Ný og verri bylgja verði skólar opnaðir án betri skimunar Samúel Karl Ólason skrifar 4. ágúst 2020 11:49 Þær sviðsmyndir sem vísindamennirnir settu upp benda allar á að umfangsmikil skimun sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir að veiran ná mikilli dreifingu á nýjan leik. EPA/ANDY RAIN Bretar standa fram fyrir annarri og mun stærri bylgju af Covid-19 smitum í vetur, verði skimun þar í landi ekki bætt verulega. Sú bylgja gæti orðið tvöfalt umfangsmeiri en sú sem nú gengur yfir landið, ef svo má að orði komast. Vísindamenn við University College London og London School of Hygiene and Tropical Medicine sögðu hægt að koma í veg fyrir aðra bylgju með því að 75 prósent þeirra sem hafi smitast verði fundnir og smitrakning framkvæmd. Þetta kom fram í rannsókn skólanna á mögulegum áhrifum þess að opna skóla að nýju í haust og að opna vinnustaði að nýju. Þær sviðsmyndir sem vísindamennirnir settu upp benda allar á að umfangsmikil skimun sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir að veiran ná mikilli dreifingu á nýjan leik. Versta sviðsmyndin benti til þess að rúmlega tvisvar sinnum fleiri myndu smitast í nýrri bylgju, samkvæmt frétt Sky News. Eins og staðan er í dag hafa rúmlega 300 þúsund smitast af Covid-19 í Bretlandi, svo vitað sé. Minnst 46.295 hafa dáið. Það er samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans sem heldur utan um opinberar tölur. Verði skólar opnaðir í september án þess að skimun verði aukin myndi seinni bylgjan ná hámarki í desember, miðað við spálíkön vísindamannanna. Boris Johnson, forsætisráðherra, hefur sagt að börn muni snúa aftur í skóla í september og að það sé í algeran forgang hjá ríkisstjórn hans. Simon Clarke, ráðherra, hefur þar að auki sagt samhug innan ríkisstjórnarinnar um að auka þyrfti skimun og smitrakningu. Allir væru meðvitaðir um mikilvægi þess. Sömuleiðis sagði hann embættismenn sannfærða um að allt yrði klárt fyrir opnun skóla í haust. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Bretar standa fram fyrir annarri og mun stærri bylgju af Covid-19 smitum í vetur, verði skimun þar í landi ekki bætt verulega. Sú bylgja gæti orðið tvöfalt umfangsmeiri en sú sem nú gengur yfir landið, ef svo má að orði komast. Vísindamenn við University College London og London School of Hygiene and Tropical Medicine sögðu hægt að koma í veg fyrir aðra bylgju með því að 75 prósent þeirra sem hafi smitast verði fundnir og smitrakning framkvæmd. Þetta kom fram í rannsókn skólanna á mögulegum áhrifum þess að opna skóla að nýju í haust og að opna vinnustaði að nýju. Þær sviðsmyndir sem vísindamennirnir settu upp benda allar á að umfangsmikil skimun sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir að veiran ná mikilli dreifingu á nýjan leik. Versta sviðsmyndin benti til þess að rúmlega tvisvar sinnum fleiri myndu smitast í nýrri bylgju, samkvæmt frétt Sky News. Eins og staðan er í dag hafa rúmlega 300 þúsund smitast af Covid-19 í Bretlandi, svo vitað sé. Minnst 46.295 hafa dáið. Það er samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans sem heldur utan um opinberar tölur. Verði skólar opnaðir í september án þess að skimun verði aukin myndi seinni bylgjan ná hámarki í desember, miðað við spálíkön vísindamannanna. Boris Johnson, forsætisráðherra, hefur sagt að börn muni snúa aftur í skóla í september og að það sé í algeran forgang hjá ríkisstjórn hans. Simon Clarke, ráðherra, hefur þar að auki sagt samhug innan ríkisstjórnarinnar um að auka þyrfti skimun og smitrakningu. Allir væru meðvitaðir um mikilvægi þess. Sömuleiðis sagði hann embættismenn sannfærða um að allt yrði klárt fyrir opnun skóla í haust.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira