Segir Bandaríkjaher ekki á förum frá Írak Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. janúar 2020 20:33 Bandarískir hermenn hafa verið í Írak þar sem þeir aðstoða íröksk stjórnvöld í baráttunni gegn ISIS-samtökunum. vísir/getty Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir það ekki rétt að Bandaríkjaher sé á förum frá Írak. Fjölmiðlar greindu frá því fyrr í kvöld, með vísan til bréfs frá hershöfðingjanum William H Seely III til írakskra yfirvalda, að Bandaríkjaher væri á förum frá Írak. Mark Milley, formaður herforingjaráðs bandaríska hersins, að bréfið hafi í raun bara verið uppkast. Það hafi verið mistök, ekki undirritað og að það hefði ekki átt að fara af stað. Þá sé það illa orðað og gefi í skyn að Bandaríkjaher sé á förum frá Írak. Það sé ekki raunin. Í frétt Reuters kom fram að um væri að ræða þá hermenn Bandaríkjahers í Írak sem hefðu aðstoðað heimamenn í baráttunni gegn ISIS, en fleiri bandarískir hermenn eru í landinu. Esper segir að fyrrnefnt hershöfðingjans sé ekki nákvæmt. Bandaríkjastjórn hafi engin áform um að flytja herinn burt frá Írak. Deborah Haynes, ritstjóri erlendra frétta hjá Sky News, segir að heimildarmann sinn hjá bandaríska hernum hafa sagt að verið væri að flytja nokkur hundruð hermenn frá Bagdad af öryggisástæðum. Herinn væri ekki á förum frá Írak og heldur ekki frá Bagdad. Í frétt Washington Post er haft eftir ónafngreindum heimildarmanni innan úr bandaríska hernum að bréfið væri tilraun til þess að láta íröksk stjórnvöld vita af því að Bandaríkjamenn ætli sér að færa hersveitir sínar til innan landsins. Bréfið fæli það ekki í sér að Bandaríkjaher væri á förum frá Írak. Mikil spenna hefur verið á svæðinu eftir að Bandaríkjamenn réðu íranska hershöfðingjann Quasem Soleimani af dögum í Bagdad í síðustu viku. Greint var frá því í gær að írakska þingið hefði samþykkt ályktun þess efnis að kallað yrði eftir því að erlendir hermenn, sem dvalið hafa í landinu, myndu yfirgefa Írak sem fyrst. Í kjölfarið hótaði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, harkalegum viðskiptaþvingunum á Írak fari svo að bandarískir hermenn verði reknir frá landinu. BREAKING: @EsperDoD says memo on withdrawal is not accurate “there’s been no decision whatsoever to leave Iraq.” pic.twitter.com/52DDhSIIQ2— Tara Copp (@TaraCopp) January 6, 2020 Coalition source told me: “We are moving some people out of Baghdad for force protection reasons. We aren't leaving Iraq (or Baghdad, for that matter)”— Deborah Haynes (@haynesdeborah) January 6, 2020 .@EsperDoD on Iraq: “We are re-positioning forces throughout the region number one. Beyond that with regard to the letter which I’ve read once. I can’t tell you the veracity of that letter and I can tell you what I’ve read. That letter is inconsistent of where we are right now.”— Ryan Browne (@rabrowne75) January 6, 2020 Joint Chiefs Chair GEN Milley: “That letter is a draft it was a mistake, it was unsigned, it should not have been released…poorly worded, implies withdrawal, that is not what’s happening” pic.twitter.com/is0AsU1Ksx— Jake Tapper (@jaketapper) January 6, 2020 Fréttin var uppfærð og fyrirsögn breytt klukkan 21:17 eftir að varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hafði tjáð sig um málið við fjölmiðla. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 21:51. Bandaríkin Írak Íran Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira
Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir það ekki rétt að Bandaríkjaher sé á förum frá Írak. Fjölmiðlar greindu frá því fyrr í kvöld, með vísan til bréfs frá hershöfðingjanum William H Seely III til írakskra yfirvalda, að Bandaríkjaher væri á förum frá Írak. Mark Milley, formaður herforingjaráðs bandaríska hersins, að bréfið hafi í raun bara verið uppkast. Það hafi verið mistök, ekki undirritað og að það hefði ekki átt að fara af stað. Þá sé það illa orðað og gefi í skyn að Bandaríkjaher sé á förum frá Írak. Það sé ekki raunin. Í frétt Reuters kom fram að um væri að ræða þá hermenn Bandaríkjahers í Írak sem hefðu aðstoðað heimamenn í baráttunni gegn ISIS, en fleiri bandarískir hermenn eru í landinu. Esper segir að fyrrnefnt hershöfðingjans sé ekki nákvæmt. Bandaríkjastjórn hafi engin áform um að flytja herinn burt frá Írak. Deborah Haynes, ritstjóri erlendra frétta hjá Sky News, segir að heimildarmann sinn hjá bandaríska hernum hafa sagt að verið væri að flytja nokkur hundruð hermenn frá Bagdad af öryggisástæðum. Herinn væri ekki á förum frá Írak og heldur ekki frá Bagdad. Í frétt Washington Post er haft eftir ónafngreindum heimildarmanni innan úr bandaríska hernum að bréfið væri tilraun til þess að láta íröksk stjórnvöld vita af því að Bandaríkjamenn ætli sér að færa hersveitir sínar til innan landsins. Bréfið fæli það ekki í sér að Bandaríkjaher væri á förum frá Írak. Mikil spenna hefur verið á svæðinu eftir að Bandaríkjamenn réðu íranska hershöfðingjann Quasem Soleimani af dögum í Bagdad í síðustu viku. Greint var frá því í gær að írakska þingið hefði samþykkt ályktun þess efnis að kallað yrði eftir því að erlendir hermenn, sem dvalið hafa í landinu, myndu yfirgefa Írak sem fyrst. Í kjölfarið hótaði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, harkalegum viðskiptaþvingunum á Írak fari svo að bandarískir hermenn verði reknir frá landinu. BREAKING: @EsperDoD says memo on withdrawal is not accurate “there’s been no decision whatsoever to leave Iraq.” pic.twitter.com/52DDhSIIQ2— Tara Copp (@TaraCopp) January 6, 2020 Coalition source told me: “We are moving some people out of Baghdad for force protection reasons. We aren't leaving Iraq (or Baghdad, for that matter)”— Deborah Haynes (@haynesdeborah) January 6, 2020 .@EsperDoD on Iraq: “We are re-positioning forces throughout the region number one. Beyond that with regard to the letter which I’ve read once. I can’t tell you the veracity of that letter and I can tell you what I’ve read. That letter is inconsistent of where we are right now.”— Ryan Browne (@rabrowne75) January 6, 2020 Joint Chiefs Chair GEN Milley: “That letter is a draft it was a mistake, it was unsigned, it should not have been released…poorly worded, implies withdrawal, that is not what’s happening” pic.twitter.com/is0AsU1Ksx— Jake Tapper (@jaketapper) January 6, 2020 Fréttin var uppfærð og fyrirsögn breytt klukkan 21:17 eftir að varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hafði tjáð sig um málið við fjölmiðla. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 21:51.
Bandaríkin Írak Íran Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira