Ekkert sem bannar dæmdum barnaníðingum að fara með forsjá barns Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. janúar 2020 18:45 Ekkert í lögum kveður á um að barnaníðingar fari ekki með forsjá barna að sögn forstjóra Barnaverndarstofu. Hún vill meira eftirlit og utanumhald með barnaníðingum hér á landi. Í Bretlandi fái dæmdir barnaníðingar, sem metnir eru hættulegir, ekki að ganga lausir séu börn á heimilinu. Þá segir Heiða að á Íslandi sé ekkert eftirlit né utanumhald með dæmdum barnaníðingum, hvorki eftir að þeir fá dóm né eftir að afplánun lýkur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að barnaverndarnefnd Reykjavíkur hafi metið það svo að 13 ára barni manns, sem dæmdur var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðru barni sínu, starfi engin hætta af því að búa með föður sínum. Maðurinn var dæmdur í sjö ára fangelsi í október en hann fer einn með forsjá barnsins. Lögmaður móður sagði hana hafa miklar áhyggjur af barni sínu sem nú býr með dæmdum barnaníðingi. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, getur aðeins tjáð sig almennt um mál af þessum toga en hún telur þörf á að bæta lagaumhverfið. „Það er ekkert í lögum sem kveður á um það að einstaklingur sem hefur brotið gegn barni fái ekki að hafa forsjá barna, jafnvel sömu barna,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu. Fái barnaverndarnefnd upplýsingar um að barnaníðingur búi með barni getur hún að ákveðið að láta gera áhættumat. „Það hefur því miður ekki verið sett inn í lög að það sé gerð krafa um að einstaklingar sem séu dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum gangist undir svona áhættumat, við hefðum vilja sjá það og höfum talað fyrir því í áratug,“ segir Heiða Björg. Fréttastofa hefur upplýsingar um að áhættumat hafi farið fram í máli mannsins og niðurstaðan að barninu stafaði ekki hætta af því að búa með föður sínum - þrátt fyrir að hann hafi brotið gegn eldra systkini þess sem er af sama kyni, þegar það var á svipuðum aldri. „Rannsóknir sýna það að það eru ekki allir sem eru dæmdir fyrir kynferðisbrot líklegir til að brjóta af sér aftur eða áfram,“ segir Heiða Björg og bætir við að því sé mikilvægt að fram fari áhættumat. Þá segir Heiða Björg að á Íslandi sé ekkert eftirlit né utanumhald með dæmdum barnaníðingum, hvorki eftir að þeir fá dóm né eftir að afplánun lýkur. „Þeir fái búsetu og atvinnu og annað við hæfi því við vitum það að það dregur ur líkum á því að gera þá hættulega,“ segir Heiða Björg. Bretar hafi til dæmis sett ákveðinn skilyrði fyrir því að dæmdir barnaníðingar, sem metnir eru hættulegir, gangi lausir. „Til dæmis að menn neyti ekki vímuefna og að menn séu ekki búsettir með börnum,“ segir Heiða Björg. Barnavernd Fjölskyldumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur metið það svo að 13 ára barni manns, sem dæmdur var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum börnum sínum, stafi engin hætta af því að búa með föður sínum. Lögfræðingur móðurinnar segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns. 5. janúar 2020 19:38 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Ekkert í lögum kveður á um að barnaníðingar fari ekki með forsjá barna að sögn forstjóra Barnaverndarstofu. Hún vill meira eftirlit og utanumhald með barnaníðingum hér á landi. Í Bretlandi fái dæmdir barnaníðingar, sem metnir eru hættulegir, ekki að ganga lausir séu börn á heimilinu. Þá segir Heiða að á Íslandi sé ekkert eftirlit né utanumhald með dæmdum barnaníðingum, hvorki eftir að þeir fá dóm né eftir að afplánun lýkur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að barnaverndarnefnd Reykjavíkur hafi metið það svo að 13 ára barni manns, sem dæmdur var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðru barni sínu, starfi engin hætta af því að búa með föður sínum. Maðurinn var dæmdur í sjö ára fangelsi í október en hann fer einn með forsjá barnsins. Lögmaður móður sagði hana hafa miklar áhyggjur af barni sínu sem nú býr með dæmdum barnaníðingi. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, getur aðeins tjáð sig almennt um mál af þessum toga en hún telur þörf á að bæta lagaumhverfið. „Það er ekkert í lögum sem kveður á um það að einstaklingur sem hefur brotið gegn barni fái ekki að hafa forsjá barna, jafnvel sömu barna,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu. Fái barnaverndarnefnd upplýsingar um að barnaníðingur búi með barni getur hún að ákveðið að láta gera áhættumat. „Það hefur því miður ekki verið sett inn í lög að það sé gerð krafa um að einstaklingar sem séu dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum gangist undir svona áhættumat, við hefðum vilja sjá það og höfum talað fyrir því í áratug,“ segir Heiða Björg. Fréttastofa hefur upplýsingar um að áhættumat hafi farið fram í máli mannsins og niðurstaðan að barninu stafaði ekki hætta af því að búa með föður sínum - þrátt fyrir að hann hafi brotið gegn eldra systkini þess sem er af sama kyni, þegar það var á svipuðum aldri. „Rannsóknir sýna það að það eru ekki allir sem eru dæmdir fyrir kynferðisbrot líklegir til að brjóta af sér aftur eða áfram,“ segir Heiða Björg og bætir við að því sé mikilvægt að fram fari áhættumat. Þá segir Heiða Björg að á Íslandi sé ekkert eftirlit né utanumhald með dæmdum barnaníðingum, hvorki eftir að þeir fá dóm né eftir að afplánun lýkur. „Þeir fái búsetu og atvinnu og annað við hæfi því við vitum það að það dregur ur líkum á því að gera þá hættulega,“ segir Heiða Björg. Bretar hafi til dæmis sett ákveðinn skilyrði fyrir því að dæmdir barnaníðingar, sem metnir eru hættulegir, gangi lausir. „Til dæmis að menn neyti ekki vímuefna og að menn séu ekki búsettir með börnum,“ segir Heiða Björg.
Barnavernd Fjölskyldumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur metið það svo að 13 ára barni manns, sem dæmdur var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum börnum sínum, stafi engin hætta af því að búa með föður sínum. Lögfræðingur móðurinnar segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns. 5. janúar 2020 19:38 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur metið það svo að 13 ára barni manns, sem dæmdur var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum börnum sínum, stafi engin hætta af því að búa með föður sínum. Lögfræðingur móðurinnar segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns. 5. janúar 2020 19:38