Í upphafi krefjandi vetrar Drífa Snædal skrifar 8. ágúst 2020 07:30 Það eru vægast sagt óvenjulegar aðstæður uppi nú þegar líður að hausti. Við vitum ekki hvernig sóttvörnum verður háttað í nánustu framtíð en vitum þó að áframhaldandi röskun verður á okkar daglega lífi. Staðan á vinnumarkaði er slæm, atvinnuleysi nálægt 10% en mjög misdreift á milli landshluta, sveitarfélaga og atvinnugreina. Þar er óvissa einnig töluverð því margir eru að klára uppsagnarfrest og einhver fjöldi erlends farandverkafólks er farið aftur til síns heimalands. Þarna skiptir öllu að fólk hafi greiðan aðgang að þeim úrræðum sem í boði eru, lögð verði áhersla á fjölgun starfa hjá hinu opinbera og í nýsköpun og þeim sem eru atvinnulaus gefin tækifæri á endurmenntun. Síðast en ekki síst verður að hækka atvinnuleysisbætur strax enda hafa þær ekki haldið í við lágmarkslaun. Þetta er ekki tíminn til að skera niður í ríkisrekstri enda getur það dýpkað kreppuna með alvarlegum og langvinnum afleiðingum fyrir einstaklinga og samfélagið allt. Í þeim kjarasamningum sem undirritaðir voru í apríl 2019 er möguleiki á endurskoðun nú í september hafi forsendur ekki staðist. Þrjár forsendur liggja til grundvallar kjarasamningunum: Að kaupmáttur aukist, vextir lækki og stjórnvöld standi við þau loforð sem gefin voru í tengslum við samningana. Það liggur fyrir að kaupmáttur hefur aukist og vextir hafa lækkað en út af standa fjölmörg þeirra verkefna sem stjórnvöld gáfu loforð um. Ferlið við endurskoðun er skrifað inn í kjarasamningana. Forsendunefnd skipuð fulltrúum frá ASÍ og SA kemur saman og úrskurðar hvort forsendur hafi staðist. Sé niðurstaðan sú að forsendur hafi ekki staðist skal hefja viðræður til að leita leiða til þess að markmið samningsins nái fram að ganga. Stjórnvöld þurfa að koma að þessu samtali, bæði þar sem þau hafa ekki staðið að fullu við sinn hluta samkomulagsins og þar sem aðstæður á vinnumarkaði eru sérlega krefjandi nú um stundir og verða það áfram. Það er mikið undir í þeim viðræðum sem nú fara í hönd og ábyrgð allra aðila mikil. Það er því ólíðandi að Samtök atvinnulífsins skuli í sumar hafa gengið gegn reglum á vinnumarkaði með því að styðja Icelandair í fordæmalausum aðgerðum gegn flugfreyjum og þjónum. Það var örlagaríkur föstudagur í júlí þegar stjórnendur Icelandair lýstu því yfir að þeir ætluðu að sniðganga viðsemjendur og semja við aðra um kaup og kjör. Ekki var upplýst um hverjir „þessir aðrir“ voru en það skal sagt eins skýrt og mögulegt er að það er ekki í hendi atvinnurekenda að velja og hafna við hverja þeir semja. Það eru hins vegar þekktar aðferðir úti í heimi að atvinnurekendur reyni að búa til sín eigin stéttarfélög og ganga til samninga við þau. Það verður ekki látið viðgangast á íslenskum vinnumarkaði og þó að flugfreyjur hafi gengið frá samningum þá mun þessi „sumargjöf“ elta okkur inn í haustið og lita þau verkefni sem framundan eru. Samningsréttur vinnandi fólks verður varinn! Það er tilefni til að rifja það upp hér og nú að sterk og sjálfstæð stéttarfélög á Íslandi og á Norðurlöndunum eru hornsteinn þeirra lífsgæða og velsældar sem einkennir þennan heimshluta og önnur ríki hafa öfundað okkur af. Okkur ber að efla lífsgæðin, ekki að brjóta þau niður. Á þingi ASÍ sem haldið verður í október verður sérstaklega fjallað um þessa þætti í ljósi yfirstandandi kreppu og breytinga á atvinnu- og lifnaðarháttum vegna loftslagskrísunnar og tæknibreytinga. Á þinginu verður einnig, svo sem venjan býður, kjörin forysta hreyfingarinnar og mun ég gefa kost á mér til áframhaldandi starfa sem forseti Alþýðusambandsins. Það er að bera í bakkafullan lækinn að tala um fordæmalausa tíma. En það er samt svo að á tímum sem þessum eru teknar fjölmargar ákvarðanir sem marka samfélagið til framtíðar. Verkalýðshreyfingin ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för, ekki hagsmunir hinna fáu, ekki hagsmunir peningaaflanna. Um þetta hafa alltaf staðið átök hérlendis sem annars staðar og munu gera áfram. En ef við ætlum að koma standandi út úr þessari kreppu þarf almannahagur að vera hornsteinn allra ákvarðana. Með þetta leiðarljós tekst verkalýðshreyfingin á við verkefni vetrarins. Þau eru mörg, en hreyfingin er sterk og tilbúin í það sem koma skal. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru vægast sagt óvenjulegar aðstæður uppi nú þegar líður að hausti. Við vitum ekki hvernig sóttvörnum verður háttað í nánustu framtíð en vitum þó að áframhaldandi röskun verður á okkar daglega lífi. Staðan á vinnumarkaði er slæm, atvinnuleysi nálægt 10% en mjög misdreift á milli landshluta, sveitarfélaga og atvinnugreina. Þar er óvissa einnig töluverð því margir eru að klára uppsagnarfrest og einhver fjöldi erlends farandverkafólks er farið aftur til síns heimalands. Þarna skiptir öllu að fólk hafi greiðan aðgang að þeim úrræðum sem í boði eru, lögð verði áhersla á fjölgun starfa hjá hinu opinbera og í nýsköpun og þeim sem eru atvinnulaus gefin tækifæri á endurmenntun. Síðast en ekki síst verður að hækka atvinnuleysisbætur strax enda hafa þær ekki haldið í við lágmarkslaun. Þetta er ekki tíminn til að skera niður í ríkisrekstri enda getur það dýpkað kreppuna með alvarlegum og langvinnum afleiðingum fyrir einstaklinga og samfélagið allt. Í þeim kjarasamningum sem undirritaðir voru í apríl 2019 er möguleiki á endurskoðun nú í september hafi forsendur ekki staðist. Þrjár forsendur liggja til grundvallar kjarasamningunum: Að kaupmáttur aukist, vextir lækki og stjórnvöld standi við þau loforð sem gefin voru í tengslum við samningana. Það liggur fyrir að kaupmáttur hefur aukist og vextir hafa lækkað en út af standa fjölmörg þeirra verkefna sem stjórnvöld gáfu loforð um. Ferlið við endurskoðun er skrifað inn í kjarasamningana. Forsendunefnd skipuð fulltrúum frá ASÍ og SA kemur saman og úrskurðar hvort forsendur hafi staðist. Sé niðurstaðan sú að forsendur hafi ekki staðist skal hefja viðræður til að leita leiða til þess að markmið samningsins nái fram að ganga. Stjórnvöld þurfa að koma að þessu samtali, bæði þar sem þau hafa ekki staðið að fullu við sinn hluta samkomulagsins og þar sem aðstæður á vinnumarkaði eru sérlega krefjandi nú um stundir og verða það áfram. Það er mikið undir í þeim viðræðum sem nú fara í hönd og ábyrgð allra aðila mikil. Það er því ólíðandi að Samtök atvinnulífsins skuli í sumar hafa gengið gegn reglum á vinnumarkaði með því að styðja Icelandair í fordæmalausum aðgerðum gegn flugfreyjum og þjónum. Það var örlagaríkur föstudagur í júlí þegar stjórnendur Icelandair lýstu því yfir að þeir ætluðu að sniðganga viðsemjendur og semja við aðra um kaup og kjör. Ekki var upplýst um hverjir „þessir aðrir“ voru en það skal sagt eins skýrt og mögulegt er að það er ekki í hendi atvinnurekenda að velja og hafna við hverja þeir semja. Það eru hins vegar þekktar aðferðir úti í heimi að atvinnurekendur reyni að búa til sín eigin stéttarfélög og ganga til samninga við þau. Það verður ekki látið viðgangast á íslenskum vinnumarkaði og þó að flugfreyjur hafi gengið frá samningum þá mun þessi „sumargjöf“ elta okkur inn í haustið og lita þau verkefni sem framundan eru. Samningsréttur vinnandi fólks verður varinn! Það er tilefni til að rifja það upp hér og nú að sterk og sjálfstæð stéttarfélög á Íslandi og á Norðurlöndunum eru hornsteinn þeirra lífsgæða og velsældar sem einkennir þennan heimshluta og önnur ríki hafa öfundað okkur af. Okkur ber að efla lífsgæðin, ekki að brjóta þau niður. Á þingi ASÍ sem haldið verður í október verður sérstaklega fjallað um þessa þætti í ljósi yfirstandandi kreppu og breytinga á atvinnu- og lifnaðarháttum vegna loftslagskrísunnar og tæknibreytinga. Á þinginu verður einnig, svo sem venjan býður, kjörin forysta hreyfingarinnar og mun ég gefa kost á mér til áframhaldandi starfa sem forseti Alþýðusambandsins. Það er að bera í bakkafullan lækinn að tala um fordæmalausa tíma. En það er samt svo að á tímum sem þessum eru teknar fjölmargar ákvarðanir sem marka samfélagið til framtíðar. Verkalýðshreyfingin ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för, ekki hagsmunir hinna fáu, ekki hagsmunir peningaaflanna. Um þetta hafa alltaf staðið átök hérlendis sem annars staðar og munu gera áfram. En ef við ætlum að koma standandi út úr þessari kreppu þarf almannahagur að vera hornsteinn allra ákvarðana. Með þetta leiðarljós tekst verkalýðshreyfingin á við verkefni vetrarins. Þau eru mörg, en hreyfingin er sterk og tilbúin í það sem koma skal. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar