Trufluðu fyrirtöku í máli Twitter-hakkara með klámi Kjartan Kjartansson skrifar 5. ágúst 2020 22:12 Fyrirtakan fór fram í gegnum fjarfundarforritið Zoom sem hefur notið mikilla vinsælda á tímum kórónuveirufaraldursins. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Stöðva þurfti fyrirtöku sem var haldin í fjarfundi í máli tánings sem er grunaður um innbrot í tölvukerfi Twitter í dag eftir að boðflennur trufluðu hana ítrekað með klámi. Dómarinn féllst á endanum ekki á að lækka tryggingargjald sem pilturinn þarf að greiða til að losna úr fangelsi. Fyrirtakan fór fram með Zoom-fjarfundarforritinu vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki þurfti lykilorð til að komst inn á fundinn og því gátu notendur forritsins komist óboðnir á hann með því að þykjast vera starfsmenn fjölmiðla eins og CNN og breska ríkisútvarpsins BBC. Sumar boðflennurnar spiluðu tónlist en aðrar spiluðu klámefni inn á fundinn. Það varð til þess að dómarinn frestaði fundi tímabundið. Tölvuöryggissérfræðingur segir fyrirsjáanlegt að fyrirtakan hafi verið trufluð og furðar sig á að ekki hafi hvarflað að dómaranum að koma í veg fyrir að aðrir notendur gætu tekið yfir það sem birtist sem aðalmynd á fundinum, að sögn BBC. „Dómarar sem halda fyrirtökur á Zoom þurfa að bæta ráð sitt,“ segir Brian Krebs. Tryggingargjaldið sem pilturinn, sem er sautján ára, þarf að greiða var ákveðið 750.000 dollarar, jafnvirði meira en hundrað milljóna íslenskra króna. Hann er sakaður um fjársvik þegar hann notaði auðkenni Twitter-starfsmanna sem hann komst yfir með blekkingum til þess að taka yfir reikninga fjölda þekktra einstaklinga og biðja fylgjendur þeirra um að senda sér greiðslur í rafmyntinni bitcoin. Auk piltsins, sem neitar sök, eru nítján ára gamall Breti og 22 ára gamall Bandaríkjamaður ákærðir fyrir aðild að innbrotinu og svikum. Twitter Tölvuárásir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Táningur segist saklaus af innbroti hjá Twitter Sautján ára gamall piltur sem er sakaður um að hafa brotist inn í tölvukerfi samfélagsmiðilsins Twitter neitaði sök þegar hann kom fyrir dómara á Flórída í Bandaríkjunum í dag. 4. ágúst 2020 21:01 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Sjá meira
Stöðva þurfti fyrirtöku sem var haldin í fjarfundi í máli tánings sem er grunaður um innbrot í tölvukerfi Twitter í dag eftir að boðflennur trufluðu hana ítrekað með klámi. Dómarinn féllst á endanum ekki á að lækka tryggingargjald sem pilturinn þarf að greiða til að losna úr fangelsi. Fyrirtakan fór fram með Zoom-fjarfundarforritinu vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki þurfti lykilorð til að komst inn á fundinn og því gátu notendur forritsins komist óboðnir á hann með því að þykjast vera starfsmenn fjölmiðla eins og CNN og breska ríkisútvarpsins BBC. Sumar boðflennurnar spiluðu tónlist en aðrar spiluðu klámefni inn á fundinn. Það varð til þess að dómarinn frestaði fundi tímabundið. Tölvuöryggissérfræðingur segir fyrirsjáanlegt að fyrirtakan hafi verið trufluð og furðar sig á að ekki hafi hvarflað að dómaranum að koma í veg fyrir að aðrir notendur gætu tekið yfir það sem birtist sem aðalmynd á fundinum, að sögn BBC. „Dómarar sem halda fyrirtökur á Zoom þurfa að bæta ráð sitt,“ segir Brian Krebs. Tryggingargjaldið sem pilturinn, sem er sautján ára, þarf að greiða var ákveðið 750.000 dollarar, jafnvirði meira en hundrað milljóna íslenskra króna. Hann er sakaður um fjársvik þegar hann notaði auðkenni Twitter-starfsmanna sem hann komst yfir með blekkingum til þess að taka yfir reikninga fjölda þekktra einstaklinga og biðja fylgjendur þeirra um að senda sér greiðslur í rafmyntinni bitcoin. Auk piltsins, sem neitar sök, eru nítján ára gamall Breti og 22 ára gamall Bandaríkjamaður ákærðir fyrir aðild að innbrotinu og svikum.
Twitter Tölvuárásir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Táningur segist saklaus af innbroti hjá Twitter Sautján ára gamall piltur sem er sakaður um að hafa brotist inn í tölvukerfi samfélagsmiðilsins Twitter neitaði sök þegar hann kom fyrir dómara á Flórída í Bandaríkjunum í dag. 4. ágúst 2020 21:01 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Sjá meira
Táningur segist saklaus af innbroti hjá Twitter Sautján ára gamall piltur sem er sakaður um að hafa brotist inn í tölvukerfi samfélagsmiðilsins Twitter neitaði sök þegar hann kom fyrir dómara á Flórída í Bandaríkjunum í dag. 4. ágúst 2020 21:01