Kínverjar sagðir vilja losna við Trump en Rússar beita sér gegn Biden Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2020 21:30 Kosningar fara fram í Bandaríkjunum 3. nóvember, ekki aðeins til forseta heldur einnig Bandaríkjaþings. Mörg erlend ríki telja sig hafa hagsmuni af því hvernig fer. AP/Tony Dejak Yfirmaður einnar leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna telur að kínversk stjórnvöld vonist til þess að Donald Trump nái ekki endurkjöri sem forseti í haust og reynir að beita áhrifum sínum í aðdraganda kosninga í haust. Rússa telur hann beita sér til að koma höggi á Joe Biden, væntanlegan frambjóðanda Demókrataflokksins. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá William Evanina, forstjóra Gagnnjósna- og öryggismiðstöðvar Bandaríkjanna, um tilraunir erlendra ríkja til þess að hafa áhrifa á kosningarnar í nóvember, að sögn Washington Post. Kínversk stjórnvöld telja Trump „óútreiknanlegan“ og vilja heldur að hann verði ekki áfram forseti eftir kosningarnar. Evanina segir þau þrýsta á stjórnmálamenn sem þau telja vinna gegn hagsmunum sínum og verjast gagnrýni á Kína. Trump hefur eldað grátt silfur saman við stjórnvöld í Beijing. Viðskiptastríð upphófst þegar Trump skellti verndartollum á kínverskar innflutningsvörur og Kínverjar svöruðu í sömum mynt. Þá hefur ríkisstjórn Trump beitt sér fyrir því að vestræn ríki úthýsi kínverska tæknifyrirtækinu Huawei úr 5G-væðingu sinni. Ríkin tvö ráku ræðismenn úr landi á dögunum. JUST IN: In new statement, top counterintel official Evanina confirms what @kyledcheney and I reported last week: Intel officials believe that Russia is using a range of measures to primarily denigrate former Vice President Biden in runup to election. https://t.co/I11E6frl1D pic.twitter.com/t3EOOqYubU— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) August 7, 2020 Rússar rægja Biden Varðandi Rússa, sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 til að hjálpa Trump að ná kjöri, telur Evanina að þeir vilji nú vinna gegn Biden, fyrrverandi varaforseta, sem mælist nú með afgerandi forskot á Trump í skoðanakönnunum á landsvísu. „Við teljum að Rússland noti fjölda leiða til að fyrst og fremst rægja Biden varaforseta og það sem það lítur á sem „ráðandi öfl“ sem eru andsnúin Rússlandi,“ segir í yfirlýsingu Evanina. Ástæðan fyrir andstöðu stjórnvalda í Kreml við Biden er meðal annars talin gagnrýni hans á þau þegar hann var varaforseti Baracks Obama og aðild hans að stefnu þeirrar ríkisstjórnar gagnvart Úkraínu. Rússar háðu stórfelldan upplýsingahernað fyrir forsetakosningarnar árið 2016 sem byggðist meðal annars á tölvuinnbrotum í tölvupósta Demókrataflokksins sem var lekið í gegnum vefsíðuna Wikileaks. Íranar eru einnig sagðir vinna gegn bandarískum stofunum og Trump forseta. Stjórnvöld í Teheran eru talin reyna að sundra Bandaríkjamönnum fyrir kosningarnar. Evanina telur Írana beina kröftum sínum að áróðri og upplýsingafalsi á samfélagsmiðlum. Þeir óttist að verði Trump endurkjörin haldi harðlínustefna Bandaríkjastjórnar gagnvart þeim áfram, að því er AP-fréttastofan segir. Trump sagði Bandaríkin frá kjarnorkusamningi heimsveldanna við Íran árið 2018 og lagði aftur á viðskiptaþvinganir sem höfðu verið afnumndar með honum. Þá felldi Bandaríkjaher yfirmann sérveitar íranska byltingarvarðarins fyrr á þessu ári. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Kína Íran Donald Trump Tengdar fréttir Utanríkisráðherrann gekk á Rússa um meint verðlaunafé í Afganistan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. 7. ágúst 2020 19:38 Twitter merkir reikninga ríkisfjölmiðla Tístum frá ríkisfjölmiðlum verður ekki lengur haldið að notendum samfélagsmiðilsins Twitter og byrjar er að merkja reikninga miðlanna sérstaklega. Rússneski fjölmiðillinn RT og kínverska Xinhua-ríkisfréttastofan eru á meðal þeirra sem verða fyrir áhrifum af breytingunum. 6. ágúst 2020 20:24 Telja Rússa standa að upplýsingafalsi um faraldurinn Rússneska leyniþjónustan er sögð dreifa fölskum upplýsingum um kórónuveiruheimsfaraldurinn á enskumælandi vefsíðum sem beint er að fólki í Bandaríkjunum og öðrum vestrænum ríkjum, að sögn bandarískra embættismanna. Áróðurinn er sagður ýmist upphefja Rússland eða gera lítið úr Bandaríkjunum. 29. júlí 2020 16:06 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Yfirmaður einnar leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna telur að kínversk stjórnvöld vonist til þess að Donald Trump nái ekki endurkjöri sem forseti í haust og reynir að beita áhrifum sínum í aðdraganda kosninga í haust. Rússa telur hann beita sér til að koma höggi á Joe Biden, væntanlegan frambjóðanda Demókrataflokksins. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá William Evanina, forstjóra Gagnnjósna- og öryggismiðstöðvar Bandaríkjanna, um tilraunir erlendra ríkja til þess að hafa áhrifa á kosningarnar í nóvember, að sögn Washington Post. Kínversk stjórnvöld telja Trump „óútreiknanlegan“ og vilja heldur að hann verði ekki áfram forseti eftir kosningarnar. Evanina segir þau þrýsta á stjórnmálamenn sem þau telja vinna gegn hagsmunum sínum og verjast gagnrýni á Kína. Trump hefur eldað grátt silfur saman við stjórnvöld í Beijing. Viðskiptastríð upphófst þegar Trump skellti verndartollum á kínverskar innflutningsvörur og Kínverjar svöruðu í sömum mynt. Þá hefur ríkisstjórn Trump beitt sér fyrir því að vestræn ríki úthýsi kínverska tæknifyrirtækinu Huawei úr 5G-væðingu sinni. Ríkin tvö ráku ræðismenn úr landi á dögunum. JUST IN: In new statement, top counterintel official Evanina confirms what @kyledcheney and I reported last week: Intel officials believe that Russia is using a range of measures to primarily denigrate former Vice President Biden in runup to election. https://t.co/I11E6frl1D pic.twitter.com/t3EOOqYubU— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) August 7, 2020 Rússar rægja Biden Varðandi Rússa, sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 til að hjálpa Trump að ná kjöri, telur Evanina að þeir vilji nú vinna gegn Biden, fyrrverandi varaforseta, sem mælist nú með afgerandi forskot á Trump í skoðanakönnunum á landsvísu. „Við teljum að Rússland noti fjölda leiða til að fyrst og fremst rægja Biden varaforseta og það sem það lítur á sem „ráðandi öfl“ sem eru andsnúin Rússlandi,“ segir í yfirlýsingu Evanina. Ástæðan fyrir andstöðu stjórnvalda í Kreml við Biden er meðal annars talin gagnrýni hans á þau þegar hann var varaforseti Baracks Obama og aðild hans að stefnu þeirrar ríkisstjórnar gagnvart Úkraínu. Rússar háðu stórfelldan upplýsingahernað fyrir forsetakosningarnar árið 2016 sem byggðist meðal annars á tölvuinnbrotum í tölvupósta Demókrataflokksins sem var lekið í gegnum vefsíðuna Wikileaks. Íranar eru einnig sagðir vinna gegn bandarískum stofunum og Trump forseta. Stjórnvöld í Teheran eru talin reyna að sundra Bandaríkjamönnum fyrir kosningarnar. Evanina telur Írana beina kröftum sínum að áróðri og upplýsingafalsi á samfélagsmiðlum. Þeir óttist að verði Trump endurkjörin haldi harðlínustefna Bandaríkjastjórnar gagnvart þeim áfram, að því er AP-fréttastofan segir. Trump sagði Bandaríkin frá kjarnorkusamningi heimsveldanna við Íran árið 2018 og lagði aftur á viðskiptaþvinganir sem höfðu verið afnumndar með honum. Þá felldi Bandaríkjaher yfirmann sérveitar íranska byltingarvarðarins fyrr á þessu ári.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Kína Íran Donald Trump Tengdar fréttir Utanríkisráðherrann gekk á Rússa um meint verðlaunafé í Afganistan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. 7. ágúst 2020 19:38 Twitter merkir reikninga ríkisfjölmiðla Tístum frá ríkisfjölmiðlum verður ekki lengur haldið að notendum samfélagsmiðilsins Twitter og byrjar er að merkja reikninga miðlanna sérstaklega. Rússneski fjölmiðillinn RT og kínverska Xinhua-ríkisfréttastofan eru á meðal þeirra sem verða fyrir áhrifum af breytingunum. 6. ágúst 2020 20:24 Telja Rússa standa að upplýsingafalsi um faraldurinn Rússneska leyniþjónustan er sögð dreifa fölskum upplýsingum um kórónuveiruheimsfaraldurinn á enskumælandi vefsíðum sem beint er að fólki í Bandaríkjunum og öðrum vestrænum ríkjum, að sögn bandarískra embættismanna. Áróðurinn er sagður ýmist upphefja Rússland eða gera lítið úr Bandaríkjunum. 29. júlí 2020 16:06 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Utanríkisráðherrann gekk á Rússa um meint verðlaunafé í Afganistan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. 7. ágúst 2020 19:38
Twitter merkir reikninga ríkisfjölmiðla Tístum frá ríkisfjölmiðlum verður ekki lengur haldið að notendum samfélagsmiðilsins Twitter og byrjar er að merkja reikninga miðlanna sérstaklega. Rússneski fjölmiðillinn RT og kínverska Xinhua-ríkisfréttastofan eru á meðal þeirra sem verða fyrir áhrifum af breytingunum. 6. ágúst 2020 20:24
Telja Rússa standa að upplýsingafalsi um faraldurinn Rússneska leyniþjónustan er sögð dreifa fölskum upplýsingum um kórónuveiruheimsfaraldurinn á enskumælandi vefsíðum sem beint er að fólki í Bandaríkjunum og öðrum vestrænum ríkjum, að sögn bandarískra embættismanna. Áróðurinn er sagður ýmist upphefja Rússland eða gera lítið úr Bandaríkjunum. 29. júlí 2020 16:06