Leikjum mótherja KR frestað vegna „heimskupara“ leikmanns Sindri Sverrisson skrifar 11. ágúst 2020 13:30 Boli Bolingoli verður hugsanlega í agabanni þegar Celtic mætir KR, ef leikurinn fer á annað borð fram. SAMSETT/GETTY/BÁRA Leikmaður skoska meistaraliðsins Celtic varð uppvís að alvarlegu broti á sóttvarnareglum. Liðið mun af þeim sökum ekki spila tvo leiki sem það átti að spila fyrir viðureignina við Íslandsmeistara KR í næstu viku. Celtic á að taka á móti KR í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir slétta viku. Ekki liggur hins vegar ljóst fyrir nákvæmlega hvernig skosku meisturunum verður refsað eftir að varnarmaðurinn Boli Bolingoli skaust til Spánar í leyfisleysi og spilaði svo í skosku úrvalsdeildinni á sunnudag, án þess að fara í sóttkví. Næst fer rauða spjaldið á loft Nicola Sturgeon, forsætisráðherra heimastjórnar Skotlands, sagði í dag ljóst að fólk ætti ekki að búast við því að sjá leiki með Celtic á næstu dögum. Hið sama gildir um Aberdeen eftir að átta leikmenn liðsins fóru saman á knæpu. „Lítið á daginn í dag sem gula spjaldið. Næst getum við ekki annað en lyft rauða spjaldinu,“ sagði Sturgeon. Celtic átti að mæta St Mirren á morgun og svo Aberdeen um helgina, en leikurinn við KR er næsta þriðjudag. Erfitt að ímynda sér meira ábyrgðarleysi Sturgeon hefur nú krafið skoska knattspyrnusambandið um skýrar reglur um það hvernig leikmönnum sem brjóti sóttvarnareglur verði refsað. Enn kemur til greina að fresta fleiri leikjum og ekki er útilokað að öllum leikjum helgarinnar verði frestað í Skotlandi. Celtic og Bolingoli hafa beðist afsökunar á framferði leikmannsins. „Það er erfitt að ímynda sér meira ábyrgðarleysi en sýnt var við þessar aðstæður, og við getum hreinlega ekki útskýrt þetta. Félagið mun strax bregðast við með sínum agareglum,“ sagði í yfirlýsingu frá Celtic. Þar sagði janframt að allir leikmenn og starfslið Celtic hefðu farið í tvær skimanir eftir að upp komst um brot Bolingoli og öll próf hefðu reynst neikvæð. Það afsaki þó á engan hátt „heimskupör“ hans. Skotland KR Meistaradeild Evrópu Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Blikar gætu fengið sigur eða undanþágu til að komast til Noregs Leikmenn Breiðabliks gætu þurft að fá undanþágu frá sóttvarnareglum í Noregi til að mæta þar liði Rosenborg. Fáist sú undanþága ekki gæti Blikum verið úrskurðaður sigur, 3-0. 11. ágúst 2020 11:58 Þórólfur leggur til að hópíþróttir hefjist að nýju Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst leggja það til í minnisblaði til heilbrigðisráðherra að íþróttir með snertingu verði leyfðar að nýju. 10. ágúst 2020 14:33 FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15 Rúnar: Gæti verið með alla leikmennina á æfingu í líkamsræktarstöð og í sundi Þjálfari Íslandsmeistara KR er ekki par sáttur við þær reglur sem gilda um knattspyrnufólk og leiki hér á landi. 10. ágúst 2020 10:00 „Fótboltinn er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð“ Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR segir að liðin fjögur sem taka þátt í Evrópukeppnum UEFA þurfi að spila alvöru leiki og það sem fyrst. 9. ágúst 2020 20:15 KR mætir Celtic í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar KR munu mæta Skotlandsmeisturum Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í morgun. 9. ágúst 2020 10:48 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
Leikmaður skoska meistaraliðsins Celtic varð uppvís að alvarlegu broti á sóttvarnareglum. Liðið mun af þeim sökum ekki spila tvo leiki sem það átti að spila fyrir viðureignina við Íslandsmeistara KR í næstu viku. Celtic á að taka á móti KR í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir slétta viku. Ekki liggur hins vegar ljóst fyrir nákvæmlega hvernig skosku meisturunum verður refsað eftir að varnarmaðurinn Boli Bolingoli skaust til Spánar í leyfisleysi og spilaði svo í skosku úrvalsdeildinni á sunnudag, án þess að fara í sóttkví. Næst fer rauða spjaldið á loft Nicola Sturgeon, forsætisráðherra heimastjórnar Skotlands, sagði í dag ljóst að fólk ætti ekki að búast við því að sjá leiki með Celtic á næstu dögum. Hið sama gildir um Aberdeen eftir að átta leikmenn liðsins fóru saman á knæpu. „Lítið á daginn í dag sem gula spjaldið. Næst getum við ekki annað en lyft rauða spjaldinu,“ sagði Sturgeon. Celtic átti að mæta St Mirren á morgun og svo Aberdeen um helgina, en leikurinn við KR er næsta þriðjudag. Erfitt að ímynda sér meira ábyrgðarleysi Sturgeon hefur nú krafið skoska knattspyrnusambandið um skýrar reglur um það hvernig leikmönnum sem brjóti sóttvarnareglur verði refsað. Enn kemur til greina að fresta fleiri leikjum og ekki er útilokað að öllum leikjum helgarinnar verði frestað í Skotlandi. Celtic og Bolingoli hafa beðist afsökunar á framferði leikmannsins. „Það er erfitt að ímynda sér meira ábyrgðarleysi en sýnt var við þessar aðstæður, og við getum hreinlega ekki útskýrt þetta. Félagið mun strax bregðast við með sínum agareglum,“ sagði í yfirlýsingu frá Celtic. Þar sagði janframt að allir leikmenn og starfslið Celtic hefðu farið í tvær skimanir eftir að upp komst um brot Bolingoli og öll próf hefðu reynst neikvæð. Það afsaki þó á engan hátt „heimskupör“ hans.
Skotland KR Meistaradeild Evrópu Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Blikar gætu fengið sigur eða undanþágu til að komast til Noregs Leikmenn Breiðabliks gætu þurft að fá undanþágu frá sóttvarnareglum í Noregi til að mæta þar liði Rosenborg. Fáist sú undanþága ekki gæti Blikum verið úrskurðaður sigur, 3-0. 11. ágúst 2020 11:58 Þórólfur leggur til að hópíþróttir hefjist að nýju Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst leggja það til í minnisblaði til heilbrigðisráðherra að íþróttir með snertingu verði leyfðar að nýju. 10. ágúst 2020 14:33 FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15 Rúnar: Gæti verið með alla leikmennina á æfingu í líkamsræktarstöð og í sundi Þjálfari Íslandsmeistara KR er ekki par sáttur við þær reglur sem gilda um knattspyrnufólk og leiki hér á landi. 10. ágúst 2020 10:00 „Fótboltinn er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð“ Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR segir að liðin fjögur sem taka þátt í Evrópukeppnum UEFA þurfi að spila alvöru leiki og það sem fyrst. 9. ágúst 2020 20:15 KR mætir Celtic í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar KR munu mæta Skotlandsmeisturum Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í morgun. 9. ágúst 2020 10:48 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
Blikar gætu fengið sigur eða undanþágu til að komast til Noregs Leikmenn Breiðabliks gætu þurft að fá undanþágu frá sóttvarnareglum í Noregi til að mæta þar liði Rosenborg. Fáist sú undanþága ekki gæti Blikum verið úrskurðaður sigur, 3-0. 11. ágúst 2020 11:58
Þórólfur leggur til að hópíþróttir hefjist að nýju Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst leggja það til í minnisblaði til heilbrigðisráðherra að íþróttir með snertingu verði leyfðar að nýju. 10. ágúst 2020 14:33
FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15
Rúnar: Gæti verið með alla leikmennina á æfingu í líkamsræktarstöð og í sundi Þjálfari Íslandsmeistara KR er ekki par sáttur við þær reglur sem gilda um knattspyrnufólk og leiki hér á landi. 10. ágúst 2020 10:00
„Fótboltinn er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð“ Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR segir að liðin fjögur sem taka þátt í Evrópukeppnum UEFA þurfi að spila alvöru leiki og það sem fyrst. 9. ágúst 2020 20:15
KR mætir Celtic í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar KR munu mæta Skotlandsmeisturum Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í morgun. 9. ágúst 2020 10:48