Tilkynna hugsanleg brot í rekstri WOW air Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. janúar 2020 15:00 Skúli Mogensen stofnaði Wow air árið 2011. Vísir/vilhelm Embætti héraðssaksóknara hefur borist tilkynning frá skiptastjórum þrotabús WOW air vegna hugsanlegs brots í rekstri flugélagsins. RÚV greinir frá. Í frétt RÚV segir að tilkynningin byggi að mestu leyti á ráðgjafaskýrslu sem endurskoðunarfyrirtækið Deloitte skilaði skiptastjórum þrotabúsins í ágúst. Hún snúi meðal annars að skuldabréfaútboði flugfélagsins og húsnæði sem WOW air leigði í London. Í skýrslunni kom meðal annars fram að þeim fjármunum sem söfnuðust í útboðinu hafi að mestu verið varið til uppgreiðslu gjaldfallinna krafna, eða rúmum 33 milljónum dala af þeim 50 milljónum sem voru til ráðstöfunar eftir útboðið. Þar kom einnig fram að Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, hafi keypt 10 prósent af heildarútgáfunni, sem hafi verið að fullu leyti fjármögnuð með lántöku frá Arion banka. Eftir að skýrsla Deloitte var kynnt kröfuhöfum sagði Skúli í yfirlýsingu að það væri fráleitt að halda því fram að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum í einu og öllu við uppbyggingu flugfélagsins og síðar við að reyna að bjarga félaginu frá falli. Einnig hefur komið fram að skiptastjórarnir hafi til skoðunar að krefjast endurgreiðslu á þeim kostnaði sem féll til vegna fasteignar Skúla Mogensen í London. Í skýrslu Deloitte voru sagðar líkur á því að greiðslur WOW air vegna leigu á íbúðinni hafi ekki ekki verið reistar á viðskiptalegum forsendum. Skúli hefur sjálfur sagt að ekkert óeðlilegt hafi verið við það að flugfélagið hafi leigt og greitt fyrir húsnæði fyrir hann í London í upphafi árs 2017. Þannig hafi WOW air á þeim tíma verið að undirbúa opnun á nýrri starfsstöð í London auk þess sem að til skoðunar hafi verið að skrá félagið á markað í London. Hvort tveggja hafi kallað á verulega viðveru forstjóra félagsins í London. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli segist hafa tapað átta milljörðum á falli WOW air Skúli Mogensen segir að hann og félög á hans vegum hafi tapað átta milljörðum króna á falli WOW Air. Hann segir að það sé fráleitt að halda því fram að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum í einu og öllu við uppbyggingu flugfélagsins og síðar við að reyna að bjarga félaginu frá falli. 19. ágúst 2019 09:40 Gáfu ranga mynd af rekstri WOW air Skiptastjórar WOW air telja möguleika á að ekki hafi verið dregin upp rétt mynd af fjárhag flugfélagsins fyrir skuldabréfaútboðið haustið 2018. Félagið hafi verið ógjaldfært. 17. ágúst 2019 07:00 Krefst frávísunar málsins vegna aðildarskorts Skúla Í gær fór fram fyrirtaka í máli Skúla Mogensen gegn Sveini Andra Sveinssyni, skiptastjóra þrotabús WOW air. 30. nóvember 2019 08:30 Skúli telur ekkert óeðlilegt við að WOW air hafi leigt húsnæði fyrir hann í London Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, segir að ekkert hafi verið óeðlilegt við það að flugfélagið hafi leigt og greitt fyrir húsnæði fyrir hann í London í upphafi árs 2017. 19. ágúst 2019 10:28 3,7 milljarða forgangskröfur samþykktar í þrotabú WOW air Búið er að samþykkja níu hundruð forgangskröfur er nema alls 3,7 milljörðum króna í þrotabú WOW air. Boðað var til skiptafundar í þrotabúinu á Nordica hótel í dag og að sögn Þorsteins Einarssonar skiptastjóra voru flestar forgangskröfur samþykktar. 28. nóvember 2019 16:43 Krefja Skúla um tæpar 108 milljónir sem fengust frá WOW sjö vikum fyrir gjaldþrot Um var að ræða arð sem WOW air fékk greiddan frá Cargo Express. 16. ágúst 2019 14:37 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara hefur borist tilkynning frá skiptastjórum þrotabús WOW air vegna hugsanlegs brots í rekstri flugélagsins. RÚV greinir frá. Í frétt RÚV segir að tilkynningin byggi að mestu leyti á ráðgjafaskýrslu sem endurskoðunarfyrirtækið Deloitte skilaði skiptastjórum þrotabúsins í ágúst. Hún snúi meðal annars að skuldabréfaútboði flugfélagsins og húsnæði sem WOW air leigði í London. Í skýrslunni kom meðal annars fram að þeim fjármunum sem söfnuðust í útboðinu hafi að mestu verið varið til uppgreiðslu gjaldfallinna krafna, eða rúmum 33 milljónum dala af þeim 50 milljónum sem voru til ráðstöfunar eftir útboðið. Þar kom einnig fram að Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, hafi keypt 10 prósent af heildarútgáfunni, sem hafi verið að fullu leyti fjármögnuð með lántöku frá Arion banka. Eftir að skýrsla Deloitte var kynnt kröfuhöfum sagði Skúli í yfirlýsingu að það væri fráleitt að halda því fram að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum í einu og öllu við uppbyggingu flugfélagsins og síðar við að reyna að bjarga félaginu frá falli. Einnig hefur komið fram að skiptastjórarnir hafi til skoðunar að krefjast endurgreiðslu á þeim kostnaði sem féll til vegna fasteignar Skúla Mogensen í London. Í skýrslu Deloitte voru sagðar líkur á því að greiðslur WOW air vegna leigu á íbúðinni hafi ekki ekki verið reistar á viðskiptalegum forsendum. Skúli hefur sjálfur sagt að ekkert óeðlilegt hafi verið við það að flugfélagið hafi leigt og greitt fyrir húsnæði fyrir hann í London í upphafi árs 2017. Þannig hafi WOW air á þeim tíma verið að undirbúa opnun á nýrri starfsstöð í London auk þess sem að til skoðunar hafi verið að skrá félagið á markað í London. Hvort tveggja hafi kallað á verulega viðveru forstjóra félagsins í London.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli segist hafa tapað átta milljörðum á falli WOW air Skúli Mogensen segir að hann og félög á hans vegum hafi tapað átta milljörðum króna á falli WOW Air. Hann segir að það sé fráleitt að halda því fram að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum í einu og öllu við uppbyggingu flugfélagsins og síðar við að reyna að bjarga félaginu frá falli. 19. ágúst 2019 09:40 Gáfu ranga mynd af rekstri WOW air Skiptastjórar WOW air telja möguleika á að ekki hafi verið dregin upp rétt mynd af fjárhag flugfélagsins fyrir skuldabréfaútboðið haustið 2018. Félagið hafi verið ógjaldfært. 17. ágúst 2019 07:00 Krefst frávísunar málsins vegna aðildarskorts Skúla Í gær fór fram fyrirtaka í máli Skúla Mogensen gegn Sveini Andra Sveinssyni, skiptastjóra þrotabús WOW air. 30. nóvember 2019 08:30 Skúli telur ekkert óeðlilegt við að WOW air hafi leigt húsnæði fyrir hann í London Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, segir að ekkert hafi verið óeðlilegt við það að flugfélagið hafi leigt og greitt fyrir húsnæði fyrir hann í London í upphafi árs 2017. 19. ágúst 2019 10:28 3,7 milljarða forgangskröfur samþykktar í þrotabú WOW air Búið er að samþykkja níu hundruð forgangskröfur er nema alls 3,7 milljörðum króna í þrotabú WOW air. Boðað var til skiptafundar í þrotabúinu á Nordica hótel í dag og að sögn Þorsteins Einarssonar skiptastjóra voru flestar forgangskröfur samþykktar. 28. nóvember 2019 16:43 Krefja Skúla um tæpar 108 milljónir sem fengust frá WOW sjö vikum fyrir gjaldþrot Um var að ræða arð sem WOW air fékk greiddan frá Cargo Express. 16. ágúst 2019 14:37 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Skúli segist hafa tapað átta milljörðum á falli WOW air Skúli Mogensen segir að hann og félög á hans vegum hafi tapað átta milljörðum króna á falli WOW Air. Hann segir að það sé fráleitt að halda því fram að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum í einu og öllu við uppbyggingu flugfélagsins og síðar við að reyna að bjarga félaginu frá falli. 19. ágúst 2019 09:40
Gáfu ranga mynd af rekstri WOW air Skiptastjórar WOW air telja möguleika á að ekki hafi verið dregin upp rétt mynd af fjárhag flugfélagsins fyrir skuldabréfaútboðið haustið 2018. Félagið hafi verið ógjaldfært. 17. ágúst 2019 07:00
Krefst frávísunar málsins vegna aðildarskorts Skúla Í gær fór fram fyrirtaka í máli Skúla Mogensen gegn Sveini Andra Sveinssyni, skiptastjóra þrotabús WOW air. 30. nóvember 2019 08:30
Skúli telur ekkert óeðlilegt við að WOW air hafi leigt húsnæði fyrir hann í London Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, segir að ekkert hafi verið óeðlilegt við það að flugfélagið hafi leigt og greitt fyrir húsnæði fyrir hann í London í upphafi árs 2017. 19. ágúst 2019 10:28
3,7 milljarða forgangskröfur samþykktar í þrotabú WOW air Búið er að samþykkja níu hundruð forgangskröfur er nema alls 3,7 milljörðum króna í þrotabú WOW air. Boðað var til skiptafundar í þrotabúinu á Nordica hótel í dag og að sögn Þorsteins Einarssonar skiptastjóra voru flestar forgangskröfur samþykktar. 28. nóvember 2019 16:43
Krefja Skúla um tæpar 108 milljónir sem fengust frá WOW sjö vikum fyrir gjaldþrot Um var að ræða arð sem WOW air fékk greiddan frá Cargo Express. 16. ágúst 2019 14:37