Flýgur yfir Atlantshafið og safnar áheitum fyrir breskan spítala Sylvía Hall og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 6. ágúst 2020 21:23 Jules sést hér í Bell 505-þyrlunni. Vísir Þyrluflugmaður flýgur nú yfir Atlantshafið á glænýrri þyrlu og safnar áheitum fyrir breskan spítala. Fjáröflunin er ekki hans fyrsta en hann safnaði fjármagni fyrir spítalann árið 2015 þegar hann kleif Everest daginn sem snjóflóð féll á grunnbúðirnar. Þyrluflugmaðurinn Jules Mountain greindist með heilaæxli árið 2007 og hefur síðan þá safnað fjármagni fyrir spítalann sem hann dvaldi á með ýmsum leiðum. Nýjasta hugmynd hans er að fljúga yfir Atlantshafið á glænýrri þyrlu. Ferðin hófst í gær frá Íslandi og flýgur hann þyrlu af gerðinni Bell 505 en enginn hefur flogið þyrlu af þeirri tegund áður yfir Atlantshafið. „Það er mjög ógnvekjandi. Það er engin afísing. Það er enginn sérbúnaður í þessari þyrlu, það er bara ég og höfuðskepnurnar og ég verð hátt uppi og það verður mjög kalt. Þyrlan er afar lítil og að sögn Jules óvenjulegt að svo litlar þyrlur fljúgi yfir Atlantshafið. „Tilfinningin er mitt á milli þess að þetta sé klikkuð hugmynd og að það sé mjög skemmtilegt. Þetta verður gaman og það er líka fyrir góðan málstað.“ Með ferðinni ætlar hann líkt og áður segir að safna fjármunum fyrir breskan spítala sem sinnir krabbameinssjúklingum. „Ég hef sjálfur fengið krabbamein, ég fór í aðgerð fyrir tólf árum. Örið sést hérna. Æxli var fjarlægt úr höfðinu á mér, aftan við eyrað. Ég fékk meðferð á þessum sama spítala og ég hef aflað peninga síðan. Ég hef fengið klikkaðar hugmyndir til að safna fé fyrir krabbameinsveika.“ Hann hefur áður safnað fjármagni fyrir spítalann, en þá kleif hann Everest. „Það var árið 2015 þegar snjóflóðið féll í Nepal og ég grófst lifandi. Það var mjög brjálæðisleg upplifun.“ Hér að neðan má sjá viðtal við Jules. Bretland Fréttir af flugi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Þyrluflugmaður flýgur nú yfir Atlantshafið á glænýrri þyrlu og safnar áheitum fyrir breskan spítala. Fjáröflunin er ekki hans fyrsta en hann safnaði fjármagni fyrir spítalann árið 2015 þegar hann kleif Everest daginn sem snjóflóð féll á grunnbúðirnar. Þyrluflugmaðurinn Jules Mountain greindist með heilaæxli árið 2007 og hefur síðan þá safnað fjármagni fyrir spítalann sem hann dvaldi á með ýmsum leiðum. Nýjasta hugmynd hans er að fljúga yfir Atlantshafið á glænýrri þyrlu. Ferðin hófst í gær frá Íslandi og flýgur hann þyrlu af gerðinni Bell 505 en enginn hefur flogið þyrlu af þeirri tegund áður yfir Atlantshafið. „Það er mjög ógnvekjandi. Það er engin afísing. Það er enginn sérbúnaður í þessari þyrlu, það er bara ég og höfuðskepnurnar og ég verð hátt uppi og það verður mjög kalt. Þyrlan er afar lítil og að sögn Jules óvenjulegt að svo litlar þyrlur fljúgi yfir Atlantshafið. „Tilfinningin er mitt á milli þess að þetta sé klikkuð hugmynd og að það sé mjög skemmtilegt. Þetta verður gaman og það er líka fyrir góðan málstað.“ Með ferðinni ætlar hann líkt og áður segir að safna fjármunum fyrir breskan spítala sem sinnir krabbameinssjúklingum. „Ég hef sjálfur fengið krabbamein, ég fór í aðgerð fyrir tólf árum. Örið sést hérna. Æxli var fjarlægt úr höfðinu á mér, aftan við eyrað. Ég fékk meðferð á þessum sama spítala og ég hef aflað peninga síðan. Ég hef fengið klikkaðar hugmyndir til að safna fé fyrir krabbameinsveika.“ Hann hefur áður safnað fjármagni fyrir spítalann, en þá kleif hann Everest. „Það var árið 2015 þegar snjóflóðið féll í Nepal og ég grófst lifandi. Það var mjög brjálæðisleg upplifun.“ Hér að neðan má sjá viðtal við Jules.
Bretland Fréttir af flugi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?