Sá mikilvægasti í NBA-deildinni sendur í sturtu fyrir að skalla andstæðing Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2020 12:30 Moritz Wagner heldur upp andlitið eftir að Giannis Antetokounmpo hafði skallað hann. Giannis Antetokounmpo sést fyrir aftan mjög ósáttur. AP/Ashley Landis Giannis Antetokounmpo, mikilvægasti leikmaður síðasta tímabils í NBA-deildinni og sá líklegasti til að fá þau verðlaun aftur í ár, varð sér til skammar í nótt og viðurkenndi það sjálfur eftir leik. Gríski körfuboltamaðurinn Giannis Antetokounmpo var rekinn út úr húsi fyrir að skalla Mo Wagner hjá liði Washington Wizards. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik og spilaði Giannis Antetokounmpo því aðeins í tíu mínútur. Grikkinn var samt með 12 stig og 9 fráköst og Milwaukee Bucks liðunu tókst að vinna leikinn án hans 126-113. „Skelfileg framkoma,“ sagði Giannis Antetokounmpo eftir leik. „Ef ég gæti farið til baka og breytt þessu þá hefði ég aldrei gert þetta. Við erum allir mannlegir og við gerum öll mistök,“ sagði Giannis Antetokounmpo. „Mér finnst ég hafa staðið mig vel í vetur og á mínum ferli að halda ró minni og einbeita mér að leiknum. Ég er samt bara mannlegur og verð stundum á í messunni. Ég verð bara að læra af þessu, halda áfram að spila góðan körfubolta og horfa til framtíðar,“ sagði Antetokounmpo. Atvikið má sjá hér fyrir neðan. Giannis headbutted Mo Wagner and got ejected pic.twitter.com/vmRJuKqF5v— ESPN (@espn) August 12, 2020 Mo Wagner hafði fiskað ruðning á Giannis Antetokounmpo hinum megin á vellinum og þeim lenti saman. Þeir héldu áfram að karpa upp allan völlinn sem endaði með að Giannis Antetokounmpo gekk að Wagner og skallaði hann. „Ég hef ekkert á móti Wagner og þetta var ekki bara hann. Þetta var, í mínum huga, samansafn af öllum þessum leikjum þar sem menn hafa verið að berja á mér og ég missti bara stjórn á mér í eina sekúndu,“ sagði Giannis Antetokounmpo. „Þetta er ekkert. Giannis hefur þurft að eiga við þetta í langan tíma. Hann er mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Menn munu láta reyna á hann. Hann er vanalega stórkostlegur en gerði mistök í dag. Ég held samt, að einhverju leiti, að þetta geti verið eitt það besta sem gat gerst. Hann lærir af þessu. Við munum síðan allir muna eftir því að við verðum að halda ró okkar, sagði Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee Bucks liðsins. Giannis Antetokounmpo has been ejected from tonight's Bucks-Wizards game for headbutting Washington's Moe Wagner in the 2nd quarter. It is his 3rd career ejection in the regular season & 4th overall including playoffs (1st since April 1, 2018 at Nuggets). pic.twitter.com/R97BY0poql— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 12, 2020 NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Giannis Antetokounmpo, mikilvægasti leikmaður síðasta tímabils í NBA-deildinni og sá líklegasti til að fá þau verðlaun aftur í ár, varð sér til skammar í nótt og viðurkenndi það sjálfur eftir leik. Gríski körfuboltamaðurinn Giannis Antetokounmpo var rekinn út úr húsi fyrir að skalla Mo Wagner hjá liði Washington Wizards. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik og spilaði Giannis Antetokounmpo því aðeins í tíu mínútur. Grikkinn var samt með 12 stig og 9 fráköst og Milwaukee Bucks liðunu tókst að vinna leikinn án hans 126-113. „Skelfileg framkoma,“ sagði Giannis Antetokounmpo eftir leik. „Ef ég gæti farið til baka og breytt þessu þá hefði ég aldrei gert þetta. Við erum allir mannlegir og við gerum öll mistök,“ sagði Giannis Antetokounmpo. „Mér finnst ég hafa staðið mig vel í vetur og á mínum ferli að halda ró minni og einbeita mér að leiknum. Ég er samt bara mannlegur og verð stundum á í messunni. Ég verð bara að læra af þessu, halda áfram að spila góðan körfubolta og horfa til framtíðar,“ sagði Antetokounmpo. Atvikið má sjá hér fyrir neðan. Giannis headbutted Mo Wagner and got ejected pic.twitter.com/vmRJuKqF5v— ESPN (@espn) August 12, 2020 Mo Wagner hafði fiskað ruðning á Giannis Antetokounmpo hinum megin á vellinum og þeim lenti saman. Þeir héldu áfram að karpa upp allan völlinn sem endaði með að Giannis Antetokounmpo gekk að Wagner og skallaði hann. „Ég hef ekkert á móti Wagner og þetta var ekki bara hann. Þetta var, í mínum huga, samansafn af öllum þessum leikjum þar sem menn hafa verið að berja á mér og ég missti bara stjórn á mér í eina sekúndu,“ sagði Giannis Antetokounmpo. „Þetta er ekkert. Giannis hefur þurft að eiga við þetta í langan tíma. Hann er mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Menn munu láta reyna á hann. Hann er vanalega stórkostlegur en gerði mistök í dag. Ég held samt, að einhverju leiti, að þetta geti verið eitt það besta sem gat gerst. Hann lærir af þessu. Við munum síðan allir muna eftir því að við verðum að halda ró okkar, sagði Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee Bucks liðsins. Giannis Antetokounmpo has been ejected from tonight's Bucks-Wizards game for headbutting Washington's Moe Wagner in the 2nd quarter. It is his 3rd career ejection in the regular season & 4th overall including playoffs (1st since April 1, 2018 at Nuggets). pic.twitter.com/R97BY0poql— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 12, 2020
NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira