„Fótboltinn er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. ágúst 2020 20:15 Páll Kristjánsson er formaður knattspyrnudeildar KR. vísir/skjáskot „Þetta er stutt og tiltölulega einfalt ferðalag en við þekkjum allir stærðina sem Celtic er. Þetta gæti ekki verið erfiðara fótboltalega séð en þetta er ákveðin lausn. Við vorum kvíðnir fyrir því að þurfa takast á við að halda heimaleik og það er ágætis lausn að fljúga til Skotlands,“ sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR. KR drógst í dag gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar en drátturinn var ánægjulegur fyrir KR-inga því ekki er hægt að leika fótbolta hér á landi, í það minnsta til 13. ágúst svo útileikur var góð lausn fyrir KR. Páll segir hins vegar ekki skilja hvað dagsetningin 13. ágúst á að breyta í þessum efnum. „Þetta er viðmið sem stjórnvöld hafa sett en ég og fleiri menn áttum okkur ekki á því hvað á að gerast 13. ágúst. Staðan í þessari COVID-baráttu verður ekkert betri 13. ágúst. Við vitum það öll sem höfum lágmarkskunnáttu í veiru- og kúrvufræðum. Við sjáum ekki hvað 13. ágúst á að breyta í þeim efnum.“ Formaðurinn er með skýra sýn í þessum efnum. „Mín sýn er sú að fyrir það fyrsta að liðin sem eru í Evrópukeppni fái leiki. Besta væri að það væri alvöru keppnisleikir í Íslandsmóti og spilað fyrir luktum dyrum. Mín persónulega sýn og það þarf ekki að endurspegla mat félagsins eða annara liða er sú að ég vil gera allt sem hægt er að spila fyrir framan áhorfendur.“ „Ef það þýðir að ýta þessu inn í einhvers konar vetrarmót er ég svo sem hlynntur því. Við þurfum að tryggja að það verði leikinn fótbolti á Íslandi núna og ef að við þurfum að taka þá erfiðu ákvörðun að gera það fyrir framan enga áhorfendur, þá verðum við að gera það.“ Páll segir að það verði að spila einhverja leiki hér á landi fyrir Evrópukeppnir þeirra fjögurra liða sem hafa tryggt sér þáttökurétt svo þau standi á jafnréttisgrundvelli í leikjunum þegar þar aðkemur. „Við verðum að tryggja það að liðin okkar; hvort sem það er KR, Breiðablik, FH eða Víkingur, fái alvöru leiki. Við erum eina landið í Evrópa sem bannar fótbolta sem stendur og fótboltinn í dag er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð.“ „Við þurfum að vera skynsöm og þá gildir það í báðar áttir. Að taka ekki óþarfa óhættur en heldur ekki finna upp hjólið og fylgja þeim fordæmum sem hafa verið fundinn upp í Evrópu og nágrannalöndunum,“ sagði skeleggur Páll. Klippa: Sportpakkinn - Páll Kristjánsson Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Rúnar Páll: Finnst undarlegt að leyfa ekki fótbolta á Íslandi Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur ekki áhrif af líkamlegu atgervi leikmanna eftir aðra pásuna í sumar vegna kórónuveirunnar. Hann segir að andlega hliðin sé meira spurningarmerki. 9. ágúst 2020 19:45 KR mætir Celtic í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar KR munu mæta Skotlandsmeisturum Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í morgun. 9. ágúst 2020 10:48 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
„Þetta er stutt og tiltölulega einfalt ferðalag en við þekkjum allir stærðina sem Celtic er. Þetta gæti ekki verið erfiðara fótboltalega séð en þetta er ákveðin lausn. Við vorum kvíðnir fyrir því að þurfa takast á við að halda heimaleik og það er ágætis lausn að fljúga til Skotlands,“ sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR. KR drógst í dag gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar en drátturinn var ánægjulegur fyrir KR-inga því ekki er hægt að leika fótbolta hér á landi, í það minnsta til 13. ágúst svo útileikur var góð lausn fyrir KR. Páll segir hins vegar ekki skilja hvað dagsetningin 13. ágúst á að breyta í þessum efnum. „Þetta er viðmið sem stjórnvöld hafa sett en ég og fleiri menn áttum okkur ekki á því hvað á að gerast 13. ágúst. Staðan í þessari COVID-baráttu verður ekkert betri 13. ágúst. Við vitum það öll sem höfum lágmarkskunnáttu í veiru- og kúrvufræðum. Við sjáum ekki hvað 13. ágúst á að breyta í þeim efnum.“ Formaðurinn er með skýra sýn í þessum efnum. „Mín sýn er sú að fyrir það fyrsta að liðin sem eru í Evrópukeppni fái leiki. Besta væri að það væri alvöru keppnisleikir í Íslandsmóti og spilað fyrir luktum dyrum. Mín persónulega sýn og það þarf ekki að endurspegla mat félagsins eða annara liða er sú að ég vil gera allt sem hægt er að spila fyrir framan áhorfendur.“ „Ef það þýðir að ýta þessu inn í einhvers konar vetrarmót er ég svo sem hlynntur því. Við þurfum að tryggja að það verði leikinn fótbolti á Íslandi núna og ef að við þurfum að taka þá erfiðu ákvörðun að gera það fyrir framan enga áhorfendur, þá verðum við að gera það.“ Páll segir að það verði að spila einhverja leiki hér á landi fyrir Evrópukeppnir þeirra fjögurra liða sem hafa tryggt sér þáttökurétt svo þau standi á jafnréttisgrundvelli í leikjunum þegar þar aðkemur. „Við verðum að tryggja það að liðin okkar; hvort sem það er KR, Breiðablik, FH eða Víkingur, fái alvöru leiki. Við erum eina landið í Evrópa sem bannar fótbolta sem stendur og fótboltinn í dag er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð.“ „Við þurfum að vera skynsöm og þá gildir það í báðar áttir. Að taka ekki óþarfa óhættur en heldur ekki finna upp hjólið og fylgja þeim fordæmum sem hafa verið fundinn upp í Evrópu og nágrannalöndunum,“ sagði skeleggur Páll. Klippa: Sportpakkinn - Páll Kristjánsson
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Rúnar Páll: Finnst undarlegt að leyfa ekki fótbolta á Íslandi Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur ekki áhrif af líkamlegu atgervi leikmanna eftir aðra pásuna í sumar vegna kórónuveirunnar. Hann segir að andlega hliðin sé meira spurningarmerki. 9. ágúst 2020 19:45 KR mætir Celtic í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar KR munu mæta Skotlandsmeisturum Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í morgun. 9. ágúst 2020 10:48 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Rúnar Páll: Finnst undarlegt að leyfa ekki fótbolta á Íslandi Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur ekki áhrif af líkamlegu atgervi leikmanna eftir aðra pásuna í sumar vegna kórónuveirunnar. Hann segir að andlega hliðin sé meira spurningarmerki. 9. ágúst 2020 19:45
KR mætir Celtic í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar KR munu mæta Skotlandsmeisturum Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í morgun. 9. ágúst 2020 10:48