Kínverjar sagðir vilja losna við Trump en Rússar beita sér gegn Biden Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2020 21:30 Kosningar fara fram í Bandaríkjunum 3. nóvember, ekki aðeins til forseta heldur einnig Bandaríkjaþings. Mörg erlend ríki telja sig hafa hagsmuni af því hvernig fer. AP/Tony Dejak Yfirmaður einnar leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna telur að kínversk stjórnvöld vonist til þess að Donald Trump nái ekki endurkjöri sem forseti í haust og reynir að beita áhrifum sínum í aðdraganda kosninga í haust. Rússa telur hann beita sér til að koma höggi á Joe Biden, væntanlegan frambjóðanda Demókrataflokksins. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá William Evanina, forstjóra Gagnnjósna- og öryggismiðstöðvar Bandaríkjanna, um tilraunir erlendra ríkja til þess að hafa áhrifa á kosningarnar í nóvember, að sögn Washington Post. Kínversk stjórnvöld telja Trump „óútreiknanlegan“ og vilja heldur að hann verði ekki áfram forseti eftir kosningarnar. Evanina segir þau þrýsta á stjórnmálamenn sem þau telja vinna gegn hagsmunum sínum og verjast gagnrýni á Kína. Trump hefur eldað grátt silfur saman við stjórnvöld í Beijing. Viðskiptastríð upphófst þegar Trump skellti verndartollum á kínverskar innflutningsvörur og Kínverjar svöruðu í sömum mynt. Þá hefur ríkisstjórn Trump beitt sér fyrir því að vestræn ríki úthýsi kínverska tæknifyrirtækinu Huawei úr 5G-væðingu sinni. Ríkin tvö ráku ræðismenn úr landi á dögunum. JUST IN: In new statement, top counterintel official Evanina confirms what @kyledcheney and I reported last week: Intel officials believe that Russia is using a range of measures to primarily denigrate former Vice President Biden in runup to election. https://t.co/I11E6frl1D pic.twitter.com/t3EOOqYubU— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) August 7, 2020 Rússar rægja Biden Varðandi Rússa, sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 til að hjálpa Trump að ná kjöri, telur Evanina að þeir vilji nú vinna gegn Biden, fyrrverandi varaforseta, sem mælist nú með afgerandi forskot á Trump í skoðanakönnunum á landsvísu. „Við teljum að Rússland noti fjölda leiða til að fyrst og fremst rægja Biden varaforseta og það sem það lítur á sem „ráðandi öfl“ sem eru andsnúin Rússlandi,“ segir í yfirlýsingu Evanina. Ástæðan fyrir andstöðu stjórnvalda í Kreml við Biden er meðal annars talin gagnrýni hans á þau þegar hann var varaforseti Baracks Obama og aðild hans að stefnu þeirrar ríkisstjórnar gagnvart Úkraínu. Rússar háðu stórfelldan upplýsingahernað fyrir forsetakosningarnar árið 2016 sem byggðist meðal annars á tölvuinnbrotum í tölvupósta Demókrataflokksins sem var lekið í gegnum vefsíðuna Wikileaks. Íranar eru einnig sagðir vinna gegn bandarískum stofunum og Trump forseta. Stjórnvöld í Teheran eru talin reyna að sundra Bandaríkjamönnum fyrir kosningarnar. Evanina telur Írana beina kröftum sínum að áróðri og upplýsingafalsi á samfélagsmiðlum. Þeir óttist að verði Trump endurkjörin haldi harðlínustefna Bandaríkjastjórnar gagnvart þeim áfram, að því er AP-fréttastofan segir. Trump sagði Bandaríkin frá kjarnorkusamningi heimsveldanna við Íran árið 2018 og lagði aftur á viðskiptaþvinganir sem höfðu verið afnumndar með honum. Þá felldi Bandaríkjaher yfirmann sérveitar íranska byltingarvarðarins fyrr á þessu ári. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Kína Íran Donald Trump Tengdar fréttir Utanríkisráðherrann gekk á Rússa um meint verðlaunafé í Afganistan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. 7. ágúst 2020 19:38 Twitter merkir reikninga ríkisfjölmiðla Tístum frá ríkisfjölmiðlum verður ekki lengur haldið að notendum samfélagsmiðilsins Twitter og byrjar er að merkja reikninga miðlanna sérstaklega. Rússneski fjölmiðillinn RT og kínverska Xinhua-ríkisfréttastofan eru á meðal þeirra sem verða fyrir áhrifum af breytingunum. 6. ágúst 2020 20:24 Telja Rússa standa að upplýsingafalsi um faraldurinn Rússneska leyniþjónustan er sögð dreifa fölskum upplýsingum um kórónuveiruheimsfaraldurinn á enskumælandi vefsíðum sem beint er að fólki í Bandaríkjunum og öðrum vestrænum ríkjum, að sögn bandarískra embættismanna. Áróðurinn er sagður ýmist upphefja Rússland eða gera lítið úr Bandaríkjunum. 29. júlí 2020 16:06 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira
Yfirmaður einnar leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna telur að kínversk stjórnvöld vonist til þess að Donald Trump nái ekki endurkjöri sem forseti í haust og reynir að beita áhrifum sínum í aðdraganda kosninga í haust. Rússa telur hann beita sér til að koma höggi á Joe Biden, væntanlegan frambjóðanda Demókrataflokksins. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá William Evanina, forstjóra Gagnnjósna- og öryggismiðstöðvar Bandaríkjanna, um tilraunir erlendra ríkja til þess að hafa áhrifa á kosningarnar í nóvember, að sögn Washington Post. Kínversk stjórnvöld telja Trump „óútreiknanlegan“ og vilja heldur að hann verði ekki áfram forseti eftir kosningarnar. Evanina segir þau þrýsta á stjórnmálamenn sem þau telja vinna gegn hagsmunum sínum og verjast gagnrýni á Kína. Trump hefur eldað grátt silfur saman við stjórnvöld í Beijing. Viðskiptastríð upphófst þegar Trump skellti verndartollum á kínverskar innflutningsvörur og Kínverjar svöruðu í sömum mynt. Þá hefur ríkisstjórn Trump beitt sér fyrir því að vestræn ríki úthýsi kínverska tæknifyrirtækinu Huawei úr 5G-væðingu sinni. Ríkin tvö ráku ræðismenn úr landi á dögunum. JUST IN: In new statement, top counterintel official Evanina confirms what @kyledcheney and I reported last week: Intel officials believe that Russia is using a range of measures to primarily denigrate former Vice President Biden in runup to election. https://t.co/I11E6frl1D pic.twitter.com/t3EOOqYubU— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) August 7, 2020 Rússar rægja Biden Varðandi Rússa, sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 til að hjálpa Trump að ná kjöri, telur Evanina að þeir vilji nú vinna gegn Biden, fyrrverandi varaforseta, sem mælist nú með afgerandi forskot á Trump í skoðanakönnunum á landsvísu. „Við teljum að Rússland noti fjölda leiða til að fyrst og fremst rægja Biden varaforseta og það sem það lítur á sem „ráðandi öfl“ sem eru andsnúin Rússlandi,“ segir í yfirlýsingu Evanina. Ástæðan fyrir andstöðu stjórnvalda í Kreml við Biden er meðal annars talin gagnrýni hans á þau þegar hann var varaforseti Baracks Obama og aðild hans að stefnu þeirrar ríkisstjórnar gagnvart Úkraínu. Rússar háðu stórfelldan upplýsingahernað fyrir forsetakosningarnar árið 2016 sem byggðist meðal annars á tölvuinnbrotum í tölvupósta Demókrataflokksins sem var lekið í gegnum vefsíðuna Wikileaks. Íranar eru einnig sagðir vinna gegn bandarískum stofunum og Trump forseta. Stjórnvöld í Teheran eru talin reyna að sundra Bandaríkjamönnum fyrir kosningarnar. Evanina telur Írana beina kröftum sínum að áróðri og upplýsingafalsi á samfélagsmiðlum. Þeir óttist að verði Trump endurkjörin haldi harðlínustefna Bandaríkjastjórnar gagnvart þeim áfram, að því er AP-fréttastofan segir. Trump sagði Bandaríkin frá kjarnorkusamningi heimsveldanna við Íran árið 2018 og lagði aftur á viðskiptaþvinganir sem höfðu verið afnumndar með honum. Þá felldi Bandaríkjaher yfirmann sérveitar íranska byltingarvarðarins fyrr á þessu ári.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Kína Íran Donald Trump Tengdar fréttir Utanríkisráðherrann gekk á Rússa um meint verðlaunafé í Afganistan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. 7. ágúst 2020 19:38 Twitter merkir reikninga ríkisfjölmiðla Tístum frá ríkisfjölmiðlum verður ekki lengur haldið að notendum samfélagsmiðilsins Twitter og byrjar er að merkja reikninga miðlanna sérstaklega. Rússneski fjölmiðillinn RT og kínverska Xinhua-ríkisfréttastofan eru á meðal þeirra sem verða fyrir áhrifum af breytingunum. 6. ágúst 2020 20:24 Telja Rússa standa að upplýsingafalsi um faraldurinn Rússneska leyniþjónustan er sögð dreifa fölskum upplýsingum um kórónuveiruheimsfaraldurinn á enskumælandi vefsíðum sem beint er að fólki í Bandaríkjunum og öðrum vestrænum ríkjum, að sögn bandarískra embættismanna. Áróðurinn er sagður ýmist upphefja Rússland eða gera lítið úr Bandaríkjunum. 29. júlí 2020 16:06 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira
Utanríkisráðherrann gekk á Rússa um meint verðlaunafé í Afganistan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. 7. ágúst 2020 19:38
Twitter merkir reikninga ríkisfjölmiðla Tístum frá ríkisfjölmiðlum verður ekki lengur haldið að notendum samfélagsmiðilsins Twitter og byrjar er að merkja reikninga miðlanna sérstaklega. Rússneski fjölmiðillinn RT og kínverska Xinhua-ríkisfréttastofan eru á meðal þeirra sem verða fyrir áhrifum af breytingunum. 6. ágúst 2020 20:24
Telja Rússa standa að upplýsingafalsi um faraldurinn Rússneska leyniþjónustan er sögð dreifa fölskum upplýsingum um kórónuveiruheimsfaraldurinn á enskumælandi vefsíðum sem beint er að fólki í Bandaríkjunum og öðrum vestrænum ríkjum, að sögn bandarískra embættismanna. Áróðurinn er sagður ýmist upphefja Rússland eða gera lítið úr Bandaríkjunum. 29. júlí 2020 16:06