Táningur segist saklaus af innbroti hjá Twitter Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2020 21:01 Innbrotið var það vandræðalegasta fyrir Twitter. Þrjótarnir blekktu starfsmenn til þess að komast yfir auðkenni sem gaf þeim aðgang að innra kerfi samfélagsmiðilsins. AP/Matt Rourke Sautján ára gamall piltur sem er sakaður um að hafa brotist inn í tölvukerfi samfélagsmiðilsins Twitter neitaði sök þegar hann kom fyrir dómara á Flórída í Bandaríkjunum í dag. Sá eða þeir sem stóðu að innbrotinu komust tímabundið yfir reikninga fjölda þekktra einstaklinga og notuðu þá til að svíkja fé út úr fylgjendum þeirra. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og Elon Musk, stofnandi SpaceX og Tesla, voru á meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á innbrotinu. Tölvuþrjótarnir komust í reikningana með því að brjótast inn í innra kerfi Twitter. Pilturinn er sakaður um fjársvik og var handtekinn í Tampa á föstudag. Hann er sagður hafa komist yfir að minnsta kosti hundrað þúsund dollara, jafnvirði um 13,6 milljóna króna, með því að gabba fylgjendur þekktu einstaklingana til að senda honum fé í rafmyntinni bitcoin, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Nítján ára gamall Breti og 22 ára gamall karlmaður í Orlando á Flórída eru einnig ákærðir fyrir aðild að árásinni, sögn bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Twitter hefur greint frá því að þrjótarnir hafi líklega lesið persónuleg skilaboð einhverra einstaklinganna, þar á meðal hollensks stjórnmálamanns. Pilturinn er sakaður um að hafa blekkt starfsmann Twitter sem hélt að hann væri samstarfsmaður sinn. Fékk pilturinn starfsmanninn til þess að fá sér auðkenni til þess að komast inn í innra kerfi Twitter. Twitter Samfélagsmiðlar Tölvuárásir Tengdar fréttir Handtóku ungling vegna árásar á vinsæla Twitter-aðganga Unglingur í Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn vegna netárásar á vinsæla Twitter-aðganga fyrr í mánuðinum. 31. júlí 2020 20:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Sautján ára gamall piltur sem er sakaður um að hafa brotist inn í tölvukerfi samfélagsmiðilsins Twitter neitaði sök þegar hann kom fyrir dómara á Flórída í Bandaríkjunum í dag. Sá eða þeir sem stóðu að innbrotinu komust tímabundið yfir reikninga fjölda þekktra einstaklinga og notuðu þá til að svíkja fé út úr fylgjendum þeirra. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og Elon Musk, stofnandi SpaceX og Tesla, voru á meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á innbrotinu. Tölvuþrjótarnir komust í reikningana með því að brjótast inn í innra kerfi Twitter. Pilturinn er sakaður um fjársvik og var handtekinn í Tampa á föstudag. Hann er sagður hafa komist yfir að minnsta kosti hundrað þúsund dollara, jafnvirði um 13,6 milljóna króna, með því að gabba fylgjendur þekktu einstaklingana til að senda honum fé í rafmyntinni bitcoin, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Nítján ára gamall Breti og 22 ára gamall karlmaður í Orlando á Flórída eru einnig ákærðir fyrir aðild að árásinni, sögn bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Twitter hefur greint frá því að þrjótarnir hafi líklega lesið persónuleg skilaboð einhverra einstaklinganna, þar á meðal hollensks stjórnmálamanns. Pilturinn er sakaður um að hafa blekkt starfsmann Twitter sem hélt að hann væri samstarfsmaður sinn. Fékk pilturinn starfsmanninn til þess að fá sér auðkenni til þess að komast inn í innra kerfi Twitter.
Twitter Samfélagsmiðlar Tölvuárásir Tengdar fréttir Handtóku ungling vegna árásar á vinsæla Twitter-aðganga Unglingur í Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn vegna netárásar á vinsæla Twitter-aðganga fyrr í mánuðinum. 31. júlí 2020 20:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Handtóku ungling vegna árásar á vinsæla Twitter-aðganga Unglingur í Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn vegna netárásar á vinsæla Twitter-aðganga fyrr í mánuðinum. 31. júlí 2020 20:00