Biðin endalausa Hólmfríður Þórisdóttir skrifar 11. ágúst 2020 08:00 Heilbrigðisþjónusta á Íslandi hefur löngum verið talin með þeim bestu í heimi og sannarlega má segja að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk sé í sérflokki hvað gæði varðar. Því er óskiljanleg sú ringulreið sem ríkir í kringum svokallaðar valkvæðar aðgerðir, þar á meðal liðskiptaaðgerðir. Ljóst er að þar þarf svo sannarlega að taka til hendinni þar sem í óefni stefnir og hefur verið um árabil. Landlæknir gaf árið 2016 út viðmiðunarmörk um bið eftir heilbrigðiþjónustu. Þar segir að bið eftir skoðun hjá sérfræðingi skuli ekki vera lengri en 30 dagar og aðgerð skuli gerð innan 90 daga. Háleitt og göfugt markmið ekki satt en því miður er raunveruleikinn allur annar. Greinarhöfundur er eins og fleiri í fjölskyldu sinni með laskaðan liðþófa í hné og eftir fjölmargar smáskammtalækningar árum saman, speglanir og sterasprautur þá var ljóst að ekki varð lengra komist. Því var ákveðið að sækja um liðskiptaaðgerð á Landspítalanum. Biðtími eftir skoðun hjá sérfræðingi var ekki 30 dagar eins og viðmiðunarmörkin segja heldur voru þeir rúmlega 200. Þennan tíma má vel kalla falinn biðtíma þar sem hann kemur hvergi fram í tölum Landlæknis um biðlista eftir aðgerðum og bætist við hinn opinbera biðtíma sem er þó langur fyrir. Aðgerðin sjálf var ákveðin í nóvember 2019 og var fyrirhuguð 12 mánuðum síðar en ekki þremur eins og markmiðið er samkvæmt markmiðum Landlæknis. Biðin eftir aðgerðinni er því orðnir 17 mánuðir nú þegar og sér ekki fyrir endann á. Hver er svo staða manneskjunnar sem bíður allan þennan tíma með sinn síversnandi sjúkdóm? Í gegnum nálarauga Landspítalans komast einungis þeir sem eru komnir með miklar skemmdir í liði. Þessu fylgja miklir verkir, sársauki við minnstu hreyfingar og allt þetta hefur áhrif á andlega líðan þess sem bíður. Oft þurfa aðstandendur að hlaupa undir bagga þar sem líkamleg færni sjúklingsins gerir honum oft erfitt um vik að sinna sínum daglegu störfum. Kvalirnar eru linaðar með verkjalyfjum og ekki er óalgengt að sjúklingar séu komnir á morfínskyld lyf þar sem vægari úrræði virka ekki. Samfara þessu eru margir komnir í veikindaleyfi frá vinnu og jafnvel búnir að nýta rétt sinn til veikindaleyfa á meðan biðinni stendur og því án veikindaréttar þegar loks kemur að aðgerð og þeim tíma sem nauðsynlegur er til eftirbata.Samfélagslegur kostnaður er hár og ekki metinn til fjár. Á meðan standa tvær einkareknar skurðstofur reiðubúnar til að grípa inní og aðstoða við að koma íslenska heilbrigðiskerfinu á réttan kjöl og bæta lífsgæði þeirra sem í þessari stöðu eru. Hér með eru heilbrigðisyfirvöld hvött til að grípa til aðgerða strax og koma hópi þessum til aðstoðar sem þarf verulega á henni að halda. Þar sem er vilji, þar er vegur og það þarf kjark að fara hann Höfundur er starfsmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta á Íslandi hefur löngum verið talin með þeim bestu í heimi og sannarlega má segja að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk sé í sérflokki hvað gæði varðar. Því er óskiljanleg sú ringulreið sem ríkir í kringum svokallaðar valkvæðar aðgerðir, þar á meðal liðskiptaaðgerðir. Ljóst er að þar þarf svo sannarlega að taka til hendinni þar sem í óefni stefnir og hefur verið um árabil. Landlæknir gaf árið 2016 út viðmiðunarmörk um bið eftir heilbrigðiþjónustu. Þar segir að bið eftir skoðun hjá sérfræðingi skuli ekki vera lengri en 30 dagar og aðgerð skuli gerð innan 90 daga. Háleitt og göfugt markmið ekki satt en því miður er raunveruleikinn allur annar. Greinarhöfundur er eins og fleiri í fjölskyldu sinni með laskaðan liðþófa í hné og eftir fjölmargar smáskammtalækningar árum saman, speglanir og sterasprautur þá var ljóst að ekki varð lengra komist. Því var ákveðið að sækja um liðskiptaaðgerð á Landspítalanum. Biðtími eftir skoðun hjá sérfræðingi var ekki 30 dagar eins og viðmiðunarmörkin segja heldur voru þeir rúmlega 200. Þennan tíma má vel kalla falinn biðtíma þar sem hann kemur hvergi fram í tölum Landlæknis um biðlista eftir aðgerðum og bætist við hinn opinbera biðtíma sem er þó langur fyrir. Aðgerðin sjálf var ákveðin í nóvember 2019 og var fyrirhuguð 12 mánuðum síðar en ekki þremur eins og markmiðið er samkvæmt markmiðum Landlæknis. Biðin eftir aðgerðinni er því orðnir 17 mánuðir nú þegar og sér ekki fyrir endann á. Hver er svo staða manneskjunnar sem bíður allan þennan tíma með sinn síversnandi sjúkdóm? Í gegnum nálarauga Landspítalans komast einungis þeir sem eru komnir með miklar skemmdir í liði. Þessu fylgja miklir verkir, sársauki við minnstu hreyfingar og allt þetta hefur áhrif á andlega líðan þess sem bíður. Oft þurfa aðstandendur að hlaupa undir bagga þar sem líkamleg færni sjúklingsins gerir honum oft erfitt um vik að sinna sínum daglegu störfum. Kvalirnar eru linaðar með verkjalyfjum og ekki er óalgengt að sjúklingar séu komnir á morfínskyld lyf þar sem vægari úrræði virka ekki. Samfara þessu eru margir komnir í veikindaleyfi frá vinnu og jafnvel búnir að nýta rétt sinn til veikindaleyfa á meðan biðinni stendur og því án veikindaréttar þegar loks kemur að aðgerð og þeim tíma sem nauðsynlegur er til eftirbata.Samfélagslegur kostnaður er hár og ekki metinn til fjár. Á meðan standa tvær einkareknar skurðstofur reiðubúnar til að grípa inní og aðstoða við að koma íslenska heilbrigðiskerfinu á réttan kjöl og bæta lífsgæði þeirra sem í þessari stöðu eru. Hér með eru heilbrigðisyfirvöld hvött til að grípa til aðgerða strax og koma hópi þessum til aðstoðar sem þarf verulega á henni að halda. Þar sem er vilji, þar er vegur og það þarf kjark að fara hann Höfundur er starfsmaður Miðflokksins.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun