Skólastjórnendur útfæra skólahald: Áhersla lögð á móttöku nýnema Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. ágúst 2020 20:02 Jón Atli Benediktsson er rektor Háskóla Íslands EINAR ÁRNASON Útlit er fyrir að kennsla í framhalds- og háskólum verði að stórum hluta með rafrænum hætti í vetur. Rektor Háskóla Íslands leggur áherslu á aukinn fjárstuðning frá ríkinu ef breyttu skólahaldi fylgir aukinn kostnaður. Nokkrar vikur eru í að skólahald hefjist á ný eftir sumarfrí og vinna nú öll skólastig að því að undirbúa ýmsar sviðsmyndir skólahalds í haust. Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík vinna að útfærslu sem felur í sér blöndu af stað- og fjarnámi. „Það þýðir staðnám eins og hægt er samkvæmt reglum en síðan verður töluvert af fjarkennslu líka og við höfum verið að undirbúa það með kaupum á búnaði, hugbúnaði, þjálfun og fleiru sem þarf til að fjarnámshlutinn verði eins góður og hægt er,“ sagði Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. Með þessari blönduðu leið telur hann að gæði náms verði tryggt að fullu. „Við höfum ekkert endilega svör við því hvernig þetta verður. Fyrir mánuði síðan héldum við að við værum að fara í hefðbundið skólastarf en nú er útlit fyrir að það verði með öðrum hætti,“ sagði Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands. Kristinn Þorsteinsson er formaður Skólameistarafélags Íslands.EINAR ÁRNASON Rektor Háskóla Íslands segir að ekki sé stefnt á að námið verði að fullu í fjarkennslu. „Ég tel að svo verði ekki. Við munum leita leiða til að bjóða upp á í það minnsta umræðutíma. Jafnvel fyrirlestra í smærri hópum, sérstaklega fyrir nýnema,“ sagði Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Tveggja metra reglan geri útfærslu á skólahaldi erfitt fyrir. „Það er alveg ljóst að með tveggja metra reglu þá eru íslenskar kennslustofur ekki gerðar til þess. Hefðbundinn hópur er hátt í 30 nemendur og við komum þeim ekki fyrir. Það getur verið að varðandi bóklegt nám þá sé auðveldast að hafa það í fjarnámi,“ sagði Kristinn. „Það munar svo ofsalega miklu að geta verið, ekki nema lítinn hluta kennslunnar, á staðnum til að veita nemendum stuðning og til að þeir geti hist,“ sagði Ari. „Ég legg mikla áherslu á það að ef það verður aukinn kostnaður t.d. ef við þurfum að brjóta upp bekki, ef við þurfum að taka á móti nýnemum og kenna í smærri hópum vegna tveggja metra reglunnar, sem gerir okkar starf talsvert erfitt. Að það verði þannig að við getum þetta fjárhagslega. Við höfum fulla trú á því að það verði hægt að fá stuðning frá ríkinu til þess að geta gert þetta,“ sagði Jón Atli. Ekkert ákveðið á fundi menntamálaráðherra og sóttvarnaryfirvalda Menntamálaráðherra fundaði í dag með sóttvarnarlækni og yfirlögregluþjóni almannavarna um fyrirkomulag skólahalds í haust. Engar ákvarðanir voru þó teknar á þeim fundi að sögn upplýsingafulltrúa almannavarna. Því er enn óljóst hvernig skólahald á öllum stigum verður í haust. Ljóst er að gríðarlegur fjöldi nýnema er á leið í háskóla í haust. Framhaldsskólarnir taka einnig á móti nýjum nemendum. Skólastjórnendur hafa áhyggjur af þessum hópi verði ekki slakað á samkomutakmörkunum. „Þetta er grafalvarlegt mál fyrir nemendur. Í vor var þetta skafl sem við fórum í gegnum og þar stóðu allir sig ákaflega vel. Nemendur, skólar, ráðuneyti - allir lögðust á eitt. Nú er þetta aðeins annað. Ef þetta á að vera svona í allan vetur þá er það mjög erfitt. Fyrir nýnema sem eru að koma inn í skólann þá er erfitt að fara beint í fjarnám. Við þurfum að taka þá á hús og tala við þá og hjálpa þeim,“ sagði Kristinn. „Núna í haust erum við með mjög stóran hóp nýnema sem ekki hafa verið í háskóla áður. Þeir þurfa stuðning og aðstöðu og fleira til þess að þeir haldist vel í námi og að þeim gangi vel í námi,“ sagði Ari. Ari Kristinn Jónsson er rektor Háskólans í Reykjavík.EINAR ÁRNASON Áhersla lögð á móttöku nýnema „Þetta er ekki bara spurning um það að nýnemarnir upplifi það að þeir séu komnir á nýtt skólastig, sem er gríðarlega mikilvægt, heldur líka að kennararnir kynnist þeim vel. Við þurfum einhvernvegin að styðja eins og kostur er við nemendurna og líka kennarana sem eru að kenna þeim,“ sagði Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. „Þessir krakkar eru að horfa á allt sem gerist bara einu sinni. Þeir byrja bara einu sinni í framhaldsskóla og þeir fara bara einu sinni á fyrsta ballið sitt. Þetta er kannski allt í uppnámi og fyrir þau er þetta mikið erfiðara en fyrir okkur fullorðna fólkið,“ sagði Kristinn. Rektor HÍ segir að ekki hafi verið meira brottfall í faraldri kórónuveirunnar en gengur og gerist. Staðan hafi verið önnur í framhaldsskólum. „Ég hef talsverðar áhyggjur af brottfalli, hef alltaf áhyggjur af því. Það var brottfall í vor sem var talsvert og líklega meira en venjulega og ég geri ráð fyrir að sama verði upp á teningnum í haust og við þurfum að horfa sérstaklega á þennan hóp og hvernig við getum mætt honum,“ sagði Kristinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Útlit fyrir að kennsla verði að stórum hluta rafræn í vetur Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, telur líklegt að fjarkennsla verði við skólann í haust miðað við aðstæður í dag. Ólíklegt sé að engin fjarkennsla verði við skólann í vetur. 6. ágúst 2020 11:53 Öll áhersla lögð á að skólahald verði með hefðbundnum hætti Öll áhersla er lögð á að hefðbundið skólahald hefjist síðar í mánuðinum að sögn menntamálaráðherra. Ráðherra fundar með sóttvarnaryfirvöldum vegna málsins á morgun. 5. ágúst 2020 19:01 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Útlit er fyrir að kennsla í framhalds- og háskólum verði að stórum hluta með rafrænum hætti í vetur. Rektor Háskóla Íslands leggur áherslu á aukinn fjárstuðning frá ríkinu ef breyttu skólahaldi fylgir aukinn kostnaður. Nokkrar vikur eru í að skólahald hefjist á ný eftir sumarfrí og vinna nú öll skólastig að því að undirbúa ýmsar sviðsmyndir skólahalds í haust. Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík vinna að útfærslu sem felur í sér blöndu af stað- og fjarnámi. „Það þýðir staðnám eins og hægt er samkvæmt reglum en síðan verður töluvert af fjarkennslu líka og við höfum verið að undirbúa það með kaupum á búnaði, hugbúnaði, þjálfun og fleiru sem þarf til að fjarnámshlutinn verði eins góður og hægt er,“ sagði Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. Með þessari blönduðu leið telur hann að gæði náms verði tryggt að fullu. „Við höfum ekkert endilega svör við því hvernig þetta verður. Fyrir mánuði síðan héldum við að við værum að fara í hefðbundið skólastarf en nú er útlit fyrir að það verði með öðrum hætti,“ sagði Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands. Kristinn Þorsteinsson er formaður Skólameistarafélags Íslands.EINAR ÁRNASON Rektor Háskóla Íslands segir að ekki sé stefnt á að námið verði að fullu í fjarkennslu. „Ég tel að svo verði ekki. Við munum leita leiða til að bjóða upp á í það minnsta umræðutíma. Jafnvel fyrirlestra í smærri hópum, sérstaklega fyrir nýnema,“ sagði Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Tveggja metra reglan geri útfærslu á skólahaldi erfitt fyrir. „Það er alveg ljóst að með tveggja metra reglu þá eru íslenskar kennslustofur ekki gerðar til þess. Hefðbundinn hópur er hátt í 30 nemendur og við komum þeim ekki fyrir. Það getur verið að varðandi bóklegt nám þá sé auðveldast að hafa það í fjarnámi,“ sagði Kristinn. „Það munar svo ofsalega miklu að geta verið, ekki nema lítinn hluta kennslunnar, á staðnum til að veita nemendum stuðning og til að þeir geti hist,“ sagði Ari. „Ég legg mikla áherslu á það að ef það verður aukinn kostnaður t.d. ef við þurfum að brjóta upp bekki, ef við þurfum að taka á móti nýnemum og kenna í smærri hópum vegna tveggja metra reglunnar, sem gerir okkar starf talsvert erfitt. Að það verði þannig að við getum þetta fjárhagslega. Við höfum fulla trú á því að það verði hægt að fá stuðning frá ríkinu til þess að geta gert þetta,“ sagði Jón Atli. Ekkert ákveðið á fundi menntamálaráðherra og sóttvarnaryfirvalda Menntamálaráðherra fundaði í dag með sóttvarnarlækni og yfirlögregluþjóni almannavarna um fyrirkomulag skólahalds í haust. Engar ákvarðanir voru þó teknar á þeim fundi að sögn upplýsingafulltrúa almannavarna. Því er enn óljóst hvernig skólahald á öllum stigum verður í haust. Ljóst er að gríðarlegur fjöldi nýnema er á leið í háskóla í haust. Framhaldsskólarnir taka einnig á móti nýjum nemendum. Skólastjórnendur hafa áhyggjur af þessum hópi verði ekki slakað á samkomutakmörkunum. „Þetta er grafalvarlegt mál fyrir nemendur. Í vor var þetta skafl sem við fórum í gegnum og þar stóðu allir sig ákaflega vel. Nemendur, skólar, ráðuneyti - allir lögðust á eitt. Nú er þetta aðeins annað. Ef þetta á að vera svona í allan vetur þá er það mjög erfitt. Fyrir nýnema sem eru að koma inn í skólann þá er erfitt að fara beint í fjarnám. Við þurfum að taka þá á hús og tala við þá og hjálpa þeim,“ sagði Kristinn. „Núna í haust erum við með mjög stóran hóp nýnema sem ekki hafa verið í háskóla áður. Þeir þurfa stuðning og aðstöðu og fleira til þess að þeir haldist vel í námi og að þeim gangi vel í námi,“ sagði Ari. Ari Kristinn Jónsson er rektor Háskólans í Reykjavík.EINAR ÁRNASON Áhersla lögð á móttöku nýnema „Þetta er ekki bara spurning um það að nýnemarnir upplifi það að þeir séu komnir á nýtt skólastig, sem er gríðarlega mikilvægt, heldur líka að kennararnir kynnist þeim vel. Við þurfum einhvernvegin að styðja eins og kostur er við nemendurna og líka kennarana sem eru að kenna þeim,“ sagði Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. „Þessir krakkar eru að horfa á allt sem gerist bara einu sinni. Þeir byrja bara einu sinni í framhaldsskóla og þeir fara bara einu sinni á fyrsta ballið sitt. Þetta er kannski allt í uppnámi og fyrir þau er þetta mikið erfiðara en fyrir okkur fullorðna fólkið,“ sagði Kristinn. Rektor HÍ segir að ekki hafi verið meira brottfall í faraldri kórónuveirunnar en gengur og gerist. Staðan hafi verið önnur í framhaldsskólum. „Ég hef talsverðar áhyggjur af brottfalli, hef alltaf áhyggjur af því. Það var brottfall í vor sem var talsvert og líklega meira en venjulega og ég geri ráð fyrir að sama verði upp á teningnum í haust og við þurfum að horfa sérstaklega á þennan hóp og hvernig við getum mætt honum,“ sagði Kristinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Útlit fyrir að kennsla verði að stórum hluta rafræn í vetur Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, telur líklegt að fjarkennsla verði við skólann í haust miðað við aðstæður í dag. Ólíklegt sé að engin fjarkennsla verði við skólann í vetur. 6. ágúst 2020 11:53 Öll áhersla lögð á að skólahald verði með hefðbundnum hætti Öll áhersla er lögð á að hefðbundið skólahald hefjist síðar í mánuðinum að sögn menntamálaráðherra. Ráðherra fundar með sóttvarnaryfirvöldum vegna málsins á morgun. 5. ágúst 2020 19:01 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Útlit fyrir að kennsla verði að stórum hluta rafræn í vetur Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, telur líklegt að fjarkennsla verði við skólann í haust miðað við aðstæður í dag. Ólíklegt sé að engin fjarkennsla verði við skólann í vetur. 6. ágúst 2020 11:53
Öll áhersla lögð á að skólahald verði með hefðbundnum hætti Öll áhersla er lögð á að hefðbundið skólahald hefjist síðar í mánuðinum að sögn menntamálaráðherra. Ráðherra fundar með sóttvarnaryfirvöldum vegna málsins á morgun. 5. ágúst 2020 19:01