Ósáttir með ráðherra: „Þegar hann vaknar á morgun mun honum líða eins og mesta fífli Danmerkur“ Anton Ingi Leifsson skrifar 11. ágúst 2020 09:30 Mattias Tesfaye á fundi. Hann er ekki vinsælasti maðurinn í Danmörku. vísir/getty Forráðamenn FCK voru allt annað en sáttir við tíst Mattias Tesfaye, útlendinga- og aðlögunaráðherra, og hafa krafið hann um afsökunarbeiðni sem þeir hafa nú fengið. Mattias er stuðningsmaður AGF í Danmörku og hann lét eftirfarandi tíst í loftið skömmu fyrir leik FCK gegn Manchester United í Evrópudeildinni í gærkvöldi. „FCK-United? Gæti aldrei dreymt um að þessi félög myndu vinna fótboltaleik. En hvort liðið vona ég mest að tapi? Ég vona að Judas Stage og Kamil Paycheck tapi,“ skrifaði Mattias. FCK tager afstand fra Mattias Tesfayes tweet https://t.co/uE2POLeJNs— Jes Mortensen (@JesMortensen) August 10, 2020 Síðar eyddi Mattias tístinu sínu en Jens Stage kom frá AGF til FCK og Kamil Wilczek, sem áður spilaði með erkifjendunum í Bröndby, spilar nú með FCK. FCK birti svo yfirlýsingu fyrir leikinn í gærkvöldi þar sem þeir kröfðu ráðherrann um afsökunarbeiðni en báðir leikmenn hafa setið undir hótunum frá bæði stuðningsmönnum AGF og Bröndby. „Það er eitt að stuðnigsmenn sendi hvorum öðrum pillu en að ráðherra noti svona tón finnst okkur óskiljanlegt og óafsakanlegt,“ en Mattias sendi frá sér yfirlýsingu í morgun. „Í staðinn gæti ráðherrann kannski glaðst yfir að ungur maður eins og Mohamed Daramy, sem fékk ríkisborgararétt nýlega, getur í kvöld spilað gegn nokkrum af bestu fótboltamönnum í heimi, sem er afrakstur mikillar vinnu,“ sagði enn fremur í yfirlýsingu FCK. Ståle Solbakken, þjálfari FCK, er ekki vanur að sitja á sínum skoðunum og hann hafði þetta að segja um málið. „Þegar hann vaknar á morgun, mun honum líða eins og mesta fífli Danmerkur,“ sagði kjarnyrtur Norðmaðurinn í gær. Ståle Solbakken skulle lige have forklaret, hvad sagen med @mattiastesfaye handlede om, inden han svarede, som Ståle nu kan svare: https://t.co/Q2JwnmRGm9— Daniel Nøjsen Fallah (@danielnojsen) August 10, 2020 Evrópudeild UEFA Danmörk Danski boltinn Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Færeyjar - Ísland | Generalprufa fyrir HM Handbolti Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn Fleiri fréttir Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Sjá meira
Forráðamenn FCK voru allt annað en sáttir við tíst Mattias Tesfaye, útlendinga- og aðlögunaráðherra, og hafa krafið hann um afsökunarbeiðni sem þeir hafa nú fengið. Mattias er stuðningsmaður AGF í Danmörku og hann lét eftirfarandi tíst í loftið skömmu fyrir leik FCK gegn Manchester United í Evrópudeildinni í gærkvöldi. „FCK-United? Gæti aldrei dreymt um að þessi félög myndu vinna fótboltaleik. En hvort liðið vona ég mest að tapi? Ég vona að Judas Stage og Kamil Paycheck tapi,“ skrifaði Mattias. FCK tager afstand fra Mattias Tesfayes tweet https://t.co/uE2POLeJNs— Jes Mortensen (@JesMortensen) August 10, 2020 Síðar eyddi Mattias tístinu sínu en Jens Stage kom frá AGF til FCK og Kamil Wilczek, sem áður spilaði með erkifjendunum í Bröndby, spilar nú með FCK. FCK birti svo yfirlýsingu fyrir leikinn í gærkvöldi þar sem þeir kröfðu ráðherrann um afsökunarbeiðni en báðir leikmenn hafa setið undir hótunum frá bæði stuðningsmönnum AGF og Bröndby. „Það er eitt að stuðnigsmenn sendi hvorum öðrum pillu en að ráðherra noti svona tón finnst okkur óskiljanlegt og óafsakanlegt,“ en Mattias sendi frá sér yfirlýsingu í morgun. „Í staðinn gæti ráðherrann kannski glaðst yfir að ungur maður eins og Mohamed Daramy, sem fékk ríkisborgararétt nýlega, getur í kvöld spilað gegn nokkrum af bestu fótboltamönnum í heimi, sem er afrakstur mikillar vinnu,“ sagði enn fremur í yfirlýsingu FCK. Ståle Solbakken, þjálfari FCK, er ekki vanur að sitja á sínum skoðunum og hann hafði þetta að segja um málið. „Þegar hann vaknar á morgun, mun honum líða eins og mesta fífli Danmerkur,“ sagði kjarnyrtur Norðmaðurinn í gær. Ståle Solbakken skulle lige have forklaret, hvad sagen med @mattiastesfaye handlede om, inden han svarede, som Ståle nu kan svare: https://t.co/Q2JwnmRGm9— Daniel Nøjsen Fallah (@danielnojsen) August 10, 2020
Evrópudeild UEFA Danmörk Danski boltinn Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Færeyjar - Ísland | Generalprufa fyrir HM Handbolti Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn Fleiri fréttir Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Sjá meira