Ekkert sem bannar dæmdum barnaníðingum að fara með forsjá barns Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. janúar 2020 18:45 Ekkert í lögum kveður á um að barnaníðingar fari ekki með forsjá barna að sögn forstjóra Barnaverndarstofu. Hún vill meira eftirlit og utanumhald með barnaníðingum hér á landi. Í Bretlandi fái dæmdir barnaníðingar, sem metnir eru hættulegir, ekki að ganga lausir séu börn á heimilinu. Þá segir Heiða að á Íslandi sé ekkert eftirlit né utanumhald með dæmdum barnaníðingum, hvorki eftir að þeir fá dóm né eftir að afplánun lýkur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að barnaverndarnefnd Reykjavíkur hafi metið það svo að 13 ára barni manns, sem dæmdur var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðru barni sínu, starfi engin hætta af því að búa með föður sínum. Maðurinn var dæmdur í sjö ára fangelsi í október en hann fer einn með forsjá barnsins. Lögmaður móður sagði hana hafa miklar áhyggjur af barni sínu sem nú býr með dæmdum barnaníðingi. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, getur aðeins tjáð sig almennt um mál af þessum toga en hún telur þörf á að bæta lagaumhverfið. „Það er ekkert í lögum sem kveður á um það að einstaklingur sem hefur brotið gegn barni fái ekki að hafa forsjá barna, jafnvel sömu barna,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu. Fái barnaverndarnefnd upplýsingar um að barnaníðingur búi með barni getur hún að ákveðið að láta gera áhættumat. „Það hefur því miður ekki verið sett inn í lög að það sé gerð krafa um að einstaklingar sem séu dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum gangist undir svona áhættumat, við hefðum vilja sjá það og höfum talað fyrir því í áratug,“ segir Heiða Björg. Fréttastofa hefur upplýsingar um að áhættumat hafi farið fram í máli mannsins og niðurstaðan að barninu stafaði ekki hætta af því að búa með föður sínum - þrátt fyrir að hann hafi brotið gegn eldra systkini þess sem er af sama kyni, þegar það var á svipuðum aldri. „Rannsóknir sýna það að það eru ekki allir sem eru dæmdir fyrir kynferðisbrot líklegir til að brjóta af sér aftur eða áfram,“ segir Heiða Björg og bætir við að því sé mikilvægt að fram fari áhættumat. Þá segir Heiða Björg að á Íslandi sé ekkert eftirlit né utanumhald með dæmdum barnaníðingum, hvorki eftir að þeir fá dóm né eftir að afplánun lýkur. „Þeir fái búsetu og atvinnu og annað við hæfi því við vitum það að það dregur ur líkum á því að gera þá hættulega,“ segir Heiða Björg. Bretar hafi til dæmis sett ákveðinn skilyrði fyrir því að dæmdir barnaníðingar, sem metnir eru hættulegir, gangi lausir. „Til dæmis að menn neyti ekki vímuefna og að menn séu ekki búsettir með börnum,“ segir Heiða Björg. Barnavernd Fjölskyldumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur metið það svo að 13 ára barni manns, sem dæmdur var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum börnum sínum, stafi engin hætta af því að búa með föður sínum. Lögfræðingur móðurinnar segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns. 5. janúar 2020 19:38 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira
Ekkert í lögum kveður á um að barnaníðingar fari ekki með forsjá barna að sögn forstjóra Barnaverndarstofu. Hún vill meira eftirlit og utanumhald með barnaníðingum hér á landi. Í Bretlandi fái dæmdir barnaníðingar, sem metnir eru hættulegir, ekki að ganga lausir séu börn á heimilinu. Þá segir Heiða að á Íslandi sé ekkert eftirlit né utanumhald með dæmdum barnaníðingum, hvorki eftir að þeir fá dóm né eftir að afplánun lýkur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að barnaverndarnefnd Reykjavíkur hafi metið það svo að 13 ára barni manns, sem dæmdur var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðru barni sínu, starfi engin hætta af því að búa með föður sínum. Maðurinn var dæmdur í sjö ára fangelsi í október en hann fer einn með forsjá barnsins. Lögmaður móður sagði hana hafa miklar áhyggjur af barni sínu sem nú býr með dæmdum barnaníðingi. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, getur aðeins tjáð sig almennt um mál af þessum toga en hún telur þörf á að bæta lagaumhverfið. „Það er ekkert í lögum sem kveður á um það að einstaklingur sem hefur brotið gegn barni fái ekki að hafa forsjá barna, jafnvel sömu barna,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu. Fái barnaverndarnefnd upplýsingar um að barnaníðingur búi með barni getur hún að ákveðið að láta gera áhættumat. „Það hefur því miður ekki verið sett inn í lög að það sé gerð krafa um að einstaklingar sem séu dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum gangist undir svona áhættumat, við hefðum vilja sjá það og höfum talað fyrir því í áratug,“ segir Heiða Björg. Fréttastofa hefur upplýsingar um að áhættumat hafi farið fram í máli mannsins og niðurstaðan að barninu stafaði ekki hætta af því að búa með föður sínum - þrátt fyrir að hann hafi brotið gegn eldra systkini þess sem er af sama kyni, þegar það var á svipuðum aldri. „Rannsóknir sýna það að það eru ekki allir sem eru dæmdir fyrir kynferðisbrot líklegir til að brjóta af sér aftur eða áfram,“ segir Heiða Björg og bætir við að því sé mikilvægt að fram fari áhættumat. Þá segir Heiða Björg að á Íslandi sé ekkert eftirlit né utanumhald með dæmdum barnaníðingum, hvorki eftir að þeir fá dóm né eftir að afplánun lýkur. „Þeir fái búsetu og atvinnu og annað við hæfi því við vitum það að það dregur ur líkum á því að gera þá hættulega,“ segir Heiða Björg. Bretar hafi til dæmis sett ákveðinn skilyrði fyrir því að dæmdir barnaníðingar, sem metnir eru hættulegir, gangi lausir. „Til dæmis að menn neyti ekki vímuefna og að menn séu ekki búsettir með börnum,“ segir Heiða Björg.
Barnavernd Fjölskyldumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur metið það svo að 13 ára barni manns, sem dæmdur var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum börnum sínum, stafi engin hætta af því að búa með föður sínum. Lögfræðingur móðurinnar segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns. 5. janúar 2020 19:38 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira
Segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur metið það svo að 13 ára barni manns, sem dæmdur var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum börnum sínum, stafi engin hætta af því að búa með föður sínum. Lögfræðingur móðurinnar segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns. 5. janúar 2020 19:38