjónaukann muni nema um 9,7 milljörðum dollara, jafnvirði tæpra 1.200 milljarða íslenskra króna. Sjónaukinn hefur lengi verið á teikniborðinu og skoti hans hefur verið margfrestað og hönnun hans breytt. Um skeið stóð til að skjóta JWST á loft árið 2018 en í júníþað ár var ákveðið að fresta skotinu til snemma árs 2021 þar sem ekki hafði náðst að ljúka prófunum og undirbúningi. Sjónaukinn er samstarfsverkefni bandarísku, evrópsku og kanadísku geimstofnanna. Á fundi Stjörnufræðisambands Bandaríkjanna um helgina lögðu yfirmenn NASA áherslu á að sjónaukinn væri á áætlun, að sögn Space.com. Á þessu ári standi til að prófa hvort að sjónaukinn stenst titringinn sem fylgir geimskotinu og frekari tilraunir með að opna hann. James Webb verður stærsti og öflugasti geimsjónaukinn í sögunni þegar hann verður tekinn í notkun og á hann að taka við af Hubble-geimsjónaukanum. Spegill JWST er 6,5 metrar að þvermál en til samanburðar er spegill Hubble er 2,4 metra breiður. Sjónaukinn á meðal annars að skyggnast lengra aftur að upphafi alheimsins en hægt hefur verið fram að þessu. Ólíkt Hubble-geimsjónaukanum verður JWST ekki á braut um jörðu heldur í svonefndum Lagrange-punkti 2 í um 1,5 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni í áttina frá sólu. Því verður engin leið að gera lagfæringar á sjónaukanum þegar hann er einu sinni kominn á sinn stað. Lagrange-punktur 2 er staður í geimnum þar sem þyngdarkraftar jarðar og sólar jafnast út. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann eftir árlegri sporbraut jarðar í kringum sólina. Geimurinn Tækni Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Skoti stærsta geimsjónauka heims frestað til 2019 Til stóð að skjóta James Webb-geimsjónaukanum á loft næsta haust. Það frestast hins vegar fram á vorið 2019. 29. september 2017 09:11 Arftaka Hubble-geimsjónaukans seinkar James Webb-geimsjónaukanum verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í maí árið 2020. 28. mars 2018 15:40 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Í Gasa-stefnu Trumps felist þvingaðir fólksflutningar eða etnísk hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
James Webb-geimsjónaukanum (JWST) verður skotið út í geim í mars á næsta ári þrátt fyrir tafir og kostnaðarauka, að sögn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Útlit er fyrir að kostnaður við sjónaukann muni nema um 9,7 milljörðum dollara, jafnvirði tæpra 1.200 milljarða íslenskra króna. Sjónaukinn hefur lengi verið á teikniborðinu og skoti hans hefur verið margfrestað og hönnun hans breytt. Um skeið stóð til að skjóta JWST á loft árið 2018 en í júníþað ár var ákveðið að fresta skotinu til snemma árs 2021 þar sem ekki hafði náðst að ljúka prófunum og undirbúningi. Sjónaukinn er samstarfsverkefni bandarísku, evrópsku og kanadísku geimstofnanna. Á fundi Stjörnufræðisambands Bandaríkjanna um helgina lögðu yfirmenn NASA áherslu á að sjónaukinn væri á áætlun, að sögn Space.com. Á þessu ári standi til að prófa hvort að sjónaukinn stenst titringinn sem fylgir geimskotinu og frekari tilraunir með að opna hann. James Webb verður stærsti og öflugasti geimsjónaukinn í sögunni þegar hann verður tekinn í notkun og á hann að taka við af Hubble-geimsjónaukanum. Spegill JWST er 6,5 metrar að þvermál en til samanburðar er spegill Hubble er 2,4 metra breiður. Sjónaukinn á meðal annars að skyggnast lengra aftur að upphafi alheimsins en hægt hefur verið fram að þessu. Ólíkt Hubble-geimsjónaukanum verður JWST ekki á braut um jörðu heldur í svonefndum Lagrange-punkti 2 í um 1,5 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni í áttina frá sólu. Því verður engin leið að gera lagfæringar á sjónaukanum þegar hann er einu sinni kominn á sinn stað. Lagrange-punktur 2 er staður í geimnum þar sem þyngdarkraftar jarðar og sólar jafnast út. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann eftir árlegri sporbraut jarðar í kringum sólina.
Geimurinn Tækni Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Skoti stærsta geimsjónauka heims frestað til 2019 Til stóð að skjóta James Webb-geimsjónaukanum á loft næsta haust. Það frestast hins vegar fram á vorið 2019. 29. september 2017 09:11 Arftaka Hubble-geimsjónaukans seinkar James Webb-geimsjónaukanum verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í maí árið 2020. 28. mars 2018 15:40 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Í Gasa-stefnu Trumps felist þvingaðir fólksflutningar eða etnísk hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Skoti stærsta geimsjónauka heims frestað til 2019 Til stóð að skjóta James Webb-geimsjónaukanum á loft næsta haust. Það frestast hins vegar fram á vorið 2019. 29. september 2017 09:11
Arftaka Hubble-geimsjónaukans seinkar James Webb-geimsjónaukanum verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í maí árið 2020. 28. mars 2018 15:40