Ósáttir með ráðherra: „Þegar hann vaknar á morgun mun honum líða eins og mesta fífli Danmerkur“ Anton Ingi Leifsson skrifar 11. ágúst 2020 09:30 Mattias Tesfaye á fundi. Hann er ekki vinsælasti maðurinn í Danmörku. vísir/getty Forráðamenn FCK voru allt annað en sáttir við tíst Mattias Tesfaye, útlendinga- og aðlögunaráðherra, og hafa krafið hann um afsökunarbeiðni sem þeir hafa nú fengið. Mattias er stuðningsmaður AGF í Danmörku og hann lét eftirfarandi tíst í loftið skömmu fyrir leik FCK gegn Manchester United í Evrópudeildinni í gærkvöldi. „FCK-United? Gæti aldrei dreymt um að þessi félög myndu vinna fótboltaleik. En hvort liðið vona ég mest að tapi? Ég vona að Judas Stage og Kamil Paycheck tapi,“ skrifaði Mattias. FCK tager afstand fra Mattias Tesfayes tweet https://t.co/uE2POLeJNs— Jes Mortensen (@JesMortensen) August 10, 2020 Síðar eyddi Mattias tístinu sínu en Jens Stage kom frá AGF til FCK og Kamil Wilczek, sem áður spilaði með erkifjendunum í Bröndby, spilar nú með FCK. FCK birti svo yfirlýsingu fyrir leikinn í gærkvöldi þar sem þeir kröfðu ráðherrann um afsökunarbeiðni en báðir leikmenn hafa setið undir hótunum frá bæði stuðningsmönnum AGF og Bröndby. „Það er eitt að stuðnigsmenn sendi hvorum öðrum pillu en að ráðherra noti svona tón finnst okkur óskiljanlegt og óafsakanlegt,“ en Mattias sendi frá sér yfirlýsingu í morgun. „Í staðinn gæti ráðherrann kannski glaðst yfir að ungur maður eins og Mohamed Daramy, sem fékk ríkisborgararétt nýlega, getur í kvöld spilað gegn nokkrum af bestu fótboltamönnum í heimi, sem er afrakstur mikillar vinnu,“ sagði enn fremur í yfirlýsingu FCK. Ståle Solbakken, þjálfari FCK, er ekki vanur að sitja á sínum skoðunum og hann hafði þetta að segja um málið. „Þegar hann vaknar á morgun, mun honum líða eins og mesta fífli Danmerkur,“ sagði kjarnyrtur Norðmaðurinn í gær. Ståle Solbakken skulle lige have forklaret, hvad sagen med @mattiastesfaye handlede om, inden han svarede, som Ståle nu kan svare: https://t.co/Q2JwnmRGm9— Daniel Nøjsen Fallah (@danielnojsen) August 10, 2020 Evrópudeild UEFA Danmörk Danski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Forráðamenn FCK voru allt annað en sáttir við tíst Mattias Tesfaye, útlendinga- og aðlögunaráðherra, og hafa krafið hann um afsökunarbeiðni sem þeir hafa nú fengið. Mattias er stuðningsmaður AGF í Danmörku og hann lét eftirfarandi tíst í loftið skömmu fyrir leik FCK gegn Manchester United í Evrópudeildinni í gærkvöldi. „FCK-United? Gæti aldrei dreymt um að þessi félög myndu vinna fótboltaleik. En hvort liðið vona ég mest að tapi? Ég vona að Judas Stage og Kamil Paycheck tapi,“ skrifaði Mattias. FCK tager afstand fra Mattias Tesfayes tweet https://t.co/uE2POLeJNs— Jes Mortensen (@JesMortensen) August 10, 2020 Síðar eyddi Mattias tístinu sínu en Jens Stage kom frá AGF til FCK og Kamil Wilczek, sem áður spilaði með erkifjendunum í Bröndby, spilar nú með FCK. FCK birti svo yfirlýsingu fyrir leikinn í gærkvöldi þar sem þeir kröfðu ráðherrann um afsökunarbeiðni en báðir leikmenn hafa setið undir hótunum frá bæði stuðningsmönnum AGF og Bröndby. „Það er eitt að stuðnigsmenn sendi hvorum öðrum pillu en að ráðherra noti svona tón finnst okkur óskiljanlegt og óafsakanlegt,“ en Mattias sendi frá sér yfirlýsingu í morgun. „Í staðinn gæti ráðherrann kannski glaðst yfir að ungur maður eins og Mohamed Daramy, sem fékk ríkisborgararétt nýlega, getur í kvöld spilað gegn nokkrum af bestu fótboltamönnum í heimi, sem er afrakstur mikillar vinnu,“ sagði enn fremur í yfirlýsingu FCK. Ståle Solbakken, þjálfari FCK, er ekki vanur að sitja á sínum skoðunum og hann hafði þetta að segja um málið. „Þegar hann vaknar á morgun, mun honum líða eins og mesta fífli Danmerkur,“ sagði kjarnyrtur Norðmaðurinn í gær. Ståle Solbakken skulle lige have forklaret, hvad sagen med @mattiastesfaye handlede om, inden han svarede, som Ståle nu kan svare: https://t.co/Q2JwnmRGm9— Daniel Nøjsen Fallah (@danielnojsen) August 10, 2020
Evrópudeild UEFA Danmörk Danski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira